Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 10
INNSÖFNUNIN - HJÁLPARSTARFIÐ 1988 í ár hefst innsöfnunin sunnudaginn 7. ágúst með söfnun á Akureyri og síðan verður farið í söfnunarferðir umhverfis landið eins og venjulega. Safnað verður á Suð-Vesturhorninu frá 1. september og stefnt verður að því að ljúka seinni hluta söfnunar seinni hluta þess mánaðar. Þegar við sjáum við hvernig skilyrði sumt fólk lifir í dag þá verðum við fullviss þess að þörf fólks fyrir hjálp er mikil. Samtök aðventista sem heims- samtök reka hinar ýmsu stofn- anir svo sem skóla, sjúkrahús og heilsustöðvar og söfnunarféð rennur í sjóð og úr honum er deilt til staða þar sem þörfin er talin mest. Hjálparstarfið er mjög mikilvægt til að geta aðstoðað þá hluta heimsins sem ekki búa við sömu kjör og við og einnig er þetta beint svar við því sem Jesús sagði í 25 kafla Matteusarguðspjalls. "Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér." En við getum einnig snúið þessu við og sagt: "Þvi að hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín." Innsöfnunin er enn eitt tækifæri til að færa hjálp og gefa bata heimi, sem er í neyð. Innsöfnunin er það tækifæri sem þú getur nýtt þér til þess að taka þátt í því starfi sem Jesús talar um. Haustið er annatími í okkar trú-boðsstarfi. Verum þess vegna dugleg við að koma okkur af stað þegar söfnunartíminn hefst og ljúka því verki sem allra fyrst. Þetta þýðir ekki að þau ykkar sem vön eru að vinna við söfn-unina fram eftir hausti megið ekki gera það. Starf ykkar hefur mikla þýðingu fyrir starfið í heiminum og margt fólk á líf sitt undir fórnfýsi ykkar komid. Ef þú þekkir einhvern, sem ekki hefur áður farið út í söfnun, taktu þá viðkomandi með þér og sýndu honum hvernig þú berð þig að. Aldrei hefur neyðin í heiminum verið meiri. Þrátt fyrir tæknií- væðingu heimsins og öll hugs- anleg hjálpartæki, eru það fleiri og fleiri sem verða háðir kær- leika þínum og mínum. HVERT ER SVAR ÞITT? • FYRRVERANDI MANN ÆTUR SKÍRÐAR Aðventprestur sem starfar á há- lendi austurhluta Papua Nýju Guineu hefur skírt 111 manns á svæði sem hefur verið talið aðal umráðasvæði mannæta. FYRSTI BLÖKKU- MANNA ERKIBISKUP INN Þann 15. mars s.l. tilnefndi Jóhannes Páll II, páfi, Eugene A. Marion aðstoðarbiskup, til að vera erkibiskup í Atlanta, Georgíu. Hann er fyrsti blökku- maðurinn sem verður erkibiskup i Bandaríkjunum. DEILAN MIKLA í ár 1988 eru liðin hundrað ár frá því að Deilan mikla var gefin út í fyrsta sinni. Nú er búið að þýða hana yfir á 47 tungumál. Aðeins "Vegurinn til Krists" er til á fleiri tungumálum. Aðventfréttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.