Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 63

Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 63
HEIMILISSTÖRF Vinnusparnaður á heimilum Margar húsmæðurnar eru nú í vandræðum með að fá stúlkur sér til aðstoðar við heimilisstörfin. Þess vegna, og reyndar af mörg- um öðrum ástæðum, er nauðsyn- legt að innanhússtörfin séu unn- in af hagsýni og fyrirhyggju Það borgar sig ekki að eldast fyrir tímann af ástæðulausum þrældómi og áhyggjum. — Hér eru nokkur heilræði í því sam- bandi. Breiðið yfir alla þá hluti, sem ekki eru notaðir — húsgögn, föt, skrautmuni o. s. frv. Því færra sem þarf að þvo, ryksuga, bóna, þurka af, gera við eða sinna á annan hátt og hafa áhyggjur af — því minna erfiði. Ef eldhúsið er bjart og rúm- gott, þá er sjálfsagt að borða í því. Það er líka algengt — og langt frá því að vera ógeðfellt. — Á borðið er ágætt að breiða Iínoleumdúk, þá geta börnin leikið sér við borðið með vatns- litina sína, án þess nokkuð sé að óttast. Það er gamalt og gott ráð, að dreifa blautum tebiöðum á gólfið áður en það er sópað. Rykið loðir við teblöðin, þegar það er sópað, í stað þess að þyrlast um allt, og gólfið verður furðu hreint á eftir. Heillaráð er það líka, að hafa körfu í dagstofunni, þar sem hægt er að leggja frá sér smá- hluti, bækur saumadót, blöð o. s. frv. Jafnvel má venja börnin á að láta leikföngin sín þar, ef þau skreppa frá. Og á kvöldin eru svo hlutirnir látnir á sinn stað, án þess að þurfa að safna þeim úr ölllum áttum. En fyrst og fremst skaltu selja, gefa, henda eða breyta öllum þeim óþarfa blutum sem þú átt. Þú þarft ekkí að leita lengi inni í klæðaskáp, undir legubekk, uppi á skáp, í skúffum eða jafnvel á borðum og gólf- inu, að hlutum, sem þú hefur ekkert að gera við. — Og það er margfallt betra að vera í hrein- legu og tildurslausu umhverfi, blettlausu og velhirtu, heldur en að halda áfram sömu metnaðar- fullu samkeppninni við hana frú Guðrúnu. (/— - ' ........... FULLMIKIÐ AF ÞVÍ GÓÐA Maður nokkur kom á ben- sínstöð. Hann fékk bílinn sinn þveginn, vatn á vatns- kassann, pússaða gluggana og loft í gúmmíin, allt ó- keypis, og svo bað hann stöðvarmanninn um að reka út úr sér tunguna, til þess að hann gæti frímerkt bréf, sem hann ætlaði að biðja stöðvarmanninn um að koma í póstinn fyrir sig. HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.