Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 6

Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 6
Út er komið fimmta bindið í ritröð VFÍ um sögu verkfræði og tækniþekking- ar á Íslandi. Að þessu sinni er fjallað um sementsframleiðslu á Íslandi en Verkfræðingafélag Íslands stóð í upphafi fyrir umræðum um það mál. Höfundur bók- arinnar er Dr. Guðmundur Guðmundsson. Á bókarkápu segir: Um 1930 hófst umræðan um íslenska sementsframleiðslu fyrir alvöru og það var Jón Þorláksson byggingarverkfræðingur, ráðherra og borg- arstjóri í Reykjavík sem leiddi hana. Það vandamál kom fljótt í ljós að hefðbundin hráefni til sementsgerðar, þ.e. kalksteinn og leirsambönd, voru ekki fyrir hendi í landinu. Ekki var ljóst hvaða jarðefni mætti nota í staðinn en eftir mikla leit og rann- sóknir var ákveðið að reisa verksmiðju á Akranesi sem byggði framleiðslu sína á skeljasandi sem kalkgjafa og gosefninu líp- aríti sem kísilgjafa. Þannig voru strax í upp- hafi troðnar óhefðbundnar slóðir í sem- entsframleiðslu en Íslendingar voru síðar frumkvöðlar á ýmsum sviðum og voru t.d. fyrstir til að nýta kísilryk til að auka gæði sementsins, en það var nú almennt notað í heiminum þar sem kröfur um endingu og gæði eru sérlega miklar. Sement hefur verið notað í flest mann- virki á Íslandi og er árlegt framleiðslumagn Sementsverksmiðjunnar góður mælikvarði um hagsæld þjóðarinnar og uppbyggingu í landinu á hverjum tíma. Bókin fæst á skrifstofu VFÍ og er verð til félagsmanna kr. 3.000.- Almennt verð er kr. 3.500.- Hægt er að panta bókina í síma: 535 9300 og með tölvupósti: verktaekni@ skrifstofa.is Önnur rit Á 90 ára afmæli VFÍ var ákveðið að ráðast í útgáfu ritraðar sem ráðgert er að ljúki með útgáfu á Sögu Verkfræðingafélags Íslands á hundrað ára afmæli félagsins 19. apríl 2012. Í ritröðinni er fjallað um hin ýmsu svið sem verkfræðingar hafa starfað á en afar lítið er til af slíku efni á íslensku. Í upphafi var mörkuð sú stefna að ritin skuli vera auðlesin, fróðleg og skemmtileg og höfða til almenn- ings jafnt sem verkfræðinga. Bækurnar prýðir fjöldi mynda. Auk bókarinnar Sementsiðnaður á Íslandi í 50 ár hafa eftirtalin rit komið út og fást einnig á skrifstofu VFÍ. Brýr að baki. Brýr á Íslandi í 1100 ár. Í bókinni er varpað nýju og óvæntu ljósi á ýmislegt í sögu brúargerðar á Íslandi. Dregnar eru fram fjölmargar heimildir sem legið höfðu rykfallnar á söfnum. Bókin er prýdd fjölda mynda sem fæstar hafa birst áður. Í ljósi vísindanna. Saga hagnýtra rann- sókna á Íslandi. Viðfangsefni bókarinnar eru hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Í ritinu er rakinn aðdragand- inn að stofnun Atvinnudeildar Háskólans og Rannsóknaráðs ríkisins á fjórða áratug síð- ustu aldar. Þá er fjallað um rann- sóknastofnanir atvinnuveganna sem spruttu af Atvinnudeildinni. Afl í segulæðum. Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár. Bókin kom út árið 2004. Þá var liðin öld frá því lítil vatnsafls- virkjun í Hamarkotslæk í Hafnarfirði hóf raforku- framleiðslu og var fyrsti vísirinn að rafmagnsveitu á Íslandi. Flestir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þessa áfanga og þeim tækifærum sem raforkan hafði yfir að búa. Í bókinni er sögð saga rafvæðingarinnar á Íslandi, bæði upp- hafsárin og samveitutímabilið sem og saga iðnaðaruppbyggingar seinni ára. Frumherjar í verkfræði á Íslandi. Bókin kom út á 90 ára afmæli félagsins árið 2002. Þar er rakin saga þeirra manna sem ruddu æðri verkþekkingu braut á Íslandi og hringdu inn nýja öld framfara í verk- legum efnum. Bókin er ómetanleg heim- ild um störf og aðstæður verkfræðinga í upphafi 20. aldar og gefur raunsanna mynd af þjóðfélaginu í heild og þróun þess frá örbirgð til bjargálna. SEMENTSIÐNAÐURÁ ÍSLANDI Í 50 ÁR RIT V Í RITRÖÐ VFÍ V Dr. Guðmundur Guðmundsson Ritröð VFÍ Sementsiðnaður á Íslandi í 50 ár Nýverið kom út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi bókin Dögun vetnisaldar – Róteindin tamin eftir Þorstein Inga Sigfússon, eðlisfræðiprófessor og for- stjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þorsteinn hefur verið í fararbroddi í heiminum við að kanna leiðir til þess að auka veg endurnýjanlegrar orku og orkubera, einkum vetnis. Á bókarkápu segir ennfremur. Í þessari bók sem hann skrifaði upphaflega á ensku og ætlaði öllum heiminum sameinar hann lifandi frásagnargleði og gríðarlegt magn upp- lýsinga sem hann býr þannig um að efnið er gert aðgengilegt og skemmtilegt. Höfundur og sögumaður hrífur lesand- ann með sér í ferð sem spannar allt frá upphafi heimsins, myndun efnisheimsins og fram til framtíðar. Allar tegundir orku eru kynntar og settar í samhengi og áhrif orkuvinnslu á umhverfið eru rakin. Loks kynnist lesandinn hvernig vetni og vetnistækni geta haft áhrif til breytinga og ferð með höfundi um heiminn til að kynnast nýjung- um í þessari framsýnu orkutækni á öllum sviðum. Bókin kom út samtímis í Oxford og Reykjavík á ensku og íslensku. Baldur Arnarson þýddi bókina á íslensku og staðfærði ásamt höfundi. Íslenska útgáfan er aukin með dýpri og ítarlegri frásögn og lýsingum. Á síðasta ári hlaut Þorsteinn hin heims- þekktu Global orkuverðlaun sem talin eru ígildi Nóbelsverðlauna í orkuverkfræði. Alþjóðleg vefsíða bókarinnar: www.tamingoftheproton.com Dögun vetnisaldar  / BÆKUR

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.