Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 3
Síðan, þegar hann kallaði á Adam í Garðinum, „hvar ert þú?" En Adam faldi sig. Þegar við erum særð leitum við stuðnings, leitum að einhverjum sem mun láta okkur líða betur. Olíkt því hvernig við bregðumst við, þeg- ar Guð var særður þá fór hann og leitaði að þeim sem særðu hann. Þessa páska erum við enn og aftur minnt á þann Guð sem kom að leita að þeim sem særðu hann. Hann kom til að þjóna, kom til að taka á sig syndir okkar og kom til þess að deyja fyrir þá sem særðu hann. Þegar Jesús mætti mótspyrnu og ásökunum þagði Hann. Hann leitað- ist ekki við að hefna sín né verja sig. Hann stóð sem þjónn því Hann vissi að Faðir Hans myndi í fyllingu tím- ans og á sirm hátt, láta rétt og réttlæti Hans skína sem ljós, sem hábjartan dag (S1 37,6), og Hann beið þögull. Ef einhver særir þig kallar eðlis- hvötin oft sterklega á hefnd. Að stan- da hljóður er sjaldan efst í huga okk- ar. Við höllumst að því að forðast þann sem særði okkur og eðlilegur hlýhugur okkar til hans dvínar frek- ar hratt. En við erum kölluð til að elska þá sem særa okkur. En hvernig? Hvern- ig eigum við að elska þá? Það er ein- ungis hægt með kærleika sem er rót- fastur í Guði sjálfum. Þessi himneski kærleikur birtist í fórn. Þennan kær- leika eigum við að endurspegla. Fórnfús kærleikur hefur engan áhuga á hefnd eða refsingu. Hann þráir sættir. Hann þráir að lagfæra það sem hefur verið brotið. Hann reynir ekki að réttlæta neitt, en leitar einungis eftir velferð annarra. Þegar Guð finnur til leitar hann okkar. Hann finnur til með okkur og vill reisa okkur við, aftur og aftur og aftur. „Hann rann upp eins og viðar- teinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. • Hann var hvorki fagur né glæsi- legur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. • Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamað- ur og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis. • En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. • Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum , og fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir. • Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. • Hann var hrjáður, en hann lít- illætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar. Og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum. • Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðar- mönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lif- enda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða. • Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með Þann 2. febrúar var haldið heilsu- námskeið í Aðventkirkjunni í Vest- mannaeyjum , í kjölfar könnunar sem gerð var þar fyrir jól. Melanie Davíðsdóttir fór með fjölskyldu sína ásamt Margaréti Ospinu. Það komu 11 manns af þeim 12 sem skráðu sig á námskeiðið. Flest utansafnaðar- fólk. Það voru tveir fyrirlestrar, einn um mataræði og algengustu sjúk- dóma meðal íslendinga, og einn um ofnæmi. Það voru heitar umræður og mikill áhugi varðandi mjólkur- laust fæði, sem erfitt er að nálgast í eyjum. Þáttakendumir fengu upp- skriftabók og Melanie var með sýni- kennslu úr uppskriftabókinni. Það var meðal annars sýnt hvernig á að búa til soja- og möndlumjólk, kasjú- ríkum, þótt hann hefði eigi rang- læti framið og svik væru ekki í munni hans. • En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektar- fórn, skyldi hann fá að líta af- sprengi og lifa langa ævi og áfor- mi Drottins fyrir hans hönd fram- gengt verða. • Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. • Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðis- mönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræð- ismönnum." (Jesaja 53,2-12) Gleðilega páska. Gavin Anthony og tófuosta. Svo var boðið upp á matinn úr sýnikennslunni á meðan að hinn fyrirlesturinn stóð. Gestirnir fengu að smakka mjólkina, ostana með kexi, og nokkra kökur til dæm- is ananas-tófu ostaköku, sem var mjög vinsæl. Eftir námskeiðið var mikið spjallað og komumst við að því að þarna var áhugi á áframhald- andi námskeiði. Kannski næst væri hægt að leggja áherslu á matar- kennsluna sjálfa. I þetta sinn var meira lagt upp úr fyrirlestrum. Hvað gerist verður gaman að sjá. í Vest- mannaeyjum er allavegana búið að sá fræi, í hvað virðist vera, góðan jarðveg. Nú er bara að passa upp á að fræið þorni ekki og verði ónýtt. Með kveðju Margrét Ospina Heilsunámskeið í Vestmannaeyjum Aðventfréttir 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.