Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 11
.© BOÐUN EÐA ENDURNÝJUN: VALKOSTIR? Eftir dr. Jan Paulsen, formann Stór-Evrópudeildarinnar Ekki alls fyrir löngu sagði kennari nokkur við mig: "Það eina sem málgagn deildarinnar, Light, virðist skrifa um þessa dagana er "uppskera." Gerist ekkert annað sem við sem söfnuður ættum að íhuga? Er þetta ekki að verða all einhliða?" Þessi spurning getur gefið ýmis- legt í skyn. Að minnsta kosti það að sá kostur eða fréttaflutningur sem málgagn deildarinnar býður upp á sé einhliða og úr jafnvægi. En mig grunar að hún gefi annað í skyn, eitthvað djúpstæðara. Alla vega er þetta spurning sem er þess virði að íhuga. Söfnuður okkar um allan heim hefur nú í nokkur ár haft uppskeru hugtakið fyrir sjónum. Við stefndum að 1000 daga uppskeru áforminu fyrir heims- ráðstefnuna 1985. Fram að 1990 er lykilorðið "uppskera 90." Og margir segja ef til vill: Það er sannarlega mikilvægt að boða boðskapinn, en er ekki einnig mikilvægt að styrkja þá sem þegar eru innan safnaðarins? Er ekki hætta á að allt í lífi safnaðarins verði einn talna- leikur? Við verðum að gera okkur grein fyrir því að árangur safn- aðarins er ekki einungis metinn í fjölda og upphæðum. Hver gætir að bakdyrunum á meðan "móttökunefndin" stendur við aðaldyrnar til þess að taka á móti nýjum meðlimum? Að leiða nýja meðlimi inn í söfnuðinn er atriði út af fyrir sig. En hvernig sjáum við þeim fyrir næringu sem þegar eru meðlimir safn- aðarins? Þetta eru mjög þýðingarmiklar spurningar fyrir söfnuðinn í heild. Þær krefjast svars, hjá þeim verður ekki komist. Það má vel vera að alheimssöfnuður okkar ætti að velja sér sérstakt áhersluefni fyrir næstu fimm árin sem viðkemur andlegri endurnýjun, næringu og vexti innan safnaðarins. Með einmitt þetta í huga hefur aðalleiðtogi okkar, Neal C. Wilson, tekið upp umræðu um andlega endurnýjun. Fólk sem lifir í eftirvæntingu skjótrar endurkomu Krists getur ekki verið hlutlaust hvað varðar það að vera andlega viðbúinn. Persóna, sem rannsakar Ritn- inguna og fylgist nákvæmlega með heimsviðburðum getur ekki verið í vafa um að heimurinn í dag er dæmdur. Það er einungis spurning um tíma. Tákn tímanna verða ekki skýrari. En dagurinn og stundin eru í hönd Guðs. Sá sem hefur tekið eftir viðbúnaði fólks Guðs, umfangi og áhrifum boðunarinnar og I hve miklum mæli öfl hins illa hafa verið ófrægjuð um alla eilífð mun taka sjálfstæða ákvörðun þegar þar að kemur. Hið innblásna orð varar við vangaveltum varðandi tíma. Þannig rannsóknir stuðla hvorki að bættum vitnisburði safnaðarins né persónulegum viðbúnaði ein- staklinga. Undirbúningur hvað varðar hlut- verk okkar og stöðu í fyrir- ætlun Guðs er bæði einstaklings- bundinn og sameiginlegur. Hann viðkemur bæði andlegri stöðu einstaklingsins og vitnisburði og þjónustu alls "líkamans", þ.e. safnaðarins. Það að vera viðbúinn gefur til kynna bæði persónu- legan og sameiginlegan lífsstíl safnaðarins þar sem við erum hreinskilin og raunsæ varðandi gildismat okkar og markmið. En boðun eða endurnýjun, stendur valið í raun og veru um annað hvort? Jafnvel þegar það er ákjósanlegt og við sækjumst eftir áherslubreytingum, þá eru öfgar á hvaða sviði lífs sem er af hinu illa. Tökum sem dæmi atriðið andleg endurnýjun. Vitanlega er þetta mikilvægt atriði, og þetta á sér aldrei stað af sjálfum sér. Ef andlegt andrúmsloft á að vera til staðar verður að stuðla að því á ná- kvæman og kerfisbundin hátt. En ef ekki er gætt að jafnvægi getur jafnvel þetta mikilvæga atriði kastað af sér óvelkomnum skuggum: Persónuleg andleg end- urnýjun snýst í auknum mæli um eigin mál og þar af leiðir aukin fjarlægð til annarra, hvort sem þeir eru innan eða utan safnað- arins. Persónuleg andleg sjálfs- skoðun verður mjög gjarnan að andlegu mati á öðrum. Maður kemst ekki einungis að niður- stöðum um persónulegt andlegt líf sjálfs síns sem ef til vill eru nokkuð nálægt því að vera rétt- ar, heldur hefur maður gert uppgötvanir og myndað sér skoð- anir um andlegt líf meðbræðra sinna í söfnuðinum sem miklu ólíklegra er að séu skekkju- lausar. Ég er viss um að hvor sem er af framangreindum öfgum eru skaðlegir hvað varðar per- sónulegan og sameiginlegan undirbúning okkar sem fólks Guðs. Þetta myndi skaða einstaklinginn og söfnuðinn í heild. Þannig að valið sé ekki byggt á Framhald á bls. 14 AÖventfréttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.