Dagfari - 01.12.1961, Page 18

Dagfari - 01.12.1961, Page 18
Saungurinn má ekki þagna Hví skyldum við ligg'ja í dvala þegar ferð okkar er aðeins ein? Hversvegna ekki rísa upp og mótmæla þegar okkur er misboðið? Við skulum öll mótmæla. Spreingið ekki kjarnorkuspreingjur. Brennið ekki jörðina, þar sem lífið grær. Hugsið til ntilljónanna, sem gánga til vinnu hvern morgun og gánga heim að kvöldi í von um hamíngju. Hugsið til allra eiginkvenna og dætra sem sýsla í eldhúsi og gánga um kyrrlátar stofur, takið eftir bláum og hvítum svuntum þeirra. Minnist sona ykkar á leið til knattspyrnuvallarins eða fagnaðar þeirra yfir nýju reiðhjóli. Spreingið ekki. Hlustið á saung jarðarinnar, þegar hjörtu únglínganna titra af ást, og gleðin fer léttstíg um leynigötur vornæturinnar. Spr ángið ekki. Hugsið til bóndans, sem beitir hjörð sinni á lýngivaxnar heiðar. Minnist konunnar, sem strýkur júgur vinu sinnar kýrinnar á kyrrlátu vetrarkvöldi. Gleymið ekki ærslum únglínganna, leikjum folaldanna eða hrekkjabrögðum kattarins. Spreingið ekki kjarnorkuspreingjur. Eitrið ekki jörðina, þar sem lífið grær. Minnist þess að við erum líf jarðarinnar og við erum öll mikilsverð. Berið virðingu fyrir manninum, hinum hversdagslega óþekkta manni án tillits til litar, þjóðernis, atvinnu eða trúarbragða. Við skulum öll mótmæla. Spreingið ekki. Minnist orða gamla Einsteins, sem hrópaði yfir heimsbyggðina: Vetnisspreingjan er leikfáng djöfulsins. I guðs bænum spreingið ekki. Minnist þeirra sem hafa starfað hér á undan okkur, eins og hinna sem enn hafa ekki fæðst. Hlustið á saung jarðarinnar, hafsins og vindanna og minnist þess að saungurinn má ekki þagna. Jón frá Pálmholti I flestum bókum Laxness eru saman slungnir á dularfullan hátt þættir raunsæis, táknmáls og mystíkur. Yfirborð verka hans flestra er markað miskunnar- lausu raunsæi og söguhetjur hans álíka raunverulegar og grannar okkar. Jafn- framt eru þessar persónur tákn- rænar — gervingar ákveðinna eiginda þess fyrirbæris, sem kallast íslenzk þjóð. Það er ó- þarfi að nefna dæmi eins og ein- yrkjann Qjart, alþýðuskáldið Ólaf Kárason eða svartan snær- isþjófinn Jón Hreggviðsson. Symbólík hefur ávallt verið rík- ari þáttur í verkum Laxness en virzt gæti í fljótu bragði og hefur farið vaxandi í síðari bókum hans. I þessu samspili tákna og raunsæis hefur svo áv- allt brugðið fyrir — líkt og leiftrum — dulúðugum, kynngi- mögnuðum, nær ójarðneskum myndum — ástmeyjum skáld- anna Ólafs og Þormóðar, sam- bandi Álfgríms og Garðars Hólms. Sá er einn eiginleiki sym- bólskra verka, að þau vekja les- anda sinn eða áhorfanda til um- hugsunar. Hverjum er frjálst að ráða táknmál þeirra á sinn sér- staka hátt. Sumt lætur annan ósnortinn, sem hinum er merki- leg opinberun. Veikleiki slíkra verka er sá, að þau hljóta þá fyrst gildi, er tákn þeirra hafa tekið á sig raunverulega mynd fyrir hugskotssjónum manna, og við hvert fótmál liggja hættur oftúlkunar og rangtúlkunar. Flest tákn symbólskra verka má og ráða á margan veg. Þá er verk ekki lengur táknrænt, sem slegið verður fastri merkingu þess. Ég fæ með engu móti skilið né skýrt Strompleikinn nema sem symbólska ádeilu. Symból um hvað? Ádeila á hvað? Enginn er þess fær að svara endanlega spurningum um ráðn- ingu tákna í slíkum verkum. Þann leyndardóm geyma skáldin ein og munu þó sjaldnast hafa gert sér grein fyrir öllum hugs- anlegum túlkunum. Ádeila Strompleiksins er skýr og Ijós: Beinist að rotnun og spillingu í samfélagi manna á miðri tuttugustu öld. Hér skulu engar ráðningar symbóla í leikritinu fram færð- ar, en benda má á nokkrar hliðstæður við raunveruleik okk- ar tíma. Hver og einn getur síð- an spurt sjálfan sig, ráðið tákn- mál verksins á sinn hátt. ¥ Strompleiknum er markaður sá staður í tíma og rúmi, að hann gerist í norðlægu landi á miðri tuttugustu öld. Hvergi segir beinum orðum, að hann gerist á íslandi. Hér má nota íslenzk staðarheiti, í öðrum stöðum önn- ur. íbúð' mæðgnanna er svo lýst: „Niðurníddur herbraggi úr stríðinu . . . Grábleik tötraleg texþil. Málverk af útlendum skógi, tilviljanlegt og sam- bandslaust við umhverfið, fórur úr þrotabúi borgaralegs heimilis utan af landi. Önnur veggja- prýði: myndir af filmstjömum og prinsessum uppfestar með teikni- bólum . . . “ Að hve miklu leyti á þessi lýsing hliðstæðu í íslenzku menningarumhverfi og samfé- lagi? Getur þessi hrjálega vist- arvera verið tákn um andlegt ástand og menningu þjóðar, sem skyndilega hreifst með flóð- bylgju heimsstyrjaldarinnar og hefur enn ekki reist hús í stað þess, er hún yfirgaf úti á landi? Á þessi lýsing sérstaklega við ísland eða allar þjóðir á norður- hveli jarðar? Tákn hvers eru þær mæðgur, er byggja þvílíkt umhverfi? Móðirin er stolt af fortíð sinni, ætt og faktorsstandi. Dóttir hennar skal hljóta frama í sam- félagi manna, þótt það svo kosti glæ, Islendingar eru stoltir af fornri menningararfleifð og sögu. Svo mun raunar háttað um flest- ar þjóðir hins norðlæga heims. Sú kynslóð, sem hér kveður senn völd, er hreykin af eigin verkum og feðra sinna. Að hve miklu leyti eru hliðstæður milli hennar og ógæfusamrar, stoltrar og metnaðarfullrar móð- ur Strompleiksins? Um dótturina segir Innflytj- andinn: „Hef ég kanski ekki altaf sagt að hún væri þess- konar beibí sem er blátt áfram sköpuð fyrir stórveldin!" Þrír menn koma mest við sögu þeirra mæðgna: Útflytjandinn, Fiskhaus & Co, og Innflytjand- inn, Sjálflýsandi kattarhaus. Þeir tveir berjast um hylli dóttur- innar. Annar mokar til henn- ,ar fjármunum. Hinn færir henni þungar byrðar varnings. Þriðji maðurinn er söngprófessor, litlu betur settur þeim mæðgum, við- líka óekta, en samt sá maður, sem helzt á trúnað Ljónu og sýnir henni trúnað. Væru þær mæðgur symból nokkurrar lítillar, fátækrar þjóð- ar í annarlegu menningarum- hverfi og dóttirin sköpuð fyrir stórveldin, gætu þá aðfarir Fiskhauss og Kattarhauss verið táknrænar um siðlausa baráttu 18 DAGFARI

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.