Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 3

Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 3
LEIÐARINN Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Blaðnefnd: Sveinbjörg Sveinsdóttir (SV), formaður, Árni Þór Árnason (TFÍ) og Ólafur Pétur Pálsson (VFÍ), auk ritstjóra. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Gutenberg · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@vfi.is · sigrun@tfi.is V E R K T Æ K N I Breytingar Í febrúar síðastliðnum var í leiðara Verktækni fjallað um sameiningar verk- fræðistofa. Þá hafði á rétt rúmu ári orðið nokkur samþjöppun hjá íslensku verk- fræðistofunum. Í ársbyrjun 2007 samein- uðust VGK og Hönnun og nokkru síðar bættist Rafhönnun í þann hóp. Starfsmenn fyrirtækisins, sem nú heitir Mannvit, eru um 370. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og Rafteikning tilkynntu um sameiningu í febrúar síðastliðnum og er starfsmannafjöld- inn um 270. Fyrirtækið starfar nú undir nafninu VST-Rafteikning en nýtt nafn mun vera í burðarliðnum. Í kjölfar þess að komin voru fram tvö verkfræðifyrirtæki af slíkri stærð- argráðu hérlendis spáðu margir enn frek- ari samþjöppun. Sú varð raunin og í lok maímánaðar var tilkynnt um sameiningu Línuhönnunar, Verkfræðistofu Suðurlands, RTS Verkfræðistofu og Verkfræðistofunnar Afl. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 220 talsins. Hjá þessum þremur stærstu verk- fræðifyrirtækjum landsins starfa því um 860 manns. Má leiða líkum að því að verkfræð- ingar og tæknifræðingar, auk þeirra sem eru með BS-próf í verkfræði, séu um 65% starfs- manna þessara fyrirtækja. Utan þessara þriggja stærstu verkfræði- fyrirtækja landsins standa enn öflugar verkfræðistofur, nokkrar með marga tugi starfsmanna en einnig margar smærri. Samkvæmt lista á heimasíðu Félags ráð- gjafarverkfræðinga (FRV) eru alls 27 ráð- gjafarfyrirtæki innan vébanda þess. Rétt er að geta þess að í þeim hópi eru einyrkjar allt upp í stærstu ráðgjafarfyrirtækin. Verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á næstu mánuðum. - Hvort fleiri stofur sameinist þessum þremur stóru fyrirtækjum eða jafn- vel að fjórða samsteypan verði til. Undanfarin ár hafa næg verkefni verið á verkfræðistofunum og vinnuálag oft mikið. Á sama tíma var hörð samkeppni við bank- ana og önnur fjármálafyrirtæki um hæft starfsfólk. Fullvíst má telja að þeir tímar séu að baki að sinni, sökum breytinga í efnahagslífinu. Daglega fáum við fréttir af krepputíð og því er spáð að enn muni harðna á dalnum í efnahagsmálunum. Á sama tíma vinna þrjú stór verkfræðifyrirtæki að því að skipuleggja sig til framtíðar. Meðal annars þarf að huga að innra skipulagi og húsnæðismálum. Hvort það er betra að standa frammi fyrir slíkum áskorunum í bullandi þenslu eða kreppu er ekki gott að segja. Eitt mark- mið sameiningar fyrirtækjanna var öflugri rekstur og auknir möuguleikar á verkefnum erlendis. – Og hið síðarnefnda er vitaskuld afar mikilvægt þegar verkefnastaðan versnar hér heima. Þá kemur í ljós hvort menn unnu heimavinnuna sína í þenslunni. Verktækni fer nú í sumarfrí. Næsta tölu- blað kemur út í september. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. VerkTækni Golfmótið verður haldið 15. ágúst á golfvelli Grindavíkur Árlegt golfeinvígi verkfræðinga og tæknifræðinga, VerkTækni Opið, verður nú haldið í tólfta sinn. Mótið fer fram á golfvelli Grindavíkur föstudaginn 15. ágúst. Mótið er ein- ungis fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagsmenn í VFÍ eða TFÍ, maka þeirra og gesti. Dagskrá: 10:00 Mæting á golfvöllinn. 11:00 Ræsing á öllum teigum. 17:00 Móttaka. 19:00 Kvöldverður og verðlaunaafhending í Bláa lóninu. Athugið að boðið verður upp á rútuferð frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 9:00 gegn vægu gjaldi eða kr. 500 á mann. Skráning fer fram á golf.is. Er hún fyrst og fremst ætluð til að fá þátttökulista og er uppgefin tímaskráning ekki í gildi. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á skrifstofu félag- anna: skrifstofa@verktaekni.is. Lokadagur skráningar er 8. ágúst. Þátttökugjald er kr. 2.500.- og greiðist á mótsstað. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins og skráningu eru á heimasíðum VFÍ og TFÍ. Skrifstofan lokuð í júlí Athugið að skrifstofa TFÍ, SV og VFÍ er lokuð í júlímánuði og opnar aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 5. ágúst. BNAM 2008 Dagana 17.- 19. ágúst 2008 verður haldin í Reykjavík hljóðráðstefnan BNAM 2008 (Baltic-Nordic Acoustics Meeting). Þar munu hljóðsérfræð- ingar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er haldin á vegum norrænu fagfélaganna annað hvert ár. Eystrasaltslöndin hafa átt aðild að henni síðastliðinn áratug. Ráðstefnan er skipu- lögð af félagi um hljóðhönnun sem starf- ar sem faghópur innan vébanda VFÍ og TFÍ. Í undirbúningsnefndinni eru verk- fræðingarnir Steindór Guðmundsson, Bergþóra Kristinsdóttir og Sigurður Karlsson. Þess má geta að faghópurinn var stofnaður í september 2006 og er opinn öllum sem hafa áhuga á hljóðhönnun og hljóðvist. Hægt er að skrá sig á póstlista faghópsins hjá skrifstofu VFÍ. Vefur ráð- stefnunnar http://www.bnam2008.com. Efni á heimasíðurnar Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynningar, fréttir og annað efni á vefjumVFÍ, SV og TFÍ geta sent tölvupóst til ritstjóra Verktækni (sigrun@verktaekni.is). Athugið að hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Verktækni á heimasíðunum. Skilafrestur Ráðgert er að næsta tölublað Verktækni komi út í september. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst á sigr- un@verktaekni.is.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.