Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 48

Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 48
nú ekki til. Frá Skandinavíu og Luxemburg fengu þeir um 11 millj. smálestir. Yfirleitt er Þjóð- verjum hnekkir mikill að því að missa þannig um helming ai venjulegum innflutningi, en með- an þeir eiga greiðan gang að Skandinavíu, Balkanskaga og Rússlandi eru þeir ekki svipað því eins illa staddir og 1914. „Gagnárásin“ mikla á Pólverja hófst fyrir réttum hálfum mán- uði. Á þessum 14 dögum hefur hinn vélbúni her Þjóðverja, grár fyrir jámum, hrakið pólska her- inn á undan sér yfir tvö hundr- uð mílur, tekið hundrað þúsund- ir fanga og svo að segja brotið Pólverja á bak aftur. 1 dag standa þýzku hersveitirnar við virki Brest-Litovsk, þar sem Þjóðverjar sögðu Sovét-Rússum fyrir um harða friðarkosti 1917. Annar þýzkur her nálgast rúm- ensku landamærin og opnar Þýzkalandi þannig leið að geysi- legum olíuauði og hveitibirgðum. Að vísu er hraustur, pólskur her enn ósigraður við Kutno, en hann er umkringdur, hve lengi þraukar hann? Og Varsjá verst enn, en hve lengi? Ritvörðurinn hreyfði engum andmælum, er ég gat þess í kvöld, að nú kynnu Rússar að ' skerast í leikinn og hirða þann hluta Póllands, sem byggður er Rússum. Mikið er skrafað um frið. / Berlín, 16. sept. 1939 Amerísk kona, sem ég þekki, keypti sardínudós í dag. Kaup- maðurinn krafðist þess að mega opna dósina áður en hún færi með hana. Varúðarráðstöfun. Þú getur ekki hamstrað dósamat, ef þú færð dósimar opnar. Berlín, 17. sept. 1939 Rauði herinn réðst inn í Pól- land í morgun, þegar klukkan hjá Rússum var sex. Auðvitað höfðu Rússar gert griðasátt- mála við Pólverja. Hvílíkur óra- tími mér finnst vera liðinn, síð- an ég var í Genf og öðrum stói- borgum og hlustaði á rússneska stjórnmálaleiðtoga tala um sam- eiginlega baráttu gegn oíbeld- inu, — og þó er það örstutt. Nú rekur Sovét-Rússland rýtinginn í bak Pólverjum og rauði herinn tekur höndum saman við nazista- herinn um að leggja Pólland undir sig. Og þessum tíðindum var auðvitað fagnað hjartanlega í Berlín í morgun. Ritvörðurinn var mjög sann- gjarn í dag. Hann leyfði mér að útvarpa þessu: „Ef Varsjá gefst ekki upp, tætir þýzki her- inn þar eina af stærstu borgum Evrópu í sundur og mikill hluti af mannslífum bíður sömu örlög. Annað eins hefur áreiðanlega aldrei gerzt í sögu mannkynsins. Fer til „vígstöðvanna“ á morg- un, ef þær er þá að finna nokk- urs staðar. I næsta hefti er lýsing á orustu í Póllandi, sem blaða- maðurinn verður sjónarvottur að. 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.