Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 22

Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 22
„Það hlýtur að vera ógleyman- leg stund, þegar þér hafið horfst í augu við tígrisdýr“. „Já“, svaraði Lowe. „Vissu- lega“. „Hafið þér orðið hræddur?“ „Mjög oft“. „Hefur tígrisdýr sært yður?“ „Einu sinni“. „Þér þurfið að vera varkár“. Hún stakk sígarettu milli vara sinna. Lowe flýtti sér að kveikja á eldspýtu og bjóða henni eld. „Eg er smeykur um að tígris- dýraveiðar mínar séu á enda“, sagði hann hlægjandi og slökkti á eldspýtunni. „Eg get þó að minnsta kosti gefið öðrum heil- ræði“, bætti hann við. „Ef til vill væri rétt að geta þess, að það það hefur sínar orsakir að ég er hér“. Hin gulu augu hennar stækk- uðu. „Er einhver hér, sem óskar eftir ráðleggingum viðvíkjandi tígrisveiðum ?“ spurði hún. „Hann var hér“, svaraði hann. „Hver?“ „Maðurinn yðar“. Það varð vandræðaleg þögn. Svo rauf Lowe sjálfur þögnina. „Já“, sagði hann, eins og ekk- ert væri um að vera. „Anthony Strahane skrifaði mér furðulegt bréf fyrir örfáum dögum. Hann virðist hafa verið haldinn ákafri hræðslu við tígrisdýr, eða öllu heldur eitt tígrisdýr. Hann spurði mig hvort möguleikar gætu verið fyrir því, að sál tígrisdýrs gæti tekið sér bólfestu í mannlegum líkama, eða jafnvel líkamnast. Þetta veit fólkið í frumskógun- um, auðvitað, að getur gerst og sálfræðingum eru slík fyrirbrigði kunnug. En í bréfi sínu heldur Strahane því fram, að hann óttist að tígrisdýr drepi sig þá og þeg- ar. Það var þess vegna sem ég ákvað að koma og leggja fram bréfið við rannsókn málsins“. „Hafið þér gert það?“ spurði Sir John. „Nei, ekki enn. Eg ætla að hug- leiða það betur og taka afstöðu um hvað gera skal, strax í fyrra- málið“. Nú stóð frú Strahane upp. „Eg verð að biðja ykkur um að hafa mig afsakaða", sagði hún. „Eg er mjög þreytt og ég veit að dagurinn á morgun verður erfiður“. Við sögðumst skilja hana vel, stóðum upp og horfðum á eftir henni. Hún gekk út úr herberg- inu léttstíg, hrífandi í vexti og með mýkt í hverri hreyfingu. Letts læknir varð fyrstur til að opna munninn. ,Ja, það er furðulegt að 'nugsa sér hvað þessi kona hefur orðið að reyna — og geta þó haft svo mikið vald yfir sér að sitja hér og tala við okkur um brúðkaups- förina. Hún var alveg mógnuð!“ „Alveg mögnuð“, endurtók; Lowe. „Jæja, ég var að hugsa um að fara upp í herbergið mitt“, sagði Lett. „Eg er hvíldar þurfi. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.