Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Dagfari - 01.12.1961, Blaðsíða 7
Dregur að lokum styrj- aldarinnar. í sama mund og hinar land- lægu sögulegu plágur íslands þjörmuðu að þjóðinni geisaði íimbulvetur heimsstyrjaldarinn- ar í Evrópu fjórða árið í röð. Lítt grunaði þá kynslóð, sem fylkti sér undir gunnfánana í ágúst 1914, að þessi styrjöld yrði svo marnskæð og langvinn, og enn minni hugmynd gerði hún sér um leikslokin. Hugsjón- ir hennar og tálvonir lágu brotnar mélinu smærra í skot- gröfunum sem teygðu sig um álfuna á öllum vígstöðvum í vestri, austri og suðri. Þegar ár- ið 1918 gekk í garð hafði upp- reisnin gegn styrjöldinni snúizt yfir í byltingu, sem risti dýpra. plógfar í svörð jarðar okkar en nokkur annar viðburður sögunn- ar. Rússneska keisaraveldið var hrunið, af fáum grátið. Hinir nýju valdhafar Rússlands, bolsé- víkar, neyddust til að semja sér- frið við Þýzkaland í Brest- Litovsk í marzmánuði 1918. Frið- arskilmálarnir tóku af allan vafa um það, að enn var í fullu gildi hin forna meginregla, að sigraðir verða að sætta sig við allt. Þeir sýndu einnig hvers var að vænta að stríðinu loknu: Eystrasaltsríkin, sem höfðu ver- ið sniðin af Rússaveldi, áttu að verða furstadæmi handa at- vinnulausum þýzkum smáprins- um, svo eitthvað sé nefnt. En hitt skipti þó meira máli, að eftir friðinn við Rússa fengu Þjóðverjar kost á að halda með austurvígstöðvaherinn í vestur- átt og beita honum til úrslita- sóknar á vesturvígstöðvunum og binda skjótan endi á styrjöldina. I lok febrúarmánaðar 1918 höfðu Þjóðverjar flutt 1 milljón manna frá Rússlandi til vesturvígstöðv- anna. Þeir höfðu þar nú á að skipa 192 herfylkjum gegn 172 herfylkjum Bandamanna. Her- stjórn Þjóðverja vissi, að hún átti í kapphlaupi við tímann. Lúdendorf hershöfðingi sagði sjálfur, að hann væri fús til að fórna 1 milljón þýzkra her- manna til að vinna sigur í þess- ari sókn, en hann vissi einnig, að hann varð að vinna þennan sigur innan fjögurra til sex mánaða, að öðrum kosti mundi hann ganga honum úr greipum. Hinn 21. marz 1918 hóf Lúden- dorf mestu sókn, sem hersagan kunni að greina frá. Það var ætlun þýzku herstjórnarinnar að skjóta fleyg á milli franska og enska hersins í Flandern og hrekja Englendinga út á Ermar- sund. Þjóðverjar sóttu fram um 60 km veg, en í byrjun apríl varð Lúdendorf að stöðva sókn- ina. Tvær sóknarlotur þýzka hersins í maí og júlí náðu ekki heldur tilgangi sínum og í byrj- un ágústmánaðar varð Lúden- dorf að játa að taflið væri tap- að. Bandamenn hófu allsherjar sókn á öllum vígstöðvum. Hinn 3. nóvember varð Austurríki að semja vopnahlé og á sömu stundu hrundi keisaradæmið við Dónárfljót í rústir. Sjö dögum síðar var hinum stórláta keisara Þýzkalands hleypt sem póli- tískum flóttamanni inn í Holland og degi síðar, 11. nóvember skrifuðu fulltrúar Þjóðverja undir vopnahléssáttmála í Compiegneskógi. Þriðja keisara- dæmi Evrópu var oltið út úr sögunni. Dregur til sátta í sjálf- stæðismálinu. Meðan veraldarsagan þramm- aði járnbentum fótum yfir þrjú keisaradæmi og uppreisnir og borgarastyrjaldir fóru í slóð hennar hlaut fámennasta land veraldar fullveldi. f sama mund og fylkingar sigu saman á víg- stöðvum Evrópu rifust íslend- ingar um uppburð íslenzkra sérmála í ríkisráði og „fyrirvara“ alþingis. Hér var barizt með bleki og prentsvertu, lögkrókum og réttarlegum útlistunum, er blóminn af æskulýð Evrópu var kvistaður niður á vígvöllunum. En allar kröfur íslendinga um aukið sjálfsforræði í sambandi við Danmörku geiguðu á viðbár- um Dana, að það fengizt ekki nema með nýskipan á ríkisrétt- arsambandi Danmerkur og fs- lands, er samþykkt væri af ríkisþingi Dana og alþingi ís- lendinga. Þetta var líka sú leið- in, sem að lokum var farin er sambandslögin gengu í gildi 1918. En á meðan sjálfstæðismálið var hafið upp í nærri yfirskil- vitlegar lögfræðilegar rökræður brustu böndin milli Danmerkur og fslands í hryðjum styrjaldar- innar. Utanríkismál og hermál íslands voru að vísu að nafninu til á vegum Danmerkur, en í reynd lutum við Bretaveldi á þessum sviðum meðan styrjöld- in geisaði og íslendingar urðu sjálfir að sjá um siglingamál sín og utanríkisverzlun. Lífið sjálft afsannaði án alls vafa staðhæfingu Stöðulaganna, að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Danir gátu hvorki verndað okkur með her né séð okkur fyrir lífsnauð- synjum. Það var því engin furða þótt sú krafa yrði nú æ há- værari, að ísland fengi eigin siglingafána í stað „skattlands- svuntunnar", svo sem Bjarni Jónsson frá Vogi kallaði fána þann, er konungur hafði veitt okkur til heimilisnota og innan um deiluatriði varðandi samband íslenzkrar landhelgi árið 1913. Þegar í upphafi styrjaldarinn- ar hafði einn íslenzkur þing- maður, Guðmundur Bjömsson landlæknir drepið á þá hættu, serri fslendingum stafaði af her- varnarrétti Dana á íslandi. „Ef Danir lenda í ófriði, verður danski fáninn oss ekki bjarg- vættur, heldur meinvættur", sagði landlæknir í þessari miklu ræðu. Óttinn við að Danmörk muni dragast inn í styrjöldina og ísland yrði þannig „hernað- araðili" ýtti mjög undir kröfúr fslendinga um íslenzkan sigl- ingafána. íslenzkur siglinga- fáni var ekki aðeins tákn þess pólitíska sjálfsforræðis, er ísland hafði heimt í reynd fyrir ytri atburðarás, heldur skyldi hann einnig tjá þá ætlun landsmanna að lýsa yfir hlutleysi íslands í átökum stórveldanna, þótt svo færi að danska ríkið yrði styrj- aldaraðili svo sem orðið hafði á dögum Napóleons í upphafi 19. aldar. Þessar hugmyndir koma skýrt í ljós í umræðum á al- þingi 1917 þegar lögð var fram þingsályktun um fullkominn siglingafána. Þessi tillaga var samþykkt einum rómi með nafnakalli. En þegar Jón Magnúseson for- sætisráðherra lagði þessa þings- ályktunartillögu fyrir konung í ríkisráðinu hreyfði forsætisráð- herra Dana andmælum gegn þessu á þeim grundvelli, að reglur um ríkisfánann og not- kun hans heyrðu undir dönsk stjórnarvöld, en kvað Dani vera fúsa til að semja við íslendinga Frá útihátíðinni í Reykjavík 1. des. 1918. DAGFARI 7

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.