Heimilisritið - 01.02.1945, Qupperneq 17

Heimilisritið - 01.02.1945, Qupperneq 17
— nú en húsið í Sussex átti eft- ir að afhjúpa margt undarlegt. Hið glottandi, hvíta andlit reynd- ist vera á Blanko, hvíta apanum hans Jonathan Lowes. Eigandi hans kom sjálfur í Ijós strax á eftir, velbúin með fulla körfu af ávöxtum. „Eg var að gefa dýrunum mínum úti í garði. Eg vona að ég hafi ekki valdið yður ónæði“, sagði hann. Eg hristi höfuðið. Eg gat ekki hugsað um annað en hin nýju tíðindi. „Segið þér mér eitt, Lowe“, sagði ég, „hvaða álit höfðuð þér í raun og sannleika á frú Ant- hony Strahane, konunni sem við sáum í dýragarðinum?“. Það kom glampi í augu hans. „Tígrisdýrin væru ekki nálægt því eins hættuleg og hún“, svar- aði hann. „En því spyrjið þér?“ „Af því að ég var að frétta“, sagði ég hægmæltur, „að maður- inn hennar hefði fundist dauður í rúminu sínu í morgun. Senni- lega hefur hann hellt í sig eitri, því að það fannst eiturflaska við hlið hans“. Litla stund var steinhljóð. Hvíti apinn stökk upp á öxl hús- bónda síns og Lowe strauk hon- um blíðlega. „En frú Strahane?" spurði hann svo. „Hún var hérna í borginni í nótt. En hún er farin til Sussex þar sem maður hennar dvaldi. Og þangað verð ég að fara líka“. „Mér þætti mikið varið í að mega koma með“, sagði Lowe. „Þetta virðist bara vera venju- legt sjálfsmorð“, sagði ég. „Satt er það“, sagði hann. „En konan er að minnsta kosti ó- venjuleg. Og ég hefði gaman af að sjá hana aftur í Sussex eftir að hafa séð hana á meðal tígrisdýranna". „Eg hafði ánægju af samfylgd yðar“, sagði ég og flýtti mér svo inn í herbergi mitt til að klæða mig. KUKKUTÍMA síðar sátum við í lestinni. Eg reyndi að fá Lowe til að tala um hina einkennilegu konu, sem hafði hlegið til tígris- dýrsins, en það tókst ekki. Hann spurði aðeins tveggja spurninga. „Hvað var Anthony Strahane gamall?“ „Fjörutíu og níu“, svaraði ég. „En konan hans?“ Eg ypti öxlum. „Hver getur sagt um það? Blöðin verða að á- líta hana hálfþrítuga. Eg býst við að hún sé rúmlega þrítug. Hún er ungleg og fögur. Eg myndi ekki vilja spyrja hana um aldur hennar. Fréttaritstjórinn vill álíta hana tuttugu og fimm og fá mynd af henni þar sem hún lítur út fyrir að vera sautján ára“. Jonathan Lowe kinkaði kolli og fór að lesa í heljarmikilli og snjáðri skruddu, ég held eitthvað viðkomandi frumskógunum. Þegar við stigum út úr lest- HEIMILISRITIÐ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.