Heimilisritið - 01.02.1945, Side 26

Heimilisritið - 01.02.1945, Side 26
á hana glæpinn. Þegar ég minnt- ist á lyfjabúðina í Lugano, brá henni í brún, enda hefur húr. áreiðanlega fengið eiturtöflumar þar. Anthony Strahane vissi að kona hans sóttist eftir lífi hans. En hann gat ekki grunað að hún undirbyggi morðið svo sniðug- lega, að hann dræpi sig sjálfur — sem hún gerði alveg áreiðan- lega. Hann hélt að hann væri að taka inn sitt venjulega svefn- meðal, en í stað þess var það banvænt eitur“. Hin deyjandi kona lyfti höfð- inu frá gólfinu. Gul augu hennar voru starandi. „Lævísi refurinn þinn“, hvíslaði hún á milli tannanna og svipur reiðs týgrisdýrs kom yfir andlit hennar. Svo reis hún með erfiðis- V munum upp við dogg. „Fyrir- gefðu mér, Albert, ég elska þig“. Svo valt hún útaf dauð. ... Eg hafði lokið við að skrifa sögu mína fyrir blaðið. Það^Var góð saga að mínu áliti. Eg var í þann veginn áð hringja til frétta- ritstjórans, en hikaði. „Segðu mér eitt“, sagði ég við Lowe, sem hallaði sér aftur á bak í djúpum hægindastól í bóka- herbergi Sir Johns, „hvers vegna datt yður í hug að Strahane hefði verið byrlað eitur? Vakti Letts læknir athygli yðar á því?“ Jonathan Lowe hristi höfuðið. „Letts rétt leit á líkið og full- yrti svo að Strahane hefði dáið af ofstórum skammti af svefn- lyfi. Nei, en héraðslæknirinn gaf mér hugmyndina. Hann var mjög samviskusamur. Hann hafði aldrei verið kallaður út af sams- konar tilfelli áður og lagði sig því fram við að rannsaka það. Hann tók eftir því, að svo virtist sem dauði Strahanes hefði orsak- ast af sterku, bráðdrepandi eitri“. „Og það, að viðbættu bréfinu, sem þér fenguð frá Strahane um tígrisdýrin, hefur orðið til þess að þér grunuðuð konuna, ha?“ „Það var ekki um neitt bréf að ræða“, sagði Lowe. „Eg hef aldrei fengið bréf frá honum um ævina. Eg er ansi hrædur um að ég hafi skrökvað meira en lítið að frú Strahane við kvöld- borðið. Eg þurfti að egna hana, og ég gerði það með því að búa til söguna um bréfið. Frú Stra- hane sá í hendi sér að slíkt bréf gæti orðið henni hættulegt, ef það yrði lesið upp við rannsókn málsins. Hún fann að hún yrði að komast yfir það og eyðileggja það. Jæja, sem sakamálafrétta- ritari ættuð þér að vita, að morð- ingi fer undantekningarlítið alltaf eins að, þegar hann drýgir morð. Ýmsir morðingjar, sem hafa drepið fjölda manns, hafa staðfest þá reglu. Frú Strahane notaði klóna — dæluna“. „Svo að þér hafið fundið það á yður að mestu leyti, hvemig öllu var varið?“ spurði ég. „Já, það er eðlishvötin, sem frumskógamir ala upp í manni“, sagði Lowe brosandi. Eg flýtti mér að símanum. 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.