Heimilisritið - 01.02.1945, Qupperneq 62

Heimilisritið - 01.02.1945, Qupperneq 62
„Eg skal .segja þér Anna“, sagði Martin, „að ég held það sé bezt að þú farir með henni á myndina. Eg hef haft hálfgerðan höfuðverk í dag, svo að ég er ekki upplagður til að dansa í kvöld. Sennilega hef ég verið of lengi í sólskininu. Eg ætla snemma í rúmið“. Anna vissi að Martin langaði til að vera eiiin, vissi að hann myndi verða eirðarlaus þangað til hann hefði fengið fréttir af Íeiksýningunni. Hún féllst því á uppástungu hans, og þær Matilda horfðu á kvikmynd í hinum litla bíósal skipsins. Að sýningunni lokinni og þeg- ar Anna hafði fylgt gömlu kon- unni til klefa síns, fór hún að svipast um eftir Martin. Hann var ekki í þeirra klefa. Hún leitaði árangurslaust um allt þilfarið. Þegar hún gekk fram hjá dyrunum á reykingar- salnum leit hún inn um þær. í djúpum hægindastól, innst í salnum, sat Martin sofandi, á borði fyrir framan hann var tómt vínglas. Anna flýtti sér til hans og tók í annan handlegg honum. „Martin, vaknaðu!“ kallaði hún. Hann leit undrandi 'upp, og hún sá að hann hafði drukkið. Hann reis með erfiðismunum á fætur. Þegar þau komu inn í klefa þeirra, sagði hann þvoglu- legri rödd: „Fyrirgefðu, Anna, ég fékk mér einn sterkann. Eg mátti til með að hressa mig á ein- hverju“. Daginn eftir, þegar þau Anna og Martin stóðu við borðstokk- inn og horfðu á hinar ljósleitu byggingar í Gotenburg smáhverfa út við sjóndeildarhringinn, gekk skipsþjónn einn rakleiðis til Martins. „Fyrirgefið, eruð þér Martin Foster ?“ Martin kinkaði kolli og mað- urinn rétti honum gult umslag. „Eg er með símskeyti til yðar“. Anna fékk ákafan hjartslátt. Það hlaut að flytjá fréttir frá leiksýningunni. Nú fékk Martin úr því skorið, hvort leik- ritið hefði gert lukku eða ekki. Hann opnaði umslagið í flýti, og reyndi að láta ekki bera á því, hvað honum var mikið niðri fyr- ir. Anna beið forvitin á meðan hann las símskeytið. Svo rak hann upp háværan hlátur. „Hvað — hvað stendur í skeytinu, Martin ?“, stundi Annna. „Er það varðandi leikritið?" Hann kinkaði kollli og rétti henni skeytið. Hann var sigri- hrósandi á svip. Anna las: „Til hamingju. Blöð- in segja „Háflug“ bezta gleði- leik síðasta áratugs. Zena“. Anna leit til Martins. Augu hans tindruðu. Framhald í næsta hefti. 60 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.