Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 3

Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 3
: VFÍ 100 ára Tabula Gratulatoria Í haust kemur út 100 ára saga Verkfræðingafélags Íslands. Vel er vandað til verksins, bókin verður glæsileg og skreytt fjölda mynda. Verkfræðingar eru hvattir til að skrá sig á Tabula Gratulatoria listann sem mun birtast í bókinni og festa í leiðinni kaup á henni fyrir 4.800 krónur en bókin mun kosta 6.800 krónur í almennri sölu. Viltu vera með? Farðu þá forsíðu vfi.is og veldu reitinn: Tabula Gratulatoria/Hundrað ára saga Verkfræðingafélags Íslands til að skrá þig. Nú þegar hafa fjölmargir verkfræðingar skráð sig. Félagsmenn í VFÍ eru hvattir að láta verkfræðinga sem standa utan félags vita af þessu átaki, því markmiðið er að ná nöfnum sem flestra verkfræðinga í bókina. Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is V E R K T Æ K N I Uppfærsla Uppfærum Ísland er verkefni á vegum Samtaka atvinnulífsins. Fyrir aðal- fund samtakanna í apríl var gefið út rit með tillögum sem m.a. miða að því að styrkja menntakerfið og efla atvinnu- lífið með aukinni samvinnu skóla og fyrirtækja. Ritið byggir á umræðu um 100 stjórnenda úr íslensku atvinnulífi. Rafrænt eintak má nálgast á vef SA. Þá var opnaður nýr vefur, uppfaerum- island.is, sem er vettvangur fyrir hug- myndir og tillögur að því hvernig megi uppfæra Ísland. SA hafa ítrekað bent á að gífurleg þörf sé fyrir fólk með verkfræði- og tæknimenntun á háskólastigi og fólk með iðnmenntun á mörgum sviðum. Menntakerfið svari því ekki kröfum atvinnulífsins og um leið samfélagsins. Tillögurnar um breytingar á grunn- skólanum eru áhugaverðar og í takt við það sem félög verkfræðinga og tæknifræðinga hafa bent á. Í ritinu Uppfærum Ísland segir m.a. „Í grunn- skólanum þarf að hvetja til sköpunar og tæknimenntunar og kenna börnum í ríkari mæli sjálfstæða hugsun. Ótækt er að sætta sig við að hátt hlutfall barna, einkum drengja, kunni vart að lesa eftir margra ára skólagöngu. Það þarf átak til að halda við og efla áhuga barna á raun- og tæknigreinum og tengja tæknina, sem þeim er auðlærð á þessum árum, við sem flest áhugasvið.“ Þá er einnig bent á nauðsyn þess að breyta kennaramenntuninni. Gera þurfi kennara hæfari til að kenna raun- og tæknigreinar og hvetja starfandi kenn- ara til að afla sér frekari þekkingar í þessum greinum. Í ljósi þessa var athyglisvert að lesa grein í Fréttatímanum eftir Þórönnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar og stjórnunar við HR. Þar segir: „Niðurskurðinum var beitt á háskóla- kerfi sem var illa fjármagnað fyrir. Árið 2008 voru framlög á hvern nemanda á Íslandi aðeins 76% af meðalframlagi OECD landanna og um 58% meðal- framlags Norðurlandanna. Síðan hafa framlög til háskóla verið skorin niður um 25% að raunvirði. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa framlög til tækni- menntunar verið skorin enn meira niður. Þetta hlýtur að teljast óheppileg ráðstöfun í ljósi þess skorts sem blasir við á íslenskum vinnumarkaði.“ Sigrún S. Hafstein, ritstjóri. Efni á vefina Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynningar, fréttir eða annað efni á vefjum VFÍ og TFÍ geta sent tölvupóst til ritstjóra Verktækni, sigrun@verktaekni.is. Athugið að hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Verktækni á vefjunum. Vefir félaganna – og Facebook Á vefsíðum VFÍ og TFÍ er að finna upplýsingar um starfsemi félaganna; fréttir, viðburði og kjaratengd málefni. Þar er meðal annars hægt að skila inn umsóknum um inngöngu í félögin og til sjóða í vörslu þeirra. Við minnum á að nýtt kjarasvæði var sett upp síðastliðið haust þar er að finna margvíslegar upplýsingar á sviði kjaramála. Einnig er hægt að fylgja félögunum á Fésbókinni: www.facebook.com/vfi.1912 og www.facebook.com/tfi.1960 www.vfi.is www.tfi.is Breytt netföng Félagsmenn eru hvattir til að senda skrif- stofunni upplýsingar um breytt netföng. Senda má póst á skrifstofa@verktaekni.is eða hringja í síma: 535 9300. Skilafrestur Stefnt er að því að næsta tölublað Verktækni komi út í lok júní. Þeir sem vilja koma efni í blaðið og/eða skilaboðum til ritstjóra eru beðnir um að senda tölvupóst: sigrun@verktaekni.is L E I Ð A R I N N

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.