Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 13
Heilsuhornið
HNETUBUFF
2 bollar soðin hýðishrísgrjón
100 gr heslihnetuflögur, ristað-
ar
1 tsk salt
ltsk karrý
2 msk tómatpúrré
1/8 tsk cayennepipar
rasp
malaðar heslihnetur
haframjöl
1) Öllu blandað saman í skál
(hrærivél).
2) Lítil buff mótuð og þeim velt
upp úr raspi.
3) Steikt á pönnu úr smá olíu ca.
3-5 mín. á hvorri hlið eða þar til
gullið.
4) Borið fram með bökuðu græn-
meti eða matarmiklu salati.
ANANASTOFU-OSTATERTA
1) Byrjið á því að gera venjulegan
kexmylsnubotn (í staðin fyrir
smjörlíki er hægt að nota hlyn-
síróp).
2) Fylling
Látið liggja í bleyti í 5 mín:
3 msk agar- agar flögur og
V^bolla af köldu vatni.
3) Blandið mjög vel saman í
blandara þangað til alveg
kremað:
'/i bolli ananassafi
(tekinn af ananasdósinni)
'/i bolli kasjúhnetur.
4) Bætið síðan út í og blandið aft-
ur mjög vel:
3/4 bolli ósykraðir ananasbitar
án safa
'A tsk salt
'/i bolli hunang
'/i tsk sítrónusafi eða dropar
'/i tsk rifin sírtónubörkur
280 gr tófú (fasta tegundin)
5) Látið síðan agar- agar sjóða í 4-
5 mín. og bætið út í ananas-tófu
blöndunni. Blandið vel en ekki
of lengi því agarið stífnar fljótt.
Hellið síðan yfir botninn og
kælið í 6-8 klst eða yfir nóttina.
Borið fram fallega skreytt með
kíwi og rifsberjum.
HVÍTLAUKSOLÍA
1 dl ólífuolía græn
5 hvítlauksrif
'h agúrka
1 msk sítrónusafi
svolítið af steinselju
salt á hnífsoddi
1) Allt sett í matvinnslu-
vél/blandara
2) Borið fram sem sósa með mat
eða á pitzuna!
KJÚKLINGABAUNIR í KARRÝ
1 tsk olía
2 stk laukur sneiddur
4 stk hvítlauksrif, pressuð
1 tsk chilli duft
1 tsk salt
1 tsk turmeric duft
1 tsk paprikuduft
1 msk cumin duft
1 msk coriander duft
880 gr kjúklingabaunir soðnar
440 gr tómatar úr dós
(gott að mixa þá)
1 tsk garam masala duft
(má vera meira)
1) Hitið olíuna í potti, bætið lauk
og hvítlauk úti í og látið krau-
ma þar til laukurinn verður
mjúkur.
2) Bætið út í chilli, salti, turmeric,
papriku, cumin og coriander
kryddinu. Látið krauma í 2-3
mín.
3) Bætið út í kjúklingabaunum og
tómatmaukinu. Látið krauma
yfir vægum hita í 20 mín. Hrær-
ið í af og til.
4) Bætið út í garam masala krydd-
inu. Látið krauma með loki í ca.
10 mín. Ath: getur þurft að
bæta meira garam masala út í,
fer eftir smekk.
Borið fram með naan brauði
eða venjulegu brauði, fersku salati
og hrísgrjónum. Einnig gott að
hafa ns.perur með og setja ferskar
döðlur í salatið.
Alþjóðleg
róðstefna um
grænmetisfæði
Fjórða alþjóðlega ráðstefnan um
næringu grænmetisfæðis(vegeterian
nutrition) verður haldin að Loma
Linda University, California, dagana
8-11 apríl 2002. Þessi ráðstefna er
haldin 5 hvert ár og gefur ýtarlegt
yfirlit yfir nýjustu rannsóknir hvað
varðar næringu grænmetisfæðis og
einnig gefst tækifæri til að ræða mál-
in.
Fyrirlesarar koma frá öllum
heimshornum og er þetta gullið
tækifæri fyrir þá sem stunda rann-
sóknir, starfsfólk í heilsugeiranum,
nemendur og leikmenn. Þarna verða
fyrirlestrar, vinnuhópar og sam-
verustundir.
Ef þú óskar frekari upplýsinga
farðu á www.vegetariannut-
rition.org eða skrifaðu til:
4th International Congress on
Vegetarian Nutrition
School of Public Health, Nichol
Hall Room 1115
Loma Linda University
Loma Linda CA 92350
USA
Sími: (909) 558 7169
Kirkja Sjöunda Dags
Aðventista
Aðventfréttir
65. árg. -1. tbl. 2002
Útgefandi:
Kirkja S.d. aðventista á Islandi
Suðurhlíð 36,105 Reykjavík
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gavin Anthony
Prentun: Svansprent ehf.
Aðventfréttir
13