Verktækni - 01.02.2012, Side 4

Verktækni - 01.02.2012, Side 4
4 / VERKTÆKNI Hjá launamönnum vaknar af og til spurn- ing um hvernig laun þeirra séu í saman- burði við aðra. Þegar skemmtileg verkefni og góður starfsandi ríkir á vinnustað starfs- manna sýna rannsóknir að þessi spurning raðast í þriðja sæti og jafnvel neðar á lista um áhersluatriði varðandi starf þeirra. Í ljósi þess að nýráðningar í störf hafa aukist til muna og margir búa sig undir launaviðtöl fylgir hér samantekt yfir hvar er að finna upplýsingar um á hvaða launum sérfræðingar eru að meðaltali og hvernig þau hreyfast. Mörg hagsmunafélög sér- fræðinga gera kjarakannanir þmt. tækni- fræðingar og verkfræðingar og láta að auki vinna markaðslaunatöflur fyrir sína félags- menn. Það er fróðlegt að sjá hvernig þessar tvær fagstéttir standa launalega séð miðað við sérfræðinga almennt á almenna vinnu- markaðinum. Annars vegar eru skoðaðar meðaltals launatölur sem Hagstofan gefur upp fyrir sérfræðinga almennt og hins vegar hreyfingar á launum hópins (vísitölur launa) frá einum tíma til annars (í þeim hreyfingum eru m.a fólgnar hækkanir skv. kjarasamningum svo og prósentuhækkanir sem koma þar til viðbótar). Fyrra svarið er að finna á slóðinni: http:// www.hagstofa.is/Hagtolur/Laun,-tekjur-og- vinnumarkadur/Laun og þar er valin efsti flokkurinn: Laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt og kyni 1998-2010 Taflan sýnir launatölur fyrir árið 2010. Hreyfingar launa og síðara svarið er ma. að finna hér: http://www.hagstofa.is/ Hagtolur/Laun,-tekjur-og-vinnumarkadur/ Visitala-launa og þar er valið: Vísitala launa helstu launþegahópa 2005-2011 sem sýnir ársfjórðungslegar tölur. Í fréttum á Hagstofuvefnum er einnig samantekt á sömu tölum en fjallað ítarlega um hækkun hvers hóps og birtist sú síðasta 9. desember sl. fyrir 3. ársfjórðung 2011 (http://www. hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5851 ) og segir þar m.a: „Laun á almennum vinnumarkaði eftir atvinnugrein og starfsstétt .. Þá hækkuðu laun verkafólks mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 4,5% en laun stjórnenda hækkuðu að meðaltali um 3,0% á sama tímabili. Laun sérfræðinga hækkuðu mest frá fyrra ári eða um 9,6% [leturbr. ÞGH] en laun stjórnenda og iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 7,2%.” Þessi 9,6% hækkun sérfræðinga nær yfir 12 mánaða tímabil eða frá 3. ársfjórðungi 2010 til sama fjórðungs 2011. Þar sem pró- sentuhækkun launa sérfræðinga fyrir allt árið 2011 er enn óþekkt er ekki hægt að framreikna launin í 2010 - töflunni að ofan samkvæmt því. En tölurnar fyrir 4. ársfjórð- ung 2011 munu liggja fyrir 9. mars 2012. Fram til þess tíma er hægt að framreikna launin með breytingu á mánaðarlegri vísitölu en hún gefur amk. vísbendingu þar sem hún er meðaltal launahækkana á báðum vinnumörkuðunum, þ.e. þess Laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði opinbera og almenna og er þar að auki meðaltal hækkana allra launþega. Þann 23. janúar kom fram í frétt Hagstofunnar að síðastliðna tólf mánuði hefði launa- vísitalan hækkað um 9,2% og að síðustu tólf mánuði hefði vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,7%. http://www.hagstofa.is/ Pages/95?NewsID=8548. Þannig má fram- reikna til bráðabirgða reglulegu launin í 2010 töflunni með 9,2%. (Vísitalan miðast við regluleg laun í hverjum mánuði). Athyglisverðast er að almenn hækkun launa í heildarkjarasamningum á vinnu- markaði var 4,25% á þessu tímabili og því ljóst að þær 9,2% launahækkanir sem koma fram hjá úrtaki Hagstofunnar* eru langt umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. *Niðurstöður byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands sem er úrtaks rann- sókn. Niðurstöður ná til atvinnugreinanna iðnaðar (D), byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar (F), verslunar og ýmissar viðgerðaþjónustu (G), sam- gangna og flutninga (I) og fjármálaþjón- ustu, lífeyrissjóða og vátrygginga (J). Athugið að greinin er birt á vefjum VFÍ og TFÍ í frétt á forsíðu og einfalt að fara inn á uppgefnar vefsíður. Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála. Launaviðtöl Launaviðtöl eru hluti af launaákvörðunar- ferli á almennum vinnumarkaði og gert er ráð fyrir amk. árlegum viðtölum. Þar er til dæmis metin frammistaða starfsmanns, hæfni, menntun, ábyrgð og þróun hans í starfi og tekin ákvörðun um hvort laun skuli hækka. Hjá launþegum sem fá pró- sentuhækkun á taxtalaun skv. kjarasamn- ingum er metið, í árlegum launaviðtölum, hvort hækka skuli laun umfram taxtahækk- anir. Þær prósentuhækkanir launa sem koma fram í vísitölu Hagstofunnar umfram kjarasamningshækkanir eiga sér ma. stað í þessum viðtölum, enda er gert ráð fyrir að launakjör td. háskólamanna skuli ráðast af því sem um semst á markaði. Þeir starfsmenn sem sinna ekki launa- viðtölum og fylgjast ekki með hreyfingum á vísitölum launa gætu setið eftir á meðan aðrir fylgja straumnum. Eitt af verkefnum skrifstofunnar er að aðstoða félagsmenn við að búa sig undir launaviðtal og veita þær upplýsingar sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þrúður G. Haraldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála. Af kjaramálum VFÍ og KTFÍ   2010 Neðri   fjórðungsmörk Miðgildi Efri   fjórðungsmörk Sérfræðingar;        karlar/konur 496/430     583/504 694/  611 Fjöldi  greiddra  vinnustunda 37,5/37,5 40/40 40/40 Sérfræðingar;        karlar/konur 503/435 609/513 709/627 Fjöldi  greiddra  vinnustunda 37,5/37,5 40/40 40/40 Sérfræðingar;        karlar/konur 520/450 628/531 735/651 Fjöldi  greiddra  vinnustunda 37,5/37,5 40/40 40/40 Laun  fullvinnandi  launamanna  á  almennum  vinnumarkaði   Heildarlaun Regluleg  heildarlaun Regluleg  laun eftir  starfsstétt  og  kyni  árið  2010   Skýringar: Regluleg laun eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vakta- vinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna [reglubundin yfirvinna sem getur verið öll unnin eða að hluta unnin og að hluta óunnin], sem gerðar eru upp á hverju útborg- unartímabili. Regluleg heildarlaun eru regluleg laun að viðbættum yfirvinnulaunum [tilfallandi yfirvinna, þe. ekki reglubund- in yfirvinna], veikindalaunum og fyrirframgreiðslu vegna uppmælinga. Heildarlaun eru öll laun, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberupp- bótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna mælinga. Við útreikninga er hvorki tekið tillit til hlunn- inda né akstursgreiðslna.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.