Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 15

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 15
© líklegt að við munum uppgötva að Drottinn er að færa okkur tæki í hendurnar sem mun gera okkur kleift að að ná til almennings gegnum leiðir sem okkur hefur deymt um en aldrei fyrr haft möguleika á að gera að veruleika. Það er sannarlega að renna upp nýr dagur í boðunarstarfi okkar þegar við getum boðað boðskap okkar í vikulegum sjónvarps- þáttum." Biðjum fyrir þessu mikilvæga brautryðjendastarfi. ÚTVARPSSENDINGAR AÐVENTISTA ASÍUDEILD Þegar fellibyljir skullu á eyjunni Guam þann 12. og 13. janúar s.l. gat útvarpsstöð aðventista haldið áfram starfrækslu sinni þrátt fyrir að vindstyrkurinn næði 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þegar straumurinn rofnaði tók það aðeins 30 sek. áður en vara- rafstöðin, sem notuð er í neyðar tilvikum, var komin í gang. ALABANÍA - TRÚAR- LEG NÖFN BÖNNUÐ Yfirvöld í Alabníu hafa lýst því yfir að nöfn gefin börnum verði að vera í fullu samræmi við guðleyisstefnu stjórnvalda. Árið 1967 voru trúarbrögð bönnuð í Albaníu. Samkvæmt tölfræði- legum upplýsingum Brittanica frá 1980 skiptast íbúar Albaníu, sem eru um þrjár milljónir, á eftir- farandi hátt hvað varðar trúar- skoðanir: 55.4 % eru "ekki trúhnegðir", 18.7 % eru "guð- leysingjar", Múhameðstrúarmenn telja 20.5 % íbúa en kritstnir menn 5.4 af hundraði. 10.000 AÐVENTSKÁ- TAR frá sjö samböndum munu sameinast á skátamóti sem haldið verður að Agapa Farms, Pennsylvaníu, Bandaríjunum, 7,- 12. ágúst, 1988. MINNING Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir f. 31. 08. 1903 d. 21. 04. 1988 Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir fæddist 31. ágúst 1903 að Stóru- Vatnsleysu, Kálfatjarnarhreppi. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson og Guðrún Filippusdóttir. Að systkinum til átti Guðrún eina systur, Jónínu - Jónu Heiðar, eins og við þekkjum hana. í foreldrahúsum ólst Guðrún upp, lauk barnaskólanámi í heimabyggð, fór árið 1923 til Reykjavíkur, vann þar fyrir sér við saumaskap og varð útlærð saumakona. Árið 1930 hóf hún hjúkrunarnám. Að því loknu vann hún fyrst í stað við Lands- spítalann en fór þá til Dan- merkur til að fullnuma sig frekar í starfsgrein sinni, þar vann hún við St. Hans Hospital, Hróar- skeldu og Köbenhavns Amts Sygehus, Gentofte, sem voru á þeirri tíð hvað fremst í sinni röð. Að því loknu heim hvarf hún heim á ný og fór þá til starfa við Landsspítalann. Árið 1937 var hún ráðin sem bæjar- hjúkrunarkona til Vestmanna- eyja. Þar gekk hún að eiga Jón Ólafsson útvegsbónda frá Hólmi, Vestmannaeyjum. Þau eignuðust einn son barna, Ólaf Jónsson rafvélavirkja og brunavörð. Hann lifir móður sína. Mann sinn missti Guðrún árið 1946, flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Þar starfaði hún lengst af við sjúkrahúsið Sólheimar og síðan við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur uns hún lét af störfum. Á síðari árum hnignaði heilsufari systur Guðrúnar. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún að Kumbaravogi, Stokkseyri og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi 21. apríl s.l. sem var sumardagurinn fyrsti. Útför hennar var gerð frá Fossvogs- kapellu 6. maí s.l. og veitti undirritaður þá þjónustu. Þessi kona var heilsteypt og traust í tryggðum, hæversk, lagði öðrum aldrei illt til, en dvaldi jafnan við það sem fagurt var og göfgandi og mannbætandi. í því starfi var hún vel látin og eftirsótt. í söfnuð okkar gekk hún árið 1951 og fylgdi honum upp frá því. í harmi og sjúk- leika kvartaði hún aldrei, heldur setti traust sitt á Hann, sem lyftir og veitir styrk í hverri raun. Ástvinum hennar tjái ég innilegustu samúð. Blessuð sé minning hinnar látnu systur. • Jón Hj. Jónsson AÐVENTFRÉTTIR 51. árg. - áður BRÆÐRABANDIÐ Hönnun og umbrot Prentun Sigurður Þorsteinsson Prentstofan Otgefendur Ritstjóri og ábyrgðarmaður S.D.AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI ERIC GUÐMUNDSSON Aðventfréttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.