Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 5
HLÍÐARDALSSKÓLI ÁFRAMHALDANDI REKSTUR Á aðalfundi samtakanna í apríl s. 1. var, eins og kunnugt er ákveðið að halda áfram rekstri skólans, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um starfsfólk, fjárhag skólahald og nemendaval. Undanfarna tvo mánuði hefur verið unnið ötullega að þessum málum og 1. júní s.l. voru þau það vel á veg komin og mörg þeirra vel í höfn þannig að ljóst þótti að skólinn myndi halda áfram. BRUNAVARNAKERFI Undanfarnar vikur hefur verið unnið að uppsetningu á mjög fullkomnu brunavarnakerfi í öllum skólabyggingum, þ.e. aðal- byggingunni, salnum og drengja- vistinni. Kerfið, uppkomið mun kosta um 7-800 þúsund. Verið er að leggja síðustu hönd á verkið, þannig að það sé tilbúið fyrir sumarbúðir. Sem dæmi um um- fang kerfisins má nefna að reyk- skynjarar eru á annað hundrað. Síðustu dagana hefur viðhalds- maður staðarins, Hörður Bjarna- son, ásamt aðstoðarmönnum sín- um, Sigurði J. Sveinssyni og Bjarka Smárasyni, unnið hörðum höndum oft langt fram á kvöld, með rafvirkjunum, til þess að ná þessu fyrir sumarbúðirnar en þær byrja mánudaginn 20. júní. SUMARBÚÐIR Sumarbúðirnar í ár verða með svipuðu sniði og verið hefur. Sumarbúðastjóri er Birgir Guð- steinsson, gamalreyndur og vin- sæll sumarbúðastjóri. Vegna sívaxandi og harðnandi samkeppni við fjölda nýrra sumarbúða er sú tíð liðin að færri komist að en vilja. Samt munu verða góðir hópar barna 1. og 2. tímabil, og sjálfsagt verður góður hópur 3. og siðasta tímabilið þegar þar að kemur. Sumar- búðirnar eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Tímabilin eru þrjú. 1. tímabilið er frá 20. júní til 29. júní. 2. tímabilið er frá 1. til 10. júlí og hið 3. frá 12. til 21. júlí. SJÁLFBOÐALIÐAR Ár hvert er óskað eftir sjálf- boðaliðum til að aðstoða við vist- arstjórn og viðhald og önnur störf. Oftast er beðið um aðstoð- arvistarstjóra pilta og aðstoðar- mann viðhaldsmanns. Þetta unga fólk, oftast erlendis frá, hefur unnið vel og dyggi- lega, sumir skarað fram úr. Henrik Jörgensen og Solveig Krusholm komu hingað á sínum tíma sem sjálfboðaliðar að Hlíðardalsskóla. Sumir voru hér meira en eitt ár eins og Bettina Kobialka og Lanette Rozell. ( Þið sem kynntust Lanette hefðuð gaman af að vita að hún gifti sig í vor og heitir nú Lanette And- erson ). Sjálfboðaliðarnir sem voru hér I vetur sem leið eru nú allir farnir heim, Robert Norris og Jeff Sparks til Bandaríkjanna og Lisa Tooby til Ástralíu. HOFÐINGLEG GJÖF Fyrir nokkrum dögum barst skólanum höfðingleg gjöf, flygill, frá hjónunum Skúla Torfasyni og Ellu Jack. Þessi mikla og góða gjöf kom sér sannarlega vel, því píanó skólans, sem er komið til ára sinna er í afar slæmu ást- andi. Flygilinn er þegar kominn suður og sómir sér vel í kapellu skól- ans. Innilegustu þakkir til Skúla og Ellu fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Guð blessi þau og alla velunnara Hlíðardalsskóla. Þökk fyrir allan stuðning og hlýhug fyrr og síðar. 7. BEKKUR Sjöundi bekkur hefur ekki verið starfræktur í fjölda mörg ár, en nú er ætlunin að bjóða upp á 7. bekk á ný ef næg aðsókn verður. Fleiri bekkjardeildir gefa meiri breidd í nemendahópinn, stærri starfsliðshóp og möguleika fyrir nemenda að vera 3 frekar en að- eins 2 ár á skólanum. HUGSAÐ TIL SKÓLANS Að lokum langar mig til þess að biðja ykkur, kæru systkini að hugsa til skólans, minnast hans í bænum ykkar, að hann mætti enn vera sterkt tæki i hendi Guðs til eflingar starfi hans á okkar landi, mörgum til bless- unar. • Erling B. Snorrason Aðvent/réttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.