Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 11
ADRA - Aserbadjan Hjálparstarf aðventista í Aserbadjan Starf okkar í Aserbadjan, sem er eitt af fyrrum lýðveldum Sovétríkj- anna, hófst eftir að Sovétríkin lið- uðust í sundur. I fyrra valdi stjóm Sam- takanna okkar hér á Islandi að styrkja uppbyggingarstarf safnaðarins þar í landi. Það felst í því m.a. að setja á stofn heilsugæslustöð í borginni Baku, sem veita mun almenna læknisþjónustu, meðferð við áfengissýki og fræðslu um almennt betri lífsstíl. Þessi aðstoð frá íslandi tengdist inn- söfnunarátakinu, sem við öll könnumst við. Nýlega barst okkur bréf frá forstöðu- manni ADRA í Aserbadjan vegna þess- arar aðstoðar okkar, en ADRA er Al- þjóða þróunar- og líknarstofnun Að- ventista. Heilsugæslustöðin er ekki fullbúin ennþá, en hann segir frá ýmsum þáttum starfsins, svo sem matvæladreifingu, leiðbeiningum við garðrækt og fleira. En okkur langar til að miðla ykkur frásögn konu, Gabríellu Phillips, sem er eiginkona eins starfsmannsins þarna. Hún kom á fót hvíldardagsskóla fyrir böm sem Aygyn, 18 ára gamall innfædd- ur unglingur, aðstoðaði hana við. Hann er einnig túlkurinn hennar. Til hvíldardagsskólans koma að jafn- aði 40 böm með mæðrum sínum. í bamahópnum voru tvö systkin: Sultan 10 ára og Olga 15 ára. Svo var það nokkrar helgar { röð, sem þessi systkin komu ekki og Gabriella velti því fyrir sér hvers vegna svo væri. En ungi túlkurinn hennar, sem líka var einn hinna fyrstu til að snúast til kristinnar trúar í þessu múhameðstrúar- samfélagi, sagði henni sögu fjölskyld- unnar og frá mótstöðunni sem börnin mættu vegna trúar sinnar. Gabríella bað fyrir þeim og fannst sem hún ætti að heimsækja fjölskyld- una, en samt risu ýmsar spurningar í huga hennar. Gat verið að heimsókn frá henni gerði ef til vill aðstæður barnanna erfiðari? En hún ákvað að fara. Alla, móðir bamanna, tók henni mjög vel, en faðir- inn vildi í fyrstu ekki við hana tala og lét hana finna að hún væri ekki velkomin. Hún bað í hljóði um visku til að bregð- ast við kringumstæðunum og Guð svar- aði bæn hennar, því faðirinn kom inn í herbergið þar sem hún var með Öllu og hún fékk tækifæri til að bjóða honum að koma og sjá sjálfur starfsemina sem bömin hans nutu. Næsta hvíldardag voru Olga og Sult- an aftur á samkomu og eftir um það bil mánuð sameinaðist Alla, móðir þeirra, litla leshópnum. Hún kom með Biblíuna sína með sér. Á þeim tíma sem í hönd fór var greinilegt að trú Öllu óx - hún spurði spuminga og kunni vel að meta umhyggjuna sem hún mætti. Þetta var eilítil uppbót fyrir allan þann sársauka og eymd sem var hlutskipti hennar í líf- inu. Alla var frá Hvíta Rússlandi, fjarri ættingjum sínum, lítilsvirt af fjölskyldu mannsins síns af því að hún var ekki Múslimi eða Aseri, en svo nefnist þjóð- emi fólksins í Aserbadjan. Hún var gift drykkjumanni, sem hafði verið atvinnu- laus í langan tíma. Fyrir 10 dögum (en Gabríella skrifar þessar línur í júní s.l. sumar) kom bróðir hennar ffá Hvíta Rússlandi til að heim- sækja hana. Hún hafði ekki séð hann í 7 ár. En þvf miður kom hann of seint, því að Alla gat ekki lengur talað. Þrem vik- um áður hafði hún fengið heilablóðfall og var greind með blóðtappa. Hún var rúmföst uns dauðinn kvaddi dyra. Daginn áður en hún missti meðvit- und sagði hún Elshan, sem er einn af leiðtogum hjálparstarfsins, frá ákvörðun sinni um að taka skírn. Það var friður í augum hennar. Fyrir tveimur dögum dó hún. Maður- inn hennar var svo drukkinn að hann vissi tæpast hvað var að ske í kringum hann. Utfarardagurinn var sá dapurleg- asti í lífi Gabríellu. Olga og Sultan voru ráðvillt og hrædd við að vera skilin ein eftir með föður sínum sem er mjög of- beldishneigður. Fjölskylda mannsins hennar leyfði ekki að hún yrði grafin í kirkjugarði múhameðstrúarmanna, svo hún var lögð til hinstu hvílu í illa förn- um kirkjugarði Armena. Við útförina prédikaði starfsmaður ADRA - hjálparstarfsins yfir 27 mú- hameðstrúarmönnum um ástand hinna látnu og upprisuna. Hann las líka 22. kafla Opinberunarbókarinnar. En í þessu landi er mjög takmarkað frelsi til boðun- ar. Þetta er ekki endir frásögunnar. Bróðir Öllu sagði Gabríellu frá því að fá- einum dögum áður en hún dó, hafði Guð framkvæmt kraftaverk og leyft henni að tala við sig. Hún sagði honum frá þeirri hamingju sem hún hefði nýver- ið fundið, sagði honum frá Sjöunda dags aðventistum og starfsmönnum hjálpar- starfsins. Hún bað hann um að hætta að drekka og leita að Aðventsöfnuðinum í Hvíta Rússlandi og sameinast sjálfur leifum Guðs lýðs. Bróðir Öllu, sem heitir Velodia, langar til að finna þá leið sem systir hans benti honum á og spara saman peninga til að borga flugfargjaldið til Hvíta Rúss- lands fyrir Sultan og Olgu. Hann vill hjálpa þeim til að komast burtu úr því umhverfi sem þau eru í núna og gefa þeim betra tækifæri í lífinu. Gabríella vonar að það geti orðið sem fyrst. AðventFréttir 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.