Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 12

Verktækni - 01.07.2008, Blaðsíða 12
12 / VeRKTÆKNi Hraðvirk myndgreining með NI Vision Builder AI Vision Builder for Automated Inspection (AI) frá NI er nú útbúinn með hinni frábæru hugbúnaðarstöðuvél sem gerir myndgreiningarforritun og gangsetningu myndvinnslukerfa auðveldari en nokkru sinni. Og, nú er hægt að tengjast öðrum iðnaðarstjórnkerfum og skiptast á upplýsingum. NÝTT Vision Builder AI n Tölvusjón sett upp af valmyndum n Engin forritun nauðsynleg n Tengingar við þúsundir myndavéla Þjónustuaðili á Íslandi >> Fáið 30 daga reynsluútgáfu hjá ni.com/vision/vbai ©2008 National Instruments Corporation. All rights reserved. National Instruments, NI, and ni.com are trademarks of National Instruments. Other product and company names listed are trademarks or trade names of their respective companies. 2008-9282-221-999 Mælibúnaður hf Höfðabakki 9c 110 R www.maelibunadur.is sala@maelibunadur.is n s. 661 1169 Sameining verkfræðistofa Í lok maímánaðar var samþykkt viljayfir- lýsing um samruna Verkfræðistofunnar Línuhönnunar, Verkfræðistofu Suðurlands, RTS Verkfræðistofu og Verkfræðistofunnar Afls. Í fréttatilkynningu segir að með samruna þessara fyrirtækja verði til eitt af leiðandi verkfræðifyrirtækjum landsins. Sameinað fyrirtæki veiti ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði og á fjölbreyttum tengdum sviðum. Starfsmenn fyrirtækisins verða um 220 talsins og velta nálægt þrem- ur milljörðum. Megin markmiðið með samruna fyr- irtækjanna er að styrkja enn frekar sam- starfið við viðskiptavini félaganna, bjóða fjölbreyttar lausnir, sterka fagþekkingu og afbragðs þjónustu í kraftmiklu fyrirtæki. Markmiðið er jafnframt að skapa fram- úrskarandi starfsvettvang fyrir starfsmenn fyrirtækisins, með góðu starfsumhverfi, sjálfstæði til athafna, metnaðarfullri fag- mennsku og fjölbreyttum starfsmöguleik- um. Fyrirtækið er með umtalsverða alþjóð- lega starfsemi og vinnur að verkefnum fyrir erlenda aðila. Fyrirtækið á hlut í verkfræði- og þróunarfyrirtækjum í Rússlandi, Póllandi, Frakklandi, Slóveníu og Tyrklandi, og er um þessar mundir að stofna útibú í Dubai í tengslum við verk- efni í áliðnaði. Línuhönnun er alhliða ráðgjafarfyr- irtæki í verkfræði. Verkfræðistofa Suðurlands er stærsta verkfræðifyrirtæki á Suðurlandi með fjöl- breytta þjónustu. RTS Verkfræðistofa veitir alhliða ráðgjöf í rafmagnsverkfræði með áherslu á alþjóð- legan áliðnað, almennan iðnað og bygg- ingar. Verkfræðistofan Afl er ráðgjafarfyrirtæki í rafmagnsverkfræði með sérhæfingu í raf- orkukerfum, orkumálum og iðnkerfum. Ákveðið er að sameinað fyrirtæki byggi höfuðstöðvar sínar á lóð Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, og er stefnt að flutningi í nýtt húsnæði fyrir árslok 2010. Samningar þar að lútandi voru undirritaðir 30. maí. Samhliða því mun nýtt fyrirtæki efla samstarf sitt við Háskóla Íslands á sviði vísinda og tækni. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Kt. 530372-0229 • www.medlag.is Banki 0111-26-504700 • Sími 590 7100 • Fax 590 7101 Brautskráning frá HR Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík fór fram 14. júní s.l. Að þessu sinni voru 423 nemendur brautskráðir frá skólanum og hafa þeir aldrei verið jafn margir. HR brautskráði nú í fyrsta sinn nemendur með B.Sc. próf í verkfræði. Voru þeir af fjórum námsbrautum: fjármála-hátækni-, heilbrigðis- og rekstrarverkfræði.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.