Dagfari - 15.04.2003, Qupperneq 7
Kveðja til friðarfunda
I tilefni af samkomum friðarsinna á
ísafirði og á Akureyri, 29. og 30.
mars, sendi miðnefhd SHA frá sér
eftirfarandi kveðju til fundanna:
Miðnefnd Samtaka herstöðvaand-
stæðinga sendir mótmælafundinum
baráttukveðjur. Rödd almennings á
Islandi þarf að heyrast í hljómkviðu
almennings um allan heim sem
mótmælir innrás í Irak. Þessi
hernaður stangast á við vilja
Sameinuðu þjóðanna, ákvæði Genfar-
sáttmálans um vernd óbreyttra
borgara á stríðstímum og óskir
almennings um allan heim um frið-
samlega lausn.
Þessi hernaður er liður í heimsvaldastefnu
árásargjarns herveldis sem alltaf og ávallt virðist kjósa stríð frekar en
frið.Engin siðmenntuð þjóð getur stutt slíkan hernað, en samt sem áður hefur
ríkisstjórn íslands kosið að skipa þjóðinni í hóp útlagaríkja sem virða ekki
alþjóðalög og gert okkur meðsek í stríðsglæpunum.
Ríkisstjórn íslands smánar hugtök á borð við frelsi, lýðræði og öryggi, með
því að tengja þessar fögru hugsjónir við vopn, dauða og lögleysu. Við
mótmælum athæfi ríkisstjórnarinnar og þessum hernaði sem háður er í okkar
nafni. Sýnum almenningi í írak samstöðu, sýnum samstöðu með fólki sem
ekki vill láta myrða sig í nafni frelsis og lýðræðis.
Miðnefnd