Dagfari - 15.04.2003, Page 3

Dagfari - 15.04.2003, Page 3
sem þá verður mest mannfall meðal óbreyttra borgara og níu af hverjum tíu sem deyja verða úr hópi þeirra. Og nú sem þá, í landi einu í inörg þúsund kílómetra fjarlægð eru menn sem róa öllum árum að því að réttlæta þetta stríð. Þeir fara hörðum orðum um þá sem eru ekki sammála. Þessir menn eru íslenskir þingmenn, þeir eru íslenskir ráðherrar, þeir eru ritstjórar Morgunblaðsins. Þessir menn eru hinir sörnu enn í dag þó nöfnin hafi breyst. Þótt níu af hverjum tíu sem munu deyja verði börn, konur, karlar, afar, ömmur, barna- börnin sem ekkert, ekkert hafa gert á þeirra hlut. Þeir halda áfram að leggja til að bandarísk ungmenni verði notuð í verkið. Nú skal drepið í þágu mál- staðar sem er svo fráleitur að málsvarar hans hafa skipað sér á bekk með firrtustu mönnum sögunnar. Það sem þeir nú fjalla um sín á milli og á síðum blaðsins eru árásir sem gerðar eru á „skotmörk" (sjá fjölmargar fyrirsagnir og fréttir í Mbl. síðustu daga) og það er rétt og það er gott vegna þess að íslendingar og allur heimurinn er í hættu. Af öllum þeim manngerðum sem búa á þessari jörð er þetta sú huglausasta og griinmasta. í stað þess að for- dæma skipulögð dráp á þúsundum óbreyttra borgara þá taka þeir sér stöðu gegn lífinu og með dauðanum. í hæfilegri fjarlægð. Ekki nóg með það. I stað þess að ganga fram sjálfir og senda sína eigin styðja þeir að ungmennum annarra landa verði fórnað. Fremur þægilegt, ekki satt. Bleyður á ráðherrastólum Það eru vandfundnir aumari menn en þær bleyður sem nú sitja á ráðherra- stólum, á þingmannastólum, á ritstjórastólum og styðja þetta stríð, að ekki sé nú talað um þá stuðningsmenn sem sitja heima í stofu á sínum sjálfvirku „Letiblóðsstólum“ og fylgjast með þessum harmleik af tæknilegum áhuga. Þeir hafa aldrei og munu aldrei reka höfuðið upp úr sandinum og viðurkenna viðbjóðinn. Þeir hafa aldrei kynnst af eigin raun þeim mönnum sem dóu. Þeir hafa aldrei kynnst þeim sem snéru aftur með slík ör á sálinni að aldrei bættist skaðinn, ör sem með tímanum sviptu þá fjölskyldunni, vinunum, vitinu og oft lífinu. Slík ör bera allir eftirlifendur stríða hvort sem um er að ræða „sigurvegara“ eða „sigraða”. Þetta eru að sjálfsögðu ekki frekar en börnin, „skotmörkin“ í fyrirsögnum og fréttum Morgunblaðsins, heldur óþægileg staðreynd sem best er að þegja um. Stríðið sem nú geisar er eins og önnur stríð, stríð milli góðs og ills, milli

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.