Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 4
4 / VeRKTÆKNi
Árni Björn Björnsson
verkfræðingur hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri
TFÍ, SV og VFÍ. Árni kemur
til starfa 1. ágúst og tekur við
framkvæmdastjórastöðunni
af Loga Kristjánssyni 20.
september. Logi var ráðinn
framkvæmdastjóri VFÍ og
TFÍ haustið 1997 og hefur
frá áramótum einnig verið
framkvæmdastjóri SV.
Árni var framkvæmdastjóri
SV á árunum 2000-07 og
þekkir því vel til starfsemi félaganna. Árni
er fæddur í Reykjavík 1958. Hann varð
stúdent frá MR 1979 og lauk M.Sc. prófi í
byggingarverkfræði frá LTH í Svíþjóð 1987.
Hann starfaði hjá byggingarfulltrúanum í
Reykjavík frá 1987-2000. Eiginkona Árna er
Halldóra Bragadóttir arkitekt og
eiga þau tvö börn.
Framkvæmdir á fyrstu
hæðinni
Nú eru framkvæmdir í
fullum gangi á fyrstu hæð
Verkfræðingahússins en skrifstofa
TFÍ, SV og VFÍ mun flytja
þangað eftir sumarfrí. Skrifstofa
félaganna er nú á annarri hæð.
Skýrslutæknifélagið hefur flutt
aðsetur sitt í Verkfræðingahús og
mun leigja að hluta til húsnæðið
þar sem skrifstofa félaganna var áður.
Nú hafa eftirtalin félög og fyr-
irtæki aðsetur í Verkfræðingahúsi:
Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag
verkfræðinga, Tæknifræðingafélag Íslands,
Lífeyrissjóður verkfræðinga, Félag ráð-
gjafarverkfræðinga, Arkitektafélag
Íslands, Félag sjálfstætt starfandi
arkitekta, Félag húsgagna- og inn-
anhússarkitekta, Félag íslenskra
landslagsarkitekta, Skýrslutæknifélag
Íslands, Iðnfræðingafélag Íslands,
Byggingafræðingafélag Íslands,
Verkefnastjórnunarfélag Íslands,
Skipulagsfræðingafélag Íslands, Magnús
Baldursson, lögmaður og Miðverk, tölvu-
og kerfisfræðiþjónusta. Auk þess þjón-
ustar skrifstofa félaganna Stéttarfélag
byggingarfræðinga og Stéttarfélag tölv-
unarfræðinga.
Til stendur að Verkfræðingahúsið fái
mikla andlitslyftingu því þegar skrifstofu-
húsnæðið er fullbúið verður ráðist í end-
urbætur á anddyri og stigagangi. Salur á
jarðhæð verður einnig tekinn í gegn og
endurbættur með tilliti til hljóðvistar.
Nýr framkvæmdastjóri
Árni Björn Björnsson.
Danfoss tengigrindur
Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-
og snjóbræðslukerfi og fl.
Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður
Áratuga reynsla stjórnbúnaðar
við íslenskar hitaveituaðstæður
Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á
stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi
Skútuvogi 6 104 Reykjavík
Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Danfoss hf
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Verkfræðingahús Engjateigi 9.