Aðventfréttir - 01.02.2008, Page 3

Aðventfréttir - 01.02.2008, Page 3
Gerum rúm í bænum okkar fyrir alla þætti hennar. Fimm þætti mætti nefna: Fyrst lofgjörð - auðmýking sjálfsins frammi fyrir Guði í anda sæluboðan- anna. Þá játning - ekki bara „fyrirgef mér allt sem ég hefi gjört rangt," heldur að takast á við hverja þá synd sem Andinn bendir á. Þá fyrirbæn - hér er mikil þörf sem ekki er hægt að sinna á stuttum tíma. Biðjum fyrir hvert öðru, fyrir þeim sem eru í leiðtoga- og áhrifa- stöðum, því þegar söfnuðurinn biður saman fyrir safnaðarstarfinu í heild þá verður árangur en án bænar verður enginn árangur! Þá þakkargjörð - eilífðin er of stutt til að tjá Guði sem bæri! Og að lokum helgun að gefast Guði að nýju daglega og að leggja líf sitt á altarið sem „lifandi, heilög, Guði þóknanleg fórn.“ Hvílík gleði og forréttindi að fá að gera þetta. Gleymum aldrei mætti bænarinnar. Hún getur breytt mannlegu eðli og gert heilagar konur og karla úr syndurum, tengt himininn jörðinni, unnið bug á hinu illa, eflt það sem gott er og bjargað sál- inni frá glötun. Hvers vegna notum við hana ekki meira en við gerum? Skyldi það ekki vekja furðu himneskar engla og valda Guði sorg þegar við gerum okkur þannig grein fyrir áhrifamætti bænarinnar en jafnframt vanrækjum hana sem raun ber vitni? Sannarlega er árangur í okkar daglega lífi, safnaðar- lífinu og í þjóðfélagi okkar í heild háður bæninni. Mætti það verða ásteningur okkar þessu nýja ári að nýta okkur þennan undursamlega mátt í miklu rlkari mæli. Eric Guðmundsson neimiLdarmgndargerd fgrir gngt KUihmgndargerdarfóLH [13-18 ára) hefst Laugardaginn 16. fedrúar kl. 1600 i aduentKirKjunni ingóLfsstæti io. ánugasamir eru Dednír ad sKrá Sig med smsi í síma 860 66M0. nánari upDLgsingar fást á Kött.is LÆRÐU ENSKU í ENGLANDI m Nánari upplýsingar: Heimasíða: www.newbold.ac.uk Netfang: admissionsnewbold.ac.uk Sími +44 1344 407421 NEWB@LD a mirxi-opensng expenence Almennt nám 21. jan.—16. maí 2008 26. ágúst—11. des. 2008 19. jan.—15. maí 2009 Sumarskóli 3.-29.JÚIÍ 2008 Komdu og vertu allan tímann eða hluta hans: • Fyrsti hluti: 3.-14. júlí • Annar hluti: 11.-21. júlí • Þriðji hluti: 18.-28. júlí Námskeið fyrir enskukennarar 25. júlí til 3. ágúst 2008 AÐVENTFRÉTTIR • Februar 2008 |

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.