Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.01.2002, Blaðsíða 10
Vesalings kötturinn sleginn úr tunnunni Þann 16. febrúar s.l. kl. 16:00 þá hélt barnahvíldardagsskólinn í Reykjavík, öskudagsskemmtun sína, í þriðja sinn. Þetta er orðin árleg hefð hjá okkur að efna til skemmtunar fyrir börn og unglinga frá öllum söfnuðum. Aðallega er það yngri kynslóðin sem lætur til sín taka og er uppistaðan í þessum hópi. Amicos-hópurinn kom og að- stoðaði okkur við að aflienda matinn og drykkinn og slógu sinn eigin kött úr rammgerðri tunnu. Sennilega hafa verið um 60 krakkar komnir saman í Suður- hlíðasskóla þennan dag. Dói var svo sjálfsagður með nikkuna að það gleymdist næst- um því að biðja hann. Hann bara sá það í öllum auglýsingum hvar hann ætti að vera þennan dag. Kyrrðar- stund við lok hvíldardagsins og síð- an hófst fjörið - leikið inni í sal við undirleik Dóa, á meðan beðið var eftir pitsunum. Síðan voru hengdir upp 4 kassar miserfiðir eftir því fyrir hvaða aldur þeir voru ætlaðir fyrir. Réttlætis átti að vera gætt, því þegar hrundi úr hverjum kassa þá kom sælgætið innpakkað í poka svo nú fékk hvert barn sinn poka og von- andi allir unað glaðir við sitt. Það er öllum nauðsyn að skemmta sér sam- an og töldum við að þetta litla fólk yrði búið að fá nóg frá kl. 16.00-20:00. Svo skemmtuninni lauk á þeim tímapunkti. Sigriour Kristjnnsdóttir Jv ik Æ

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.