Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 2
HORFT FRAM Á VEGINN Hebreabréfið 11.16. "En nú þráðu þeir betri ættjörð, það er að segja himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim." 30. Aðalfundur Sjöunda dags aðventista á íslandi er ný afstaðin og á margan hátt blasa ný viðhorf við starfi Samtakanna. Undir leiðsögn Guðs og með ötulu starfi, unnu af þrautseigju og mikilli framsýni hefur fráfarandi stjórn og forysta og aðrir vel- unnarar starfsins staðið þannig að málum að möguleikar á nýjum á- föngum innan starfsins eru innan seilingar í ríkari mæli en oft áður. Hægt væri að nefna bygg- ingu nýja skólans og menningar- miðstöðvarinnar í höfuðborginni sem ég fastlega trúi að verði starfinu mikil lyftistöng. Einnig mætti nefna tvíeflda viðleitni að Hlíðardalsskóla þar sem takmark- ið er að sá staður mætti þjóna söfnuðinum og þjóðinni allri mun betur en verið hefur. Einnig mætti nefna aukningu í hópi starfsmannanna. Nú eru fleiri sem geta helgað sig boðunar- starfinu og þjónustu við söfn- uðina en e.t.v. nokkur tíma áður. En þrátt fyrir allt þetta viður- kennum við að stjórnendur og stofnanir hafa takmarkaða þýð- ingu samanborið við söfnuðina sjálfa. Ný viðhorf sem valda straumhvörfum og hafa veruleg áhrif skapast ekki af utanað- komandi áhrifum eða áróðri held- ur fæðast þau hið innra með meðlimum safnaðarins. Stofnanir fá engu áorkað, leiðtogar koma litlu í verk án þess neista af hugsjón sem kviknar og brýst fram hjá einstaklingnum sjálfum, neista, sem er tendraður af Anda hins eilífa Guðs. Þar skapast ný viðhorf. Þar er að finna hinn trausta grundvöll gagngerðra breytinga og endurbóta. Þar er að finna kraft sem brýtur öll höft hefða og hindrana til að sækja fram og finna nýja leið. Ellen G. White segir: "Ég þrái svo mjög að sjá hið gangera verk Anda Guðs. Mun hann nokkurn tímann koma inn í raðir okkar eins og hann kom fyrr á tímum?" Svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu Jes 57.15." Við eigum á meðal okkar hina fullorðnu sem axla byrði safnaðarstarfsins, hina eldri, sem hafa borið hita og þunga dagsins á liðnum tíma, og glæsilegan hóp ungmenna sem brátt munu bera meiri ábyrgð í Iífi og starfi safnaðarins. Ný viðhorf skapast þegar Andi Guðs sem tekur sér bústað í hjarta einstaklinga, fær að lífga allt starf safnaðarins þannig að hver og einn nýti þá hæfileika sem honum hefur sérstaklega verið trúað fyrir og sameina viðleitni okkar allra. Við höfum öll sameiginlegt áhugamál. Við þráum öll betri ættjörð, þá himnesku. Þá borg sem Guð hefur búið öllum þeim sem á hann vona. Guð kallar okkur í dag til þess að snúa bakinu við heiminum og saman stefna að því takmarki sem framundan er. Kæru systkini. Biðjum fyrir söfnuðinum og starfinu í heild sinni. Biðjum fyrir þeim sem hafa tekið á sig ábyrgðarstöður innan starfsins. Biðjum fyrir stofnunum okkar og starfsfólki þeirra. Biðjum fyrir þeim sem bera sinn daglega vitnisburð fyrir skapara sinn og frelsara. Og Drottinn mun ríkulega blessa starf sitt. • Eric Guðmundsson BÓK UM TRÚAR- ATRIÐI SDA í maí 1988 kemur út bók í Bandaríkjunum sem fjallar um grundvallartrúaratriði Sjöunda dags aðventista. Bókin ber titilinn: Trúaratriði Sjöunda dags aðventista. Mun bókin verða send öllum prestum sem keypt hafa tímaritið Ministry og tilheyra ekki söfnuðum Sjöunda dags að- ventista. Einnig verður reynt að koma bókinni i sem flest stærri bókasöfn í heiminum. VEGURINN TIL KRISTS Árið 1892 kom út í fyrsta sinn bókin "Vegurinn til Krists." Hún er ein af fyrstu bókunum sem Ellen G. White skrifaði eftir aðalfund samtakanna í Minnea- polis árið 1888. HJARTAUPPSKURÐIR í ZIMBABWE Fjórtán læknar, hjúkrunar- fræðingar og tæknifólk komu frá læknamiðstöð Loma Linda háskól- ans í Bandaríkjunum, til Par- irenytatwa sjúkrahússins í Har- are í Zimbabwe til að fram- kvæma hjartauppskurði. ÚTVARPSKIRKJUR í SOVÉTRÍKJUNUM í Sovétríkjunum eru til í dag um 40 þúsund útvarpskirkjur. Þannig geta um 40 þúsund fjöl- skyldur komið saman ásamt vin- um og kunningjum og hlýtt á boðskapinn frá kristnu út- varpsstöðinni FEBC. Síðan í október hefur útvarpsstöðin sent út dagskrá á rússnesku frá þremur af sínum 1000 watta sendum. Aðventfréttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.