Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 1
ADVGNT 6.1988 FRGTTIR SKÓLI OG MENNINGARMIÐSTÖÐ í SUÐURHLÍÐUM, REYKJAVÍK Skóla og menningarmiðstöð mun brátt rísa í Suðurhlíðum. Þetta er án efa hið stærsta verkefni sem söfnuðurinn hefur ráðist í frá því hann reisti Hlíðardalsskóla. Nú hyllir undir að byggingarframkvæmdir fari að hefjast í Suðurhlíðum. Kæru systkini, stöndum saman um að biðja og starfa fyrir þetta verkefni sem mun marka þáttaskil í starfinu á höfuðborgarsvæðinu og vfðar um landið. 60 ár frá stofnun barnaskóla Allt frá því að barnaskólastarf hófst í Reykjavík á vegum safnaðarins árið 1928, fyrir réttum 60 árum, hefur sú starfsemi verið á hrakhólum hvað húsnæði varðar. í um 40 ár, eða fram til ársins 1967 var skólinn starfræktur en lagðist þá niður einmitt vegna ófullnægjandi húsnæðis og leikvallar. Árið 1971 var stofnuð byggingarnefnd til að huga að byggingu nýrrar skóla- byggingar þannig að endurreisa mætti starfsemi hans. Fengin var lóð við Sogaveginn en þegar skólarekstur var hafinn að nýju árið 1976 í bráðabirgðahúsnæði að Bauganesi 13 í Skerjafirðinum, þótti mönnum Sogavegslóðin ekki hentug til byggingar, bæði vegna halla lóðarinnar og nálægð Miklubrautar sem er mikil umferðaræð. Voru höfð maka- skipti á Sogavegslóðinni og núverandi lóð í Suðurhliðum. Tafir Þegar við fengum vilyrði fyrir lóðinni í Suðurhlíðum var það svæði ekki fullfrágengið hvað skipulag snertir af hálfu borgarinnar. Það var ekki fyrr en síðla á síðasta ári að það var fullfrágengið hvernig þessi lóð myndi líta út og hvar hun yrði staðsett nákvæmlega. Þá kom það í ljós að eitt aðal holræsi svæðisins lá í gegnum lóðina og gerði hana óbyggingarhæfa. Lausn hefur nú fengist á því máli. (Sjá annars staðar í þessu blaði.) Staðan f dag Jón Æ. Karlsson, kennari, sem hefur verið ráðinn skólastjóri hins nýja skóla, starfar nú sem byggingar- og verkefnastjóri byggingarinnar. Hann hefur undanfarin vetur starfað með arkitektinum, Knúti Jeppesen, Framhald á bls. 14 Sjá enn frekar f blaðinu um þetta efni: Framkvæmdir hafnar á lóð- inni í Suðurhlíðum Bls. 6 Stór-Evrópudeildin sam- þykkir fjárveitingu í skóla og menningarmiðstöð Bls. 6 Skóla og menningarmiðstöð - fjársöTnun Bls. 12

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.