Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 8

Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 8
Tvö verkefni sem sprottin eru úr rann- sóknum fyrirtækisins Genís og unnið er að á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands voru nýverið kynnt á Samlokufundi VFÍ og TFÍ. Annars vegar er um að ræða þróun á beinvaxt- arörvandi beinígræðsluefni úr kítósani, sem líkja má við beinsement, og hins vegar þróun kítósanhúðar og aðferðar til að húða beinígræðlinga úr títani. Verkefnin eru angi af mun stærra dæmi því vísbendingar eru um að kítínfásykr- ur geti örvað vefjanýmyndun í ýmsum hrörnunarsjúkdómum. Forsagan Upphaflega var fyrirtækið Genís stofnað til að skapa markaðstengsl fyrir líftæknirannsóknir. Fyrir um tíu árum var starfseminni breytt og þekkingu fyrirtæksins á ensímum beitt til að nýta úrgang sem fellur til í fiskiðnaði. Þróaðar voru vörur fyrir matvælamarkaðinn sem meðal annars voru notaðar til að gefa fiskbragð. Jóhannes Gíslason, framkvæmastjóri Genís segir að samhliða því hafi verið gerðar tilraunir með að nota ensím til að umbreyta kítínsykrum sem eru í rækjuskel. Kítínsykran gefur skelinni lögun og er náskyld sellulósa, sem gegnir svipuðu hlutverki í plöntum. Á 10. áratugnum fóru markaðir fyrir kítínafleiður, einkum kítósan, vaxandi og upp kom sú hugmynd að setja á fót verksmiðju á Íslandi til að framleiða kítín og kítósan. Rannís veitti styrk til að gera fýsileikakönnun sem kom vel út og í samstarfi við aðila á Siglufirði var stofnað fyrirtækið Kítín. Byggð var verksmiðja, sem þá var ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu. Genís átti upphaflega 15% í fyrirtækinu en aðrir hluthafar voru Þormóður rammi og SR-mjöl. Genís var síðar keypt inn í fyrirtækið, sem nú heitir Primex og þar með var Genís orðið að rannsókna- og þróunardeild innan Primex. Samhliða því að vinna að stoðverkefnum við fram- leiðsluna á Siglufirði vann rannsókna- og þróunardeildin að verkefnum sem tengd- ust möguleikum til að nota kítínafleiður í matvælaiðnaði og í heilbrigðisiðnaði. Þar á meðal var verkefni þar sem rannsökuð voru áhrif efnanna á það hvernig bein gróa. Það verkefni var styrkt af Evrópusambandinu og að því komu aðilar frá Þýskalandi, Frakklandi og Ísrael. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar og réttlættu ýmis önnur verkefni sem unnið var að í heilbrigðisgeir- anum. Þegar fram liðu stundir versnuðu við- skiptakjör Primex, einkum vegna hækkandi gengis íslensku krónunnar og aukinnar verðsamkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og varð rannsókna- og þróunardeildin fyr- irtækinu of dýr í rekstri. Í febrúar 2005 var stofnað nýtt fyrirtæki undir gamla Genís nafninu, sem keypti rannsókna- og þróun- ardeild Primex ásamt þeim verkefnum er lutu að heilbrigðisgeiranum. Hluthafar í Genís hafa frá upphafi verið tveir; Eignarhaldsfélagið Hólshyrna með 55% hlut og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 45%. Stjórnarformaður Genís er Róbert Guðfinnsson, aðaleigandi Hóshyrnu ehf. Rannsóknir Genís eru kostnaðarsamar og ekki á færi fyrirtækisins nema í sam- starfi við háskóla, önnur fyrirtæki og stofn- anir. Til að byggja upp þekkingu á sviðinu á Íslandi var stofnaður hópur um það bil 16 vísindamanna, svokallaður ARM-hópur (Aminosugars in Regenerative Medicine), sem ýmist vinna nú þegar með Genís eða hafa sýnt áhuga á því að vinna með Genís að rannsókna- og þróunarverkefnum félagsins. Byltingarkennd tilgáta Starfsemi Genís í dag byggir á bylting- arkenndri tilgátu sem tók að mótast hjá starfsmönnum fyrirtækisins fyrir átta árum síðan. Í stuttu máli gengur hún út á að í líkamanum séu ákveðin prótein sem hægt er að „tala við“ með kítínfásykrum og virkja þau þannig til að mynda nýja vefi. Orðfæri líftækninnar er oft flókið og var Jóhannes beðin um að segja leikmönnum frá þessari tilgátu og út á hvað rannsókn- irnar ganga. „Það eru sex eða sjö gen sem tjá fyrr- greind prótein í mannslíkamanum. Próteinin eru náskyld gamalli fjölskyldu próteina sem aðallega eru kítínasar, þ.e. ensím sem brjóta niður kítín. Kítín kom snemma fram í þróunarsögu lífsins m.a. sem „beinagrind“ í stoðkerfi sveppa, skor- dýra og krabbadýra. Í stoðkerfi hryggdýra eru kalsíumfosföt og kollagen aðalbygging- arefnin en próteinin sem tengjast kítíni hjá sveppum, skordýrum og krabbadýrum hafa fengið nýtt hlutverk hjá hryggdýrunum. Þessi prótein eru jafnan kölluð kítínasalík prótein. Þegar vefir eins og brjósk og bein myndast á fósturstigi eru þessi prótein að störfum, eru tjáð eins og það er orðað, og virðast gegna lykilhlutverki í að þroska þessa vefi. Stuttar kítínsykrukeðjur geta bundist á kítínasalíku próteinin þar sem ensímhvarf- stöðin var áður. Flest þeirra eru ekki lengur ensím heldur breyta þau um lögun við það að bindast kítínafleiðunum, sem gefur vísindamönnunum til kynna að þarna sé „skilaboðaskjóða“ á ferðinni, þ.e. efni sem  / ViÐTALiÐ Áhrifamáttur kítínfásykra Er heiti verkefnis sem fékk styrk hjá Tækniþróunarsjóði í apríl s.l. Lýsing á verkefninu gefur mynd af því sem fjallað er um í greininni. Kítínasalík prótein (CLP) heyra til gena- fjölskyldu kítínasa og hafa varðveitt kítín bindisetið frá kítínasanum. Sýnt hefur verið fram á tilvist þessara próteina í plöntum og dýrum en niðurstöður rann- sókna benda til að þau gegni mikilvægu en óþekktu hlutverki í ónæmiskerfi, frumuboðskiptum og í vefjanýmyndun hjá hryggdýrum. Sérstaklega áhugaverðar eru niðurstöður sem gefa til kynna hlut- verk CLP í vefjamyndun í fósturþroska hryggdýra. Fyrri niðurstöður benda til að kítínafleiður geti örvað stofnfrumur til nýmyndunar brjósk- og beinvefs in vivo. Genís hefur þróað sérstakar kítínfá- sykrur með tilliti til lyfjavirkni og verða Áhrif amínósykra á vöxt og sérhæfingu stofnfrumna þær notaðar í verkefninu ásamt fullkomn- ustu aðferðum frumulíffræðinnar og sam- eindaerfðafræðinnar til að rannsaka þátt þessara amínósykra og CLP í örvun og sérhæfingu stofnfrumna. Áhersla verður lögð á að rannsaka þátt CLP-tjáningar hjá stofnfrumum ásamt því að kanna áhrif kítínfásykranna og annarra amínósykra á hina ýmsu samskiptaferla frumnanna m.a. með hjálp örflögutækninnar. Niðurstöðurnar munu gefa gagnlegar vísbendingar um notagildi kítínfásykr- anna til að örva vefjanýmyndun í ýmsum hrörnunarsjúkdómum. Verkefnisstjóri: Jóhannes Gíslason, Genís ehf. Þátttakendur: Genís ehf., Landspítali- háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands Verktími: 3 ár Styrkur: 10 m. kr. 1. árið

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.