Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 5
Kæri unglingur þessi síða er
sérstaklega ætluð þér, og
verður hún einnig til staðar
í öðrum Aðventfréttum.
Efni hennar mun vera andlegs
eðlis, eitthvað sem mun vonandi
vekja áhuga þinn.
Eg var að hugsa um að nota
tækifærið núna í fyrsta skiptið
sem þessi unglingasíða er prent-
uð og segja ykkur frá leshóp sem
starfrækur er í kirkjunni. Mig
langar til þess að segja ykkur að-
eins frá því sem hann hefur ver-
ið að rannsaka og hvað hann
hefur fyrir stafni.
Við vorum nokkur ungmenni
sem vorum beðin um að sjá um
unglingana á sumarmótinu
núna síðasta sumar. Síðan, í
framhaldi af því vorum við beð-
in um að gera eitthvað fyrir
unga fólkið á komandi ári. Okk-
ur þótti það að sjálfsögðu mjög
spennandi og ekki skemmdi það
fyrir að tíminn sem við eyddum
með unglingunum á mótinu
hafði verið sérstaklega skemmti-
legur. Eftir að hafa hugsað um
hvað við gætum gert á komandi
vetri vorum við sammála um að
okkur langaði að minnsta kosti
að bjóða upp á eitthvað andlegt,
svo við ákváðum að byrja á les-
hóp fyrir unglinga. Við vissum
að unglingarnir voru vel undir
það búnir að koma saman og
ræða um andleg málefni. Bókin
sem við ákváðum að lesa var
Vegurinn til Krists, því þessi bók
sýnir fagnaðarerendið á svo
yndislegan hátt. Elvað er betra
en að stúdera , gjöfina sem Guð
gaf okkur, Krist sjálfann. Vegur-
inn til Krists er í raun Kristur
sjálfur, því Kristur sagði: „Eg er
vegurinn, sannleikurinn og líf-
ið"0óh. 14:6). Gangan í áttina að
honum, göngum við í raun með
honum. Við verðum að deyja
okkar gamla manni/lífi, þiggja
líf Jesú og ganga með honum hér
á þessari jörð. Sú ganga er ekki
alltaf auðveld en það er ekki
vegna þess að fararstjórinn hafi
ekki unnið vinnuna sína, heldur
er það ferðalangurinn sem er
dragbíturinn. Hann safnar í pok-
an sinn alls kyns auka birgðum.
En bókin er góður leiðarvísir á
þessari göngu.
Nú þegar, erum við búin að
taka fyrir kaflana: Kærleikur
Guðs til mannanna, Syndarinn
þarfnast Krists, Iðrun, Játning,
Helgun og Að trúa og taka á
móti.
Við höfum komið saman og
lesið, svo var okkur gefin enska
útgáfan af unglingaútgáfu bók-
ariimar. Við höfum mikið stuðst
við hana. Ekki síst vegna þess
hve skemmtilega hún útskýrir
efnið með oft skondnum
dæmisögum og jafnvel sönnum
sögum úr lífinu, en þannig sögur
hjálpa okkur oft við að tengja
boðskapinn okkar eigin lífi.
Ykkur langar kannski að vita
markmið hópsins! En þau voru
ákveðin í sameiningu þegar les-
hópuriim hittist í fyrsta sinn. Við
vorum sammála því að við
þurftum öll á því að halda að
koma saman, lesa og biðja. Við
þyrftum á því að halda. En það
var einnig annað sem við ákváð-
um sem ekki er síður mikilvægt,
en það var að gera eitthvað fyrir
aðra. Það er svo mikilvægt, að
við ákváðum, að við myndum
horfa til baka eftir svolítinn tíma,
og ef við höfðum ekkert gefið af
okkur, þá værum við ekki að
gera eitthvað rétt. En nú höfum
við hist í um tvo mánuði og
hvemig ætli gangi? Jú fundirnir
hafa gengið mjög vel. Við erum
svona að meðaltali 10 saman
komin og á þessurn stutta tíma
höfum við tekið þátt í einni boð-
unarferð til Vesmannaeyja. Þar
gengu krakkarnir í hús með
skoðunarkönnun, heimsóttu
sambýli og héldu samkomu á
laugardags kvöldinu þar sem
þau deildu m.a. því sem þau
hafa lært í leshópnum. Þessa
hluti gerðu krakkarnir mjög vel
og hlakkar okkur mikið til að
takast á við fleiri verkefni með
þeim. Við munum leyfa ykkur
lesendur góðir að fylgjast með
áframhaldinu og eins og þið haf-
ið eflaust flest séð á auglýsing-
um okkar þá eru allir hjartanlega
velkomnir. Við trúum því að
fleiri hafi áhuga á þessu efni.
Eina sem við förum fram á er
það að fólk hafi áhuga.
Eg læt hérna fylgja með eina
af skemmtilegu sögunum úr
unglinga heftinu sem ég minnt-
ist á áðan.
Naut eitt gerði sig heima-
komið á bílastæði virts fyrirtæk-
is. Nokkrir starfsmeim reyndu
að reka nautið út í græna haga,
en hluti af starfsmannagalla
þeirra var rauð skyrta. Nautið
tók að elta einn starfsmanninn, í
gegnum sjálfvirka hurð, í mót-
tökusalinn og loks inn á skrif-
stofu yfirmannsins, þar sem
starfsmaðurinn náði að flýja í
gegnum bakdyr. Nautið var nú
eitt á skrifstofunni og ráfaði þar
um, án þess þó að eiga pantaðan
tíma. A þremur tímum tókst
þessu 650 punda dýri að eyði-
leggja: kaffiborðið, skrifborðið,
allar plönturnar og gert holur í
veggina. Þegar hjálp barst þá
tókst að leiða nautið friðsællega
út af skrifstofunni.
Stundum þegar við viljum
leggja niður einhverja ósiði eða
syndir í lífi okkar, þá gerum við
það með hálfum hug. Þessu má
líkja við það að reyna að reka
naut í burtu og klæðast rauðri
skyrtu. Aður en við vitum af, er
hinn illi, búinn að hunsa öll
stöðvunarskyldu merkin og far-
inn að rumsa um á skrifstofunni.
Ef við erum heilshugar ákveðin í
að betrumbæta okkur, þá verð-
um við fyrst og fremst að taka
um það meðvitaða ákvörðun og
ætla okkur að standa við hana
og umfram allt, biðja um hjálp.
Kveðja, Þorbjörg Ásta.
„Gjörið pví hugi yðar viðbúna
og vaícið. Setjið alla von yðar til
peirra náðar, sem yður mun veitast
við opinberun Jesií Krists. Verið
eins og hlýðin börn og látið eigi
framar lifnað yðar mótast af peim
girndum, erpér áður létuð stjórnast
af í vanvisku yðar. Verið heldur
sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og
sá er heilagur, sem yður hefur kall-
að. Ritað er: verið heilagi, pví ég er
heilagur." (l.Pét. 1: 13-16)
Aðventfréttir
5
Og mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þinum
W II W I (Pd. 12:1)