Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 7
Undir lok síðasta árs var reglugerð um
raforkuvirki nr. 264/1971 breytt verulega.
Felldir voru burtu kafli 2 Heiti og hugtök
og kafli 3 Reglur um gerð, tilhögun og starf-
rækslu raforkuvirkja. Eftir stendur nokkuð
breyttur 1. kafli sem lýsir fyrirkomulagi
rafmagnsöryggismála hér á landi. Kafli 3
var tæknilegi hluti reglugerðarinnar þar
sem lýst var nokkuð nákvæmlega hvernig
útfærsla virkja ætti að vera svo þau stæðust
kröfur um rafmagnsöryggi.
Í stað kafla 2 og 3 eru nú tilgreindar
ákveðnar grunnkröfur í gr. 1.10 í reglugerð-
inni sem öll raforkuvirki verða að uppfylla,
hvort sem þau eru háspennt eða lágspennt.
Virkin eiga einnig að uppfylla sérstakar
öryggiskröfur sem tilgreindar eru í greinum
1.11, 1.12 og 1.13. Grunnkröfurnar skv. gr.
1.10 hafa reyndar alltaf verið í reglugerð-
inni en nú eru fleiri möguleikar en áður að
uppfylla þær.
Ef þau virki sem talin eru upp hér að
ofan eru hönnuð og sett upp samkvæmt
íslenskum stöðlum og sérstöku örygg-
iskröfunum skv. greinum 1.11, 1.12 og 1.13
Ef menn kjósa að nota aðrar aðferðir við
hönnun og uppsetningu virkja en kveðið er á
um í fyrrgreindum stöðlum skulu þær aðferðir
og ástæður fyrir beitingu þeirra skjalfestar.
Hafa ber í huga að það mun verða heimilt
fram til 1. janúar 2009 að fara eftir eldri ákvæð-
um reglugerðar nr. 264/1971 um raforkuvirki,
með áorðnum breytingum, eins og við á, vegna
vinnu við raflagnir lágspenntra neysluveitna.
Vinnu við þær raflagnir skal þó lokið eigi síðar
en 1. janúar 2010.
Rétt er að taka fram að Neytendastofa mun
ekki standa fyrir neinum námskeiðum í fyrr-
greindum stöðlum. Hins vegar eru fyrirhuguð í
haust námskeið í ÍST 200 og ÍST 170 á vegum
Rafiðnaðarskólans en einnig munu fleiri skólar
kenna ÍST 200 í stað „gömlu” reglugerðarinnar.
Þá standa vonir til þess að boðið verði upp
á námskeið fyrir hönnuði raflagna í ÍST 200
á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í
haust. Mikilvægt er að fagmenn á rafmagns-
sviði verði sér úti um fyrrgreinda staðla og nýti
sér námskeiðin sem verða í boði.
Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri öryggissviðs Neytendastofu.
Breyting á reglugerð um
raforkuvirki
VeRKTÆKNi /
þá eru þau álitin uppfylla grunnkröfur, sbr.
grein 1.10.
Þeir íslensku staðlar sem hér um ræðir
eru:
ÍST EN 50423-1:2005. Loftlínur fyrir
riðspennu frá 1 kV til og með 45 kV.
– Almennar kröfur.
ÍST EN 50423-3:2005. Loftlínur fyrir rið-
spennu frá 1 kV til og með 45 kV. – Íslensk
sérákvæði.
ÍST EN 50341-1:2001. Loftlínur fyrir
hærri riðspennu en 45 kV. – Almennar
kröfur.
ÍST EN 50341-3-12:2001. Loftlínur fyrir
hærri riðspennu en 45 kV. – Íslensk sér-
ákvæði.
ÍST 170:2005. Háspennuvirki fyrir rið-
spennu yfir 1 kV.
ÍST 200:2006. Raflagnir bygginga
Þessa staðla er hægt að nálgast hjá
Staðlaráði Íslands, sjá www.stadlar.is
Loftlínustaðlarnir eru á ensku en það er
verið að þýða þá á íslensku og mun þeirri
vinnu vonandi verða lokið á þessu ári.