Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 1
Aðvent
FRÉTTIR
Málgagn Sjöunda dags aðventista á íslandi - Suðurhlíð 36 - 105 Reykjavík - 65. árg. - 1. tbl. 2002
Til lesenda Aðventfrétta
Við sem stöndum að gerð
Aðventfrétta viljum benda les-
endum á nokkur atriði varð-
andi blaðið. Okkur langar að
gera blaðið meira fjölskyldu-
vænt en það hefur verið.
Nokkuð hefur borið á því að
unglingarnir okkar lesi ekki
blaðið heldur einungis skoði
myndirnar. Þessu langar okkur
að breyta því þetta blað er
hugsað fyrir okkur öll. Fram að
þessu hefur stundum verið
efni fyrir yngstu kynslóðina en
engin regla samt þar á. Fram-
vegis munu tvær blaðsíður
vera tileinkaðar þessum tveim-
ur hópum. Það er að segja. Ein
fyrir unglingana sem Tobba og
hennar hópur (sem hittist alltaf
niður í kirkju á hvíldardögum
til að lesa klukkan 16:00) mun
sjá um og svo önnur fyrir yngri
kynslóðina sem Steinunn mun
bera ábyrgð á sem formaður
Barnastarfsins hér á landi. Báð-
ar þessar blaðsíður verða að
sjálfsögðu tengdar andlegu
efni. Þetta ætti að vera
skemmtileg breyting fyrir
börnin og unglingana og vilj-
um við hvetja foreldra/for-
ráðamenn að minna á þessar
síður þegar blaðið kemur út.
Einnig viljum við biðja ykkur
endilega að vera dugleg að
benda á efni í blaðið og senda
okkur myndir og pistla um það
sem hefur verið að gerast í
söfnuðunum á milli þess sem
blaðið kemur út. Þetta er blað
fyrir okkur öll og við verðum
að vera dugleg að miðla upp-
lýsingum til skrifstofunnar um
það sem er að gerast og hefur
gerst. Eins með barnshelganir,
skírnir, giftingar og andláts-
fregnir. Ef þið hafið slíkar til-
kynningar væri gott að fá þær
ásamt viðeigandi upplýsing-
um og mynd stuttu eftir að at-
burðurinn á sér stað því allt
sem er sent inn til skrifstofunn-
ar merkt „Aðventfréttir" er sett
í sérstaka hirslu sem er svo
skoðuð fyrir útgáfu blaðsins
hverju sinni. Við vonum að þið
hafið ánægju af því að lesa
blaðið og ef það er eitthvað
sem þið viljið miðla okkur í
sambandi við blaðið endilega
sendið okkur tölvupóst
sda@mmedia.is eða venjulegan
póst. Með kveðju og von um
gott samstarf. Anna Margrét
Þorbjarnardóttir