Dagfari - 15.04.2003, Page 9
Ályktun frá fundi vestfirskra friðarsinna
Fundur friðarsinna á Vestfjörðum, haldinn í Edinborgarhúsinu á ísafirði
laugardaginn 12. apríl 2003, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun
forsætisráðherra og utanríkisráðherra að lýsa stuðningi þjóðarinnar við
stríðsrekstur Bandaríkjamanna og Breta í Irak. Fundurinn átelur þau
gerræðislegu vinnubrögð ráðherranna að gefa út slíka yfirlýsingu án
samráðs við þing eða utanríkismálanefnd. Ráðherrunum mátti auk þess vera
það ljóst að stuðningsyfirlýsing við þessar aðgerðir gekk þvert gegn vilja
meginþorra almennings í landinu. Ef Island á að geta talist lýðræðisríki,
verða yfirvöld landsins að virða lýðræðið í stað þess að traðka á því með
þessum hætti.
SHA ísafirði
Alyktun frá Samtökum herstöðvaandstæðinga
Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla harðlega áformum ríkisstjórnar
Danmerkur um að gera herstöðina í Thule að hluta að geimvarnaráætlun
Bandaríkjanna.
Ljóst er að þessi áætlun mun hrinda af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi og
brýtur í bága við alla helstu sáttmála um kjarnorkuvopn.
Með því að sniðganga grænlensk yfirvöld í tengslum við þessa
ákvarðanatöku eru dönsk stjórnvöld ekki aðeins að sýna Grænlendingum
fádæma lítilsvirðingu, heldur eru þau að hundsa réttmæta kröfu grænlenskra
stjórnvalda um að aðstaða Bandaríkjanna í Thule verði ekki notuð til að
byggja upp vígbúnað sem ógni heimsfriðnum.
SHA