Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.07.1988, Blaðsíða 6
FRAMKVÆMDIR HAFNAR Á LÓÐINNI í SUÐURHLÍÐUM Eins og margir lesendur Aðventfrétta vita hefur ýmislegt staðið i veginum fyrir því að framkvæmdir gæru hafist á fyrirhugaðri Ióð skóla og menningarmiðstöðvar í Suðurhlíðum. Ein af annari hafa þessar hindranir orðið að víkja og er nú svo komið að Ióðin er byggingarhæf. Eitt þessara atriða var það, að eitt aðal skolpræsi svæðisins lá í gegnum lóðina og gerði hana óhæfa til byggingar að mati þeirra framkvæmdaraðila sem við höfðum ráðfært okkur við. Eftir töluverðar umræður um þetta mál hafa borgaryfirvöld góðfúslega fallist á að færa holræsið, okkur að kostnað- arlausu. Þessar framkvæmdir hófust síðustu dagana í maí og var nýja holræsið tengt þ. 8. júní. Þar af leiðandi er lóðin nú byggingarhæf. Teikningar sem teiknistofa Knúts Jeppesen hefur teiknað, voru lagðar fyrir byggingarnefnd borgarinnar 9. júní og munu verða samþykktar innan skamms. Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu að fyrsta skóflu- stungan verði tekin og farið verði að grafa fyrir byggingunni af fullum krafti alveg á næstunni. í júlí verður síðasta hönd lögð á arkitekt- og verkfræðiteikningar þannig að byggingarframkvæmdir ættu að geta hafist seinni hluta sumars. Þeir sem geta komið því við ættu að leggja leið sína um Suðurhlíðahverfið og líta á lóðina. Sjón er sögu ríkari! • UnniÖ við að fcera holrœsi Framkvœmdir hafnar á lóðinni í Suðurhliðum Arkitektarnir Knútur Jeppesen Þorsteinn Magnússon, verk- t.h. og Kristján Ólason fræðingur STÓR-EVRÓPUDEILDIN SAMÞYKKIR FJÁR- VEITINGU í SKÓLA OG MENNINGARMIÐSTÖÐ Stjórn Stór-Evrópudeildarinnar hefur samþykkt fjárveitingu í verðandi skóla og menningar- miðstöð í Suðurhlíðum sem nemur um 37% af áætluðum heildar- kostnaði byggingarinnar sem er um 42 milljónir. í þessarri upphæð er innifalinn 13. hvíld- ardags umframfórnin sem tekinn verður upp 3 ársfjórðung 1989. Áætlað er að sá hluti umfram- fórnarinnar sem fellur okkur í skaut sé um 8 milljónir. Hér er um fulla stuðnings yfirlýsingu af hálfu deildarinnar við byggingar- áform okkar að ræða. Hafa stjórnendur þar fullan hug á að stuðla að því að þessi draumur okkar rætist sem fyrst. 0Vkar- Aðventfréttir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.