Bæjarblaðið - 06.03.1991, Side 8

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Side 8
8 BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð okksýnina Nm emendurúrFjöl- brautaskóla Suðurnesja frumsýndu á fostudagskvöldið rokksýninguna“f tónastíptunum”í Stapa. Undir- ritaður hefur starfað í meira en 10 ár í skemmt- anabransanum og séð fjölmargar sýningar sem settar hafa verið upp. í veitingahúsum, og gefur þessi sýning FS-inga þeim sýningum ekkert eftir. Uppsetningu önnuðust krakkamir á eigin spýtur, bæði hvað varðarljósbúnað, sviðsmynd, tónlistar- ílut ning, dansa, söng og leik. Er Ijóst að gífurleg vinna liggur að baki þessari sýningu. Um 40 nemendur taka þátt í henni á einn eða annan hátt, 10 dansarar, 8 manna hljóm s veit, 6 leikarar, auk söngvara, ljósamanna, sviðsmanna, búninga- hönnuða, hárgreiðslu og föðrunarfólks. Á sýningunni er flutt kröftugt og fjörugt rokk frá upphafi til loka. Byijað er á gömlu gullaldarárum rokksins, þegarPresley.Litle Richard og allir hinir voru hvað vinsælastir. Þáeru flutt nokkur lög úr hinni geysivinsælu kvikmynd “Grease”, en lög úr henni náðu nokkrum vinsældum á nýjan leik fyrir um einu ári síðan. Þá eru einnig fluttir gullmolar eins og “Time Warp" úr Rocky Horror Picture Show, Blues Brothers koma við sögu, MeatLoaf og fl. og fl. Sýningin er hæfilega löng, eðaum klukkutími. Hérerá ferðinni hin besta skemmtun, sem alveg eins mætti fara með víðar. Hér á opnunni eru nokkrar svipmy ndir sem teknar voru við frumsýninguna. -ELG

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.