Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 11
VeRKTÆKNi / 11
Evrópusambandið hefur
sett sér það markmið að
verða samkeppnishæfasta
og framsæknasta
þekkingarhagkerfi heims.
Til að þessu markmiði,
sem kallað er Lissabon
markmiðið, verði náð er
nauðsynlegt að ýta undir
frumkvöðlastarfsemi og
nýsköpun í álfunni.
Stöðlun er valfrjáls samvinna iðnaðarins,
neytenda og yfirvalda í þróun tæknilegra
lausna, byggðra á samkomulagi. Innan
EES eru staðlar þróaðir af evrópsku
staðlasamtökunum CEN, CENELEC og
ETSI. Starf þeirra styður meðal annars við
það markmið ESB að gera Evrópulöggjöfina
einfalda og takmarka hana við mikilvæg
atriði um leið og reynt er að vernda
hagsmuni almennings, s.s. heilsu og öryggi
borgara.
Í alþjóðlegum viðskiptum er litið á
stöðlun sem mikilvægt tæki og hluta
af því að rækta nýsköpun. Áríðandi er
fyrir Evrópu að dragast ekki aftur úr í
þeim efnum heldur að taka þátt í þeirri
samkeppni sem ríkir á því sviði. Með þetta
í huga hefur framkvæmdastjórn ESB komið
því á framfæri við iðnaðinn, notendur
og aðra sem hlut eiga að máli innan EES
að lykilatriði sé að miða stöðlunarstefnu
álfunnar að því að hlúa að nýsköpun og
samkeppnishæfni.
Í orðsendingu framkvæmda-
stjórnarinnar, sem nefnist
„Aukum framlag stöðlunar til
nýsköpunar í Evrópu“, kemur
fram að stöðlun getur gegnt
mikilvægu hlutverki í þróun
á sjálfbærri iðnaðarstefnu.
Einnig er þar undirstrikað að
stöðlun getur opnað möguleika
nýsköpunarmarkaða og styrkt
stöðu evrópska hagkerfisins
með því að ýta undir betri nýt-
ingu á þekkingargrunni þess.
Vilja auka áhrif Evrópu
Innan framkvæmdastjórnar ESB er áhugi á
að auka áhrif Evrópu á þróun alþjóðlegra
staðla. Ætlunin er að hvetja til þess að: a)
fyrirtæki og aðrir notendur staðla tileinki
sér í auknu mæli þá þekkingu sem er að
finna í stöðlum, b) staðlar innihaldi nýja
þekkingu, og c) aðgangur hagsmunaaðila
að stöðlun, sérstaklega lítilla og með-
alstórra fyrirtækja, verði skilvirkari. Einnig
þarf að gera umbætur á innri stoðum og
ferlum stöðlunar í Evrópu til þess að hægt
sé að styðja enn betur við nýsköpun.
Staðlaráð Íslands er vettvangur til að
gæta íslenskra hagsmuna i evrópskri
staðlavinnu. Fyrirtæki og hagsmunaaðilar
hafa möguleika á að koma að staðlavinnu í
gegnum Staðlaráð. Hjá Staðlaráði er einnig
að finna ýmsa staðla til að auðvelda fram-
leiðendum að uppfylla kröfur tilskipana
frá ESB. Staðlarnir einfalda framleiðslu
íslenskra vara svo á þær megi setja CE
merkingu.
Velgengni Evrópustaðlakerfisins við að
eyða tæknilegum viðskiptahömlum hefur
verið mikilvæg til að tryggja frjálsan flutn-
ing vara milli EES landa. Með því að huga
enn betur að alþjóðlegri stöðlun getur
Evrópa verið í forystuhlutverki á nýjum
mörkuðum og áunnið sér þannig alþjóðlegt
forskot um leið og komist er nær Lissabon
markmiðinu.
Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir, verkefnisstjóri á
Evrópumiðstöð Impru, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Staðlar ýta undir nýsköpun
og samkeppnishæfni
Impra
Impra er miðstöð upplýsinga og
leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyr-
irtæki. Impra er deild innan NMÍ sem er
með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri,
á Ísafirði, á Höfn í Hornafirði og í
Vestmannaeyjum.
Impra veitir öllum frumkvöðlum og
litlum og meðalstórum fyrirtækjum á
Íslandi leiðsögn, sama í hvaða atvinnu-
grein þau starfa, hvort heldur á sviði
iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða ann-
arra greina íslensks atvinnulífs.
Evrópumiðstöð Impru stuðlar að við-
skiptasamstarfi og tækniyfirfærslu evr-
ópskra fyrirtækja, rannsóknaraðila og
háskóla.
Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir.
Rafmagnstæknifræðingar –
Rafmagnsverkfræðingar
Við leitum að góðu fólki til ört vaxandi fyrirtækja í Esbjerg, Danmörku.
Vinsamlega sendið almenna og ítarlega starfsferilskrá á dönsku eða
ensku á neðangreint netfang.
Aðstoðum við útfærslu á starfsferilskránni og þýðingu á viðkomandi
tungumál.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Blöndal í síma: + 45 3022 7990
netfang: sb@klakkur.is
Nýtt skipulag
Háskóla Íslands
Þann 1. júlí var tekið upp nýtt stjórnkerfi og skipulag Háskóla Íslands. Fræðasvið skól-
ans eru fimm sem hvert um sig skiptist í 3-6 deildir. Fræðasviðin eru: Félagsvísindasvið,
Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði – og náttúru-
vísindasvið. Innan þess síðastnefnda eru sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði-
og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og
tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Nýverið voru störf forseta fræðasvið auglýst laus til umsóknar. Frestur til að skila inn
umsóknum rennur út 11. ágúst. Nánari upplýsingar eru á vef Háskóla Íslands: www.
hi.is