Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 16

Dagfari - 01.12.1961, Qupperneq 16
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi skrifar: Tekið í blökkina. Fært hefur í letur Jónas Árnason. Útgefandi: Setberg. Þetta eru endurminningar Jóngeirs Davíðssonar Eyrbekks, sem er þó ekki frá Eyrarbakka og e'kki einusinni úr Skaga- firði — þótt hann hafi ævinlega sagzt vera þaðan — heldur er hann upprunninn í Eyjafirði, en var lengi sjómaður allt í kringum ísiand, seldi síðan þann fisk sem aðrir veiddu og gerðist að lokum fornsali „í hjarta Hafnarfjarðar". Hinsvegar tókst honum aldrei að verða sprúttsali, af því hann drakk allt vínið sjálfur. í viðbót við sjómennskuna var hann lengi'mikill slagsmálahundur og drykkjumaður með afbrigðum og sérfræðingur í því að lenda í lífsháska. í bókinni eru nokkrar myndir af Jóngeiri Davíðssyni Eyrbekk — allt frá því hann er lítill drengur á matrósafötum þangað til hann er orðinn þrjú hundruð punda kjötfjall með bilaða fætur og staf i hendi. Maður fylgist með því á myndunum, hvernig hann gerist sí- fellt feitari með árunum og æ ólíkari drengnum á matrósafötunum. En eitt er það, sem ekki breytist — augun í manninum. Það er alltaf í þeim blik og glampi, sem sýnir ótvírætt að Jóngeir Davíðs- son hefur til að bera lífsgleði og er léð skyn á broslegu hliðarnar í heiminum. Og það er einmitt þetta gamanskyn, sem ljær bókinni lit og blæ. Þetta er opinskár maður, sem talar af sama hispursleys- inu um galla sína og kosti, man kynstrin öll af spaugilegum atvik- um og hefur skemmtisögur jafnan á hraðbergi. Bókin er i einu orði mjög kímileg. En hún er auk þess fróðleg heimild um sjó- menns'ku og sjómannalíf; og það er iangt siðan ég hef lesið skruddu, sem eigi annað eins erindi við Orðabók Háskólans. Já, Jónas Árnason færði þessar endurminningar í letur. Og vita- skuld er skemmtun þeirra honum að þakka, ekki síður en sögu- manni sjálfum. Það er hann sem færir sögurnar í stílinn, byggir þær upp og gerir úr þeim list. Og margar setningarnar eru ber- sýnilega ekki komnar úr túlanum á Jóngeiri, heldur úr pennanum hans Jónasar — þótt hann hafi eflaust borið það allt saman und- ir þulinn. Þannig tala blaðamenn og rithöfundar við fórnarlömb sin. Tekið í blökkina er sosum ekki djúp bók, og hún situr víst ekki lengi í manni. En hún er með fádæmum cKemmtileg — á meðan hún er. Við opinn La eftir Stein Steinarr. Útgefandi: Bókaútgáfa Mennigarsjóðs. Steinn Steinarr var skæð tunga. Af þessari litlu bók, þar sem Hannes Pét- ursson hefur safnað saman rrtegni þess er hann ritaði í óbundnu máli, verður einnig fullljóst að hann var skæður penni. Sumar þessar greinar eru ekki skráðar með bleki, helöur eitri og galli; en það er alltaf svolítið glugga. mál VIÐ OPINN GLUGGA mótefni í eitrinu og dálítil sætindi í gallinu — þannig að metallinn verður ekki banvænn. Þeir, sem þekktu Stein Steinarr náið, segja að þarna sé hann lifandi kominn. Hann skrifaði eins og hann var — og stíll hans þoldi það. Steinn Steinarr rækir ekki flóknar hugsanir eða langar rö’kleiðsl- ur. Hann er maður hinnar neyðarlegu athugasemdar, hins odd- hvassa háðs. Allar greinarnar eru stuttar, sumar örstuttar, ramm- gerar eins og Ijóð hans. Engin þeirra flytur stórt efni; og maður segði víst ekki, að þær væru skrifaðar af anda eða sýn. Þær eru langflestar, eins og útgefandi segir í Inngangsorðum, „ritaðar af á- kveðnum tilefnum, aldrei langsóttum, og margar þeirra nokkurs konar hólmganga við eitt og annað í samtíð" höfundarins. Þetta eru skylmingar og spjótalög; en þess ber að geta, til að fullnægja öllu réttlæti, að stundum bregður Steinn vopni af þeirri ástæðu einni, að einhver liggur vel við lagi. Enginn mun lesa þessa bók án þess að reka upp góðan hlátur margsinnis; og brosið er sjaldnast dáið á vörum lesandans, þegar það sér ástæðu til að íæðast að nýju. Við opinn glugga er sem sé öldungis bráðskemmtileg bók. En hún sýnir okkur fram á fleira en fyndni höfundarins og nístandi háð hans. Hún birtir til dæmis hugrekki hans — þetta ófyrirleitna hugrekki sem engu þyrmir, eí því er að skipta. Þetta hugrekki sendir hann til atlögu gegn heil- ögu stórveldi eins og herra Sigurði Nordal, ekki síður en gegn kotríki eins og Filippíu okkar Kristjánsdóttur. Þessi blessaði tyrðill, sem kvað hafa átt í h'þggi við ýmislega komplexa alla ævi, var reyndar veruleg manneskja -— en ekki skriðkvikindi á hnot- skóg eftir velþó'knun og vinsgeldum. Aðrar bækur eru barmafullar af hárri og djúpri heimspeki og ætla sér að valda örlögum. Þessi bók er hinsvegar aðeins full af listilegum manni.. Síðustu þýdd ljóð. Eftir Magnús Ásgeirsson. Útgefandi: Bókaútgáfa Menningars jóðs. Þegar farið var að skoða í fórur Magnúsar Ásgeirssonar látins, fundust l>ar nokkrar ljóðaþýðingar og þýðingabrot sem ekki liöfðu komizt á prent meðan hann lifði. Guð- mundur Böðvarsson skáld hefur nú búið þessar þýðingar til prentunar; og er það sú bók sem hér um ræðir — að viðbœttum nokkrum „lausavísum“, sem birtust í Helgafelli, og einu kvæði til leiðréttingar sóðaútgáfu þeirri á Kvæðasafni Magnúsar sem Tóinas Guðmundsson „sá um“ fyrir skemmstu. Þetta er litið kver, aðeins 77 blaðsíður; af þeim taka þýðingarnar sjálfar einungis 48 siður, en Formáli útgefandans er 20 blaðsíður. Bókin er í sama broti og þýðingasöfn Magnúsar voru á sinni tíð, í geðfelldu bandi og livarvetna snotur á að sjá. Magnús Ásgeirsson er þvilíkur höfuðsmaður í íslenzkri ljóða- gerð á öldinni, að hvert „nýtt“ verk frá hendi hans vekur i senn forvitni og fögnuð. Ilvað mundi þá um lieila bók, þar sem frumhöf- undar eru meðal annarra afbragðsmenn sem Hjalmar Gullberg, Gabriele Mistral, Goethe, överland, Bcrtil Malmberg og Edgar Lee Masters? Eins og ég sagði er sumt af þessum þýðingum brot ein og aðrar ekki fullgerðar; en hér er þó á ferðinni ný bók frá Magn- úsi Ásgeirssyni. Og hún er vitaskuld einkennd þeim gerðarbrag máls og stíls, sem liann léði jafnan verki sinu. Það getur að sjálfsögðu verið sjón- armið, að þýðtidi samsamist svo livérju viðfangsefni sinu að per- 16 ÐAGRARI

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.