Dagfari - 15.04.2003, Síða 11

Dagfari - 15.04.2003, Síða 11
Það er óbærilegt að horfa upp á þetta yfir þveran hnöttinn og geta engu breytt. Enn óbærilegra er þó að horfa upp á næsta stríðstölvuleik í smíðum. Enn falla sprengjur í írak og enn falla sprengjur í Afganistan þegar sjónum heimsins er fyrirvaralaust beint til Sýrlands. Skyldu þeir ekki eiga gereyðingarvopn? Skyldu þeir ekki skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn? Hvorugt fundu þeir að vísu í frak en leitinni skal haldið áfram. En hversu lengi, spyrjum við. Hversu lengi? Þær milljónir ferðamanna sem heimsækja Aþenuborg á hverju ári leggja leið sína á Akropolis-hæð, þar sem helgustu minjar frá tímum Fom-Grikkja standa enn. Raunar ekki óskemmdar, og mestum skemmdum ollu fallbyssukúlur Tyrkja í frelsisstríði Grikkja á 19. öld. Skömm Tyrkja - fyrir að hafa eyðilagt það sem veðrun þúsunda ára hafði hlíft - verður aldrei afmáð. Það sama má segja um minjarnar í írak. Skömm Bandaríkjamanna fyrir að hafa ekki staðið vörð um elstu menjar mannkynsins um menningu, samskipti og vit - mun aldrei gleymast. Það eina sem mögulega getur dregið úr henni væri að þeir sýndu sjálfir af sér menningu, vit og vilja til samskipta - hlustuðu á sífellt háværari raddir friðarsinna um allan heim sem æpa á friðsæla, vitræna lausn á þeim vanda sem blasir við - en legðu ekki upp í enn einn stríðsleikinn. Stríðsleik sem minnir mest á óvitrænan tölvuleik þar sem ekkert er í húfi. Einnig þetta var gert í nafni íslands. En að okkur forspurðum og gegn vilja okkar og því segjuin við: EKKI í OKKAR NAFNI! Sigþrúður Gunnarsdóttir

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.