Heimilisritið - 01.02.1945, Page 49

Heimilisritið - 01.02.1945, Page 49
Kita Hayworth frétti fyrir nokkru að bróðir hennar, Vemon Cansino, hefði særzt hættulega á Italíuvígstöðvunum. Þremur dög- um síðar var henni tilkynnt, að maður hennar, snillingurinn Orson Welles, hefði lagzt veikur á ferðalagi sínu, er hann var að selja stríðsskuldabréf fyrir stjómina. Var hann heilsuveill fyrir og þoldi ekki áreynzluna, enda hafa margar filmdísir komið veikar og taugabilaðar úr slíkum söluferðum. Rita hefur tekið öllu þessu með miklu iafn- aðargeði. ★ Bing Crosby hefur öll þau mörgu ár, sem hann hefur verið kvikmyndaleikari, aldiei safnað saman því, sem um hann hefur verið sagt á prenti. Flestar stjörnur eiga úrklippubækur, þar sem þær geynia allt, sem um þær hefur verið ritað. Bing er nú á tindi frægðar sinnar og þyk- ir alltaf vera að fara fram sem leikari, en leiklistin hefur alltaf verið hin veika hlið hans. Rödd- in er guðdómleg eins og við vit- um og henni og dugnaði sínum á hann fyrst og fremst frægð sína að þakka. ★ Verið er að hvísla um, að ekki sé allt með felldu með sambúð þriggja þekktra hjóna í Holly- wood. Sagt er að vart hafi orðið við ósamkomulag milli þeirra Poulette Goddard og Burgess Meredith, þótt stutt sé síðan þau voru gefin saman. Einhverjar erj- ur hafa og orðið milli þeirra Jane Wynaan og Konald Keagan, en hjónaband þeirra hefur ann- ars þótt fyrirmvnd. Orðrómur hefur einnig komist á kreik um, að hjónaband þeirra Lindu Darn- ell og Pev Marley,, sé ekki eins hamingjusamt og skyldi. ★ Margaret O’Brien er aðeir.s sjö ára gömul og hefur hlotið alveg dæmalausar vinsældir. Er talið að hún eigi eftir að feta í fótspor Shirley Temple. Fyrir skömmu lék hún í kvikmyndinni „Meet me in. St. Luis“ og þykir hafa tekist afburða vel. Leikur hún þar syst- ir Judy Garlands og vekur kvik- myndin miki umtal í Ameríku. Nokkra erfiðleika hefur það í för með sér, að hún er að taka tenn- ur og ' þarf að smíða tennur í stað þeirra, sem hún missir, þótt það vilji brenna við að hún missi gerfitennumar út úr sér þegar sízt skyldi. ★ Tvær af vinsælustu leikstjörn- unum í Hollywood eru orðnar svo uppteknar af mönnum sínum, og heimili, að talið er vafasamt að þær leiki öllu lengur. Það eru þær Alice Faye og Betty Grable. Alice er búin að eignast tvö böm og Betty eitt, en hefur lofað manni sínum a. m. k. öðm til, enda mun það þegar vera á leið- inni. ★ Hér em nöfn þriggja leikara, sem við skulum sanna til, að eiga eftir að festast okkur vel í minni: John Hodiak, Anne Baxt- er og June Allyson. Þetta em leikarar, sem em í mjög miklum uppgangi, en auk þess vekja þeir umtal af öðrum orsökum. Hodiak HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.