Bræðrabandið - 01.01.1974, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.01.1974, Blaðsíða 5
Bls. 5 - BRÆÐRABANDH) - 1. tbl. og orsakar svo mörg andleg vandamál, er eigingirni. Hjarta mannlegs eölis sækir af ákefð eftir því að þóknast sjálfu sér. Það reynir að öölast fyrir sjálft sig sérhvað, sem stuðlað getur að eigin ánægju þess og ö'ryggi. Eina markmið mannlegs hjarta er að fá. Þetta er í andstb'ðu við meginreglu himinsins, sem er að gefa. Eina leiðin til aö gera sáttmála við Guð er að fðrna algjö'rlega hjarta sínu fyrir vilja hans. Páll sagði frá ægilegri baráttu hið innra méð sér. "Því að hið gðða, sem ég vil, gjöri eg ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það gjöri ég." (Röm. 7,19) Vilji hans og ðskir voru í andstöðu við vilja Guðs. Aðeins með því að éetja líf sitt algjörlega undir stjðrn Guðs gat hann verið öruggur, 6g eftir að hafa fylgt þeirri stefnu til æviloka gat hann sagt: "Ég hefi barizt gððu baráttunni, hefi fullnað skeiðið hefi varðveitt truna." (2 Tím. 4,7) En þetta gerðist ekki fyrir tilviljun; Páll kaus þetta hlutskipti. A eftirminnilegri ferð sinni til Damaskus hafði hann tekið ákvörðun sína: "Hvað á ég að gjöra, herra?" (Post.22,lo) Hann gjörði sáttmála sinn við Guð með því að fðrna eigin vilja sinum fyrir vilja Guðs. Á þennan hátt lagði hann líf sitt algjörlega undir stjðrn Guðs. "Drottinn ætlast til þess að við séum undirgefin vilja hans, leidd af anda hans og helguö þjðnustu hans. EigingLrni verður að víkja og við verðum að sigra hvern lundernisgalla okkar á sama hátt og Kristur sigraði. Til þess að okkur takist það, verðum við að deyja sjálfum okkur daglega." (4. Testemonies bls. 66) "1 daglegu lífi verður að afneita og sLgrast á sjálfinu .... með því að deyja sóálfum sér daglega í smáatriðum daglegs llfs verðum við sigurvegarar."( 2. Testimonies bls. 132) Dagleg sjálfsfðrn gerir menn og konur að sigurvegurunum sem safnað verður til hans. "Þeim er sigrar, honum mun eg gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradls Guðs." (Op. 2,7) Ef til vill er skýringin á fðrn sem algerri lausn frá sérhverri eigingirni betur skilin í ljðsi þess að NOTA fremur en GEPA - bæði meö tilliti til dreifingar og áframhaldandi umráða yfir eignum Guðs. 1 þessu fælist að ráðsmaður fengi stöðugar sendingar frá hinum miklu birgðumhininsins og sem erindreki Guðs annaðist hann dreifingu þessara birgða til stuðnings hinu mikla starfi til endurlausnar sálna. Sérhver þáttur lífs okkar sem fulltrúa Guðs væri undir guðlegri stjðrn. Þetta fellur inn í myndina um tengsl eiganda og ráðsmanns þar sem allt, sem maðurinn hefur til umráða, stendur eigandanum til boða hvenær sem er og í þeim mæli, sem hann óskar. Allar eigingjarnar kröfur mannlegs hjarta eru þaggaöar aiður. Þetta er átt við með því að setja allt á "fðrnaraltarið." Viljian frh á bls.ÍO

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.