Dagfari - 15.04.2003, Blaðsíða 10

Dagfari - 15.04.2003, Blaðsíða 10
Ekki í okkar nafni! Avarp flutt á mótmœlastöðu við Stjórnarráðið þann 19. apríl 2003 Frá upphafi töluðu Bandaríkjamenn um stríðið í frak eins og það væri töluvleikur. Á fyrsta borði er sprengt úr lofti - skapaður eins mikill ótti og eins mikil eyðilegging og mögulegt er. Á öðru borði var farið niður á jörðina. Fólk drepið í návígi. Óttinn herrtur til muna. Við erum nú stödd á þriðja borði. Þar tekur sá sem á leiknum heldur öll völd í sínar hendur. Markmiðið er að vemda það sem máli skiptir en leyfa þó eyðileggingunni að blómstra. Það er ekki á starfssviði innrásarliðsins, hinna nýju valdhafa, að vernda fólk, eigur þess og ástvini. Heldur ekki óbætanleg menningarverðmæti. í liðinni viku horfðu hinir nýju varðliðar, sem fylla götur Bagdad í nafni lýðræðis og öryggis, upp á það þegar þjóðskjalasafn og þjóðminjasafn íraka voru lögð í rúst. Öllu lauslegu var stolið eða kastað á eld. Merkilegustu skjöl og fornmunir mannkynssögunnar heyra nú sögunni til í orðsins fyllstu merkingu og verða aldrei endurheimt. Saga þjóðanna fyrir botni miðjarðarhafs verður aldrei söm á eftir, saga þess svæðis sem kallað hefur verið vagga heimsmenningarinnar. Um sama leyti og söfnin tvö voru lögð í rúst barst sigri hrósandi tilkynning frá Pentagon - búið væri að ná valdi á öllum olíulindum landsins. Engu máli virtist skipta hversu mörgum mannslífum var fórnað fyrir þær lindir. Ef tölvuleikurinn hefði gerst á íslandi hefði sprengju verið kastað á Árnastofnun. Ekki nokkur einasta handritstætla eftir. Á þjóðminjasafni íraka voru m.a. varðveittar fyrstu tilraunir mannsins til að skrifa - til að tjá sig skynsamlega. Eins og hendi væri veifað eru þær að engu orðnar og maður getur ekki annað en óttast að sjálf skynsemin hafi horfið með þeim.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.