Dagfari - 15.04.2003, Blaðsíða 2

Dagfari - 15.04.2003, Blaðsíða 2
Stríð fyrir þig Ávarp flutt á mótmælastöðu við Stjórnarráðið þann 12. apríl 2003 Fyrir rétt um 43 árum fæddist höfundur þessarar greinar í Bandaríkjum norður Ameríku (BNA). Sú þjóð hafði þá, í framhaldi af góðum árangri í síðari heimstyrjöldinni, talið það skyldu sína að skerast í leikinn á Kóreu- skaga og þar hélt hún úti stríði í um 3 ár á forsendum frelsis og án rétt- mætrar aðkomu Sameinuðu þjóðanna (SÞ). McCarthy stóð á hliðarlínunni. Þjóðin var þá að hlaða undir hina svokölluðu Dómínó kenningu sem síðar varð skálkaskjól það er réttlætti áframhaldandi hemaðaríhlutun í suð-austur Asíu og árið 1964 sviðsetti hún Tonkin-flóa „atvikið“ sem notað var sem átylla til hemaðar í Víetnam. Þá vom rökin þau að „hinn frjálsi heimur“ yrði að verjast á öllum vígstöðvum gegn „heimsvaldastefnu alræðisstjórnar kommúnista" og ógn þeirra við „frið og frelsi“. Því fór sem fór og þegar upp var staðið höfðu rúmlega 58 þúsund bandarísk ungmenni verið drepin. Nöfn þeirra má nú lesa á u.þ.b. 200 metra löngum vegg, minnismerkinu um Víetnam stríðið í Washington D.C. í landi einu í mörg þúsund kílómetra fjarlægð voru menn sem réru öllum ámm í stuðningi sínum til réttlætingar þessu stríði. Þótt að níu af hverjum tíu sem dóu væm óbreyttir borgarar, börn, konur, karlar, afar, ömmur, barna- börnin sem ekkert, ekkert höfðu gert á þeirra hlut. Þeir fóru hörðum orðum um þá sem voru ekki sammála og kölluðu þá m.a. óvini hins frjálsa heims. Þessir menn voru íslenskir þingmenn, þeir vom íslenskir ráðherrar, þeir vom ritstjórar Morgunblaðsins. Það sem þeir fjölluðu um sín á milli og á síðum blaðsins var frelsanir óvinaþorpa úr höndum kommúnista. Það sem þeir fjölluðu aldrei um er að hinn 200 metra langi veggur er í raun 8500 metra langur þegar nöfn „hinna”, þ.e. þeirra þriggja milljóna víetnama sem líka voru drepin eru talin með. Menn sem réttlæta stríð Enn á ný er hafið stríð í nafni frelsis. Nú sem þá eru það ekki börn ráða- manna í BNA sem verða drepin, heldur að stórum hluta háskólanemar hverra eini möguleiki til menntunar á háskólastigi er að ganga í varalið hersins. Nú

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.