Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 1
VerkTækni golfmótið 3 Reglugerð um raforkuvirki 7 Áhrifamáttur kítínfásykra 8 Ný bók í ritröð VFÍ 6 Kjaramál 10 6 . t b l . 1 4 . á r g . 2 0 0 8 Nýr framkvæmdastjóri 4 Nýja Þjórsárbrúin hlaut viðurkenningu í samkeppni Norræna vegasambandsins (NVF) og sló þar með út Eyrarsundsbrúna og fleiri norrænar stórframkvæmdir í brúa- og jarðgangagerð. Viðurkenningin er veitt fyrir framsækni í hönnun og byggingu mannvirkis. Fjórða hvert ár heldur NVF stóra ráð- stefnu á sviði vegagerðar. Í tengslum við ráðstefnuna stendur Brúa- og jarð- ganganefnd NVF fyrir samkeppni þar sem hvert land getur tilnefnt tvö verkefni sem unnin hafa verið síðastliðin átta ár. Auk Þjórsárbrúarinnar voru til dæmis Eyrarsundsbrúin í Danmörku, Tervalabrúin í Finnlandi og Gautaborgargöngin í Svíþjóð tilnefnd. Viðurkenningin er veitt þeirri fram- kvæmd sem er áleitin í verkfræðilegum skilningi. Þjórsárbrúin varð meðal annars fyrir valinu vegna þess að hún er hönnuð með það að markmiði að þola stóra jarð- skjálfta án þess að það komi niður á burð- arþoli brúarinnar eða útliti. Einnig var við hönnun hennar tekið mið af náttúrunni, beitt var fjölda nýrra byggingarlausna auk þess sem hugmyndaríkum lausnum var beitt við smíðina. Brúadeild Vegagerðarinnar hannaði brúna. Bjarni Bessason prófessor við verkfræðideild HÍ veitti ráðgjöf við jarðskjálftahönnunina, auk verkfræðistofa sem veittu ráðgjöf um bergfestur, hönnun á súlum og jarðskjálfta- legum. Einar Hafliðason forstöðumaður brúa- deildar Vegagerðarinnar tók á móti við- urkenningunni. Henni fylgdi áletraður koparskjöldur sem verður festur á brúna. Ítarleg umfjöllun um nýju Þjórsárbrúna er í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar (18. tbl. 2008). Norræna vegtæknisambandið: www.nvfnorden.org Þjórsárbrú fær viðurkenningu

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.