Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 7
Kalifomíu og hópnum hennar var ekki leyft að fara inn á starfssvæðið án þess að fara í sótthreinsuð stígvél. Bóndinn var ekki endilega að hugsa um þeirra velferð, heldur ef þau, á eigin skóm, myndu óvart bera smit með sér, þá hræddist hann að hröð útbreiðsla þess gæti borist til þeirra 40.000 svína sem þar voru. Kjúklingaræktun á eitt sam- eiginlegt með svínaræktun en það er hættan á smiti vegna þess hve dýrin búa þétt saman á afmörkuðu svæði. Erum við meðvituð um það þegar við borðum pylsu að u.þ.b. einn þriðji hluti hennar er fita? En við gerð pylsa af ýmsu tagi er fituríkt kjöt hakkað f spað og búnar til pylsur sem ýmist eru soðnar eða reyktar. Td þess að koma í veg fyrir smit er bætt í þessar framleiðsluvörur salt- pétri sem í kjötinu sjálfu framleiða efnasambönd sem hefur verið sýnt fram á að eru krabbameinsvaldandi. Neytendur sjóða kjötið á háum hita, grilla það og steikja. Við það brenn- ur fitan og safnast fyrir í kjötinu sem stundum myndar önnur hættuleg krabbameinsvaldandi efnasambönd. Annað sem er varasamt við neyslu dýraafurða er sá möguleiki að við getum smitast af dýrasjúkdómum. Eg held að enginn sé búinn að gleyma salmonellu tilfellinu á bolludaginn 1996. Þegar yfir hundrað sjúklingar á Landspítalanum fengu salmonellu sýkingu eftir að hafa gætt sér á rjómabollum sem báru smit.5 Eða kúariðu tilfellinu í Bretlandi sem setti nautakjötsmarkaðinn þar á annan endann en breskir vísindamenn hafa sýnt fram á að kúariða geti valdið því að menn sýkist af CJS (Creutzfeldt-Jakob' sjúkdómur), heilarýmunarveiki.6,7 Al- þjóða Heilbrigðisstofnunin segir dýra- sjúkdóma „vera þá sjúkdóma og sýkingar sem smitist á náttúrulegan hátt milli (annarra) hryggdýra og manna.“c Þá er átt við að við getum m.a. smitast með því að neyta kjöts sem er sýkt. Hunda- æði og berklar eru einnig dýrasjúkdómar sem flestir kannast við. Athugum aðeins nánar þrjá þessara sjúkdóma: • Skortur á hreinlæti við slátrun naut- gripa hafa orsakað E.coli bakteríu- sýkingu sem hefur leitt til dauðsfalla manna í Bandaríkjunum vegna áts á sýktu kjöti. • Fleskormur er sníkjudýr sem fundist getur í svínakjöti. Þessar litlu lirfur koma inn í hýsil sinn um endaþarm- inn og flytjast yfir í vöðvana sem eru mest notaðir. Eins og vöðvana í kálf- unum, þindinni og tungunni, þar sem blöðrur sem valda miklum kvöl- um myndast. • Salmonellusýking er afleiðing þess að borða hrátt alifuglakjöt eða afurð- ir sem bera þessa bakteríusýkingu í sér. Afleiðingar eru flökurleiki, upp- köst, niðurgangur og í einstaka til- fellum dauða. Vegna tilfella af þessu tagi í Bandaríkjunum hafa einstaka áhyggjufullir framleiðendur áformað dauðhreinsun á kjötinu áður en það er selt með því að láta allt kjöt fara í gegnum gammageislun (rafsegul- geislar). Mataræði manna og dýra. Þegar við mannfólkið rannsökum dýrategundir þá er áhugi á mataræði dýrategundarinnar ofarlega á lista. Það er eins með dýr og vélar, bæði þurfa rétta eldsneytið til þess að „gangurinn sé eðli- legur“. Ég hef stundum sagt við þá sem reykja hvort þeir myndu setja sand á bensíntankinn ef þeir eign- uðust nýjan bíl upp úr kass- anum. Ég hef ennþá ekki heyrt neinn /ara því j á t a n d i. En samt sem áður erum við mannfólk- ið alveg ótrú- lega kærulaus með þetta eina eintak sem er til af okkur sjálfum. Það hefur verið veitt ógrynni af pen- ingum í að rannsaka hver sé besta fæðu- samsetningin hjá dýrum sem framleidd eru til fæðu handa okkur mönnunum, enda miklir peningar í húfi. Það er ein leið til þess að ákveða hvaða fæða sé hentugust fyrir dýrin, en hún er sú að gera samanburð á því hvemig innviðir dýrategundarinnar eru og hvaða fæðu velur dýrið sjálft í náttúrulegu umhverfi. Til dæmis hafa rándýr oftast langar beittar tennur sem geta rifið og tætt hold og þarma sem eru u.þ.b. þrisvar til fjórum sinnum líkamslengd dýranna. Þeir eru frekar sléttir að innan sem gerir það að verkum að þeir henta frekar til áts á trefjalítilli fæðu. Rándýr skortir einnig munnvatnsensím sem eru nauð- synleg til að brjóta niður sum kolvetni. Jurtaætur hins vegar hafa flestar stuttar tennur sem henta betur til þess að mylja eða tyggja fæðuna. Þarmarnir em u.þ.b. fimm til sex sinnum líkamslengdin og eru oftast mjög hrjúfir að innanverðu sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir jurtaætur að neyta trefjaríkrar fæðu. Jurtaætur hafa einnig nauðsynleg munnvatnsensím. Með því að skoða þessa einföldu greiningu, ætti að vera nokkuð ljóst að hestur er jurtaæta og köttur er rándýr. Tennur í mönnum eru litlar og stuttar og eru hentugar til þess að tyggja með þeim. Við höfum einnig munnvatnsensím og þarmamir í mönn- um eru fimm til sex sinnum líkamslengd okkar. Innviðir þeirra eru mjög hrjúfir, þess vegna eru þeir vel til þess fallnir að meðhöndla trefjaríka fæðu.Þessi saman- burður ætti að gefa til kynna að góð og viðeigandi fæða fyrir okkur mennina er jurtafæði. Ekki er allt búið enn. Það sem áður er upptalið bendir allt í þá átt að sum okkar ættu ef til vill að huga betur að mataræðinu. En það er fleira sem styður það. Kólesteról, hringir það einhverri bjöllu? Undanfarin ár hafa augu okkar beinst að þessu efni sem er fitukennt alkóhól í frumum og líkamsvökvum dýra; mikilvægt í efnaskiptum líkam- ans.’ Á meðan sumt kólesteról er nauð- synlegt er líka hægt að fá „of mikið af því góða.“ Nokkurn veginn helmingur allra dauðsfalla í Bandaríkjunum eru af völdum æðakölkunar. D Hér á landi eru tölumar einnig háar hvað hjarta - og æðasjúkdóma varðar. A árinu 1994 lét- ust 1717 Islendingar og þar af 799 af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. (nýj- ustu tölur) Æðakölkun er sjúkdómur þar sem kólesteról safnast inn á stórar og meðal- stórar slagæðar og myndar fitulag innan á veggjum þeirra. Með tímanum mynd- ast kökkur sem teppir einhverja æðina og veldur það hjartaáfalli eða heilablóð- falli.3 Kólesterólið sem veldur þessum æðasjúkdómum á rætur að rekja til ör- smárra agna kallaðar limóprótín (LDL = low density lipoprotein) en lipóprótín er lífræn sameind mynduð af prótíni og fitu. LDL er í blóðstreyminu og því meira sem er af því, því hraðar skemm- ast æðamar og æðakölkun á sér stað. D En fyrst kólesteról eða LDL er nátt- úrulegt, af hverju leyfir líkaminn því að hækka svo mjög í sumum einstakling- um? Til þess að útskýra það þá þurfum við að skilja hvernig líkaminn stjómar LDL kólesteróli. A yfirborði hverrar ein- ustu frumu í líkamanum eru staðsettir LDL viðtakar. Hlutverk þeirra er að fjar- lægja LDL úr blóðstreyminu og flytja það inn í frumuna, brjóta það niður og endurvinna í frumu afurð. Venjulega eru margir slíkir viðtakar á hverri frumu. Það hefur hins vegar komið í ljós að ef kjöt og mjólkurafurðir eru í fæðunni get- ur það fækkað viðtökunum, það mikið að það hrindir af stað keðjuverkandi áhrifum sem leiða til þess að LDL hækk- ar í blóðinu og æðakölkun byrjar. Þótt ótrúlegt sé, þá hafa viðbrögð vísindamanna verið frekar hægvirk og stundum óraunsæ. Sumir vísindamenn sem vita af þessu með áhrif kjötsins, segja að það ætti ekki að ýta undir það að borða jurtafæði einfaldlega vegna fé- lagslegra og fjárhagslegra áhrifa á samfé- lagið. Einnig tala þeir um að það séu AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.