Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 12
12 / VERKTÆKNI
Þjálfun framtíðarhönnuða
Hrund Ólöf Andradóttir dósent í HÍ sagði
frá framtíðarhönnuðum blágrænna lausna
og hlutverki HÍ í því sambandi og á sviði
rannsókna og fræðslu til almennings. HÍ
vilji vera leiðandi á sviði sjálfbærni og hafi
nýlega samþykkt sjálfbærnistefnu, þar sem
áhersla er lögð á að nemendur fái góða
innsýn í hugmyndafræði sjálfbærrar þró-
unar og vinni hagnýt verkefni á því sviði. Á
umhverfis- og verkfræðisviði tengist verk-
efnin m.a. skipulagsmálum, vatns- og frá-
veitu, umhverfismálum og umhverfismati
áætlana.
Hrund kynnti verkefni sem fjölbreyttur
hópur nemenda vann undir leiðsögn
hennar og Sveins nú á vormisseri. Þar
rannsökuðu þau möguleika á innleiðingu
blágrænna lausna á svæðinu vestan
Suðurgötu, í kringum byggingar VR I, II og
III og Háskólabíó. Þar væri sameiginleg
regn- og skólpvatnslögn og því gott tæki-
færi til að aðskilja þær með blágrænum
lausnum. Nemendur komu með fjölbreyttar
hugmyndir um innleiðingu, með grænum
þökum, svelgjum, tjörnum og regngörðum,
sem myndu lífga mjög upp á umhverfi
háskólans.
Hrund kynnti einnig mögulegar
útfærslur á grænum þökum, tjörnum,
svelgjum og regngörðum, sem væru liður
í að hreinsa vatn af þungmálmun og
næringarefnum, endurhlaða grunnvatns-
stöðuna, minnka flóðahættu og auka líf-
fræðilegan fjöbreytileika. Blágrænu lausn-
irnar sköpuðu einnig þægilegt og rólegt
umhverfi til útivistar. Hrund benti á að
víða erlendis væri “grátt vatn” eða mengað
afrennslisvatn nýtt í klósett, gosbrunna eða
annað þar sem ekki þarf drykkjarvatn, til að
nýta vatn sem best. Nemendur komust að
því að ekkert væri því til fyrirstöðu að safna
regnvatni á skólalóðinni til þeirra nota. Í
framtíðinni væri líklegt að slíku kerfi yrði
komið upp í Reykjavík, sem myndi minnka
álag á Gvendarbrunna, yki fjölbreytileika
hvað varðar framboð á vatni, yki stað-
bundið öryggi vatns og hefði fjárhagslegan
ávinning, þar sem virði vatns færi vaxandi.
Hrund benti á að miklir möguleikar væru
á að nýta blágrænar lausnir í allri byggð,
bæði nýrri og þeirri eldri. Það hefði marg-
þættan ávinning í för með sér vegna minna
álags á skólphreinsistöðvar og flóðahættu,
borgarumhverfið yrði náttúrulegra og fjöl-
breytilegra og aukið öryggi í vatnsfram-
boði. Mikilvægt væri að framtíðarhönnuðir
styddu nýsköpun á þessu sviði.
Íslenskt sýnidæmi - Urriðaholt
Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta
tíundaði hvers vegna og hvernig farnar
voru nýjar leiðir í Urriðaholti í Garðabæ,
með innleiðingu sjálfbærs vatnafars í fyrsta
sinn á Íslandi. Garðabær hafði forystu um
skipulagsvinnuna í góðri samvinnu við
þróunarfélagið Urriðaholt ehf.
Urriðaholtið er 100 hektarar, á stærð
við Skólavörðuholtið. Áhersla var lögð
á að skipuleggja þar vistvæna byggð og
tryggja um leið vatnshæð og vatnsgæði
Urriðavatnsins, sem er náttúruperla við
rætur Urriðaholtsins.
Þar sem Urriðaholtið er mikilvægur
hluti vatnasviðs Urriðavatns, þá var helsta
áskorunin að tryggja vatnshæð og vatns-
gæði þess, en án náttúrulegs afrennslis frá
holtinu myndi vatnið grynnkað til muna.
Því var ákveðið að innleiða sjálfbært
vatnafar í Urriðaholtinu. Í því felst að regn-
vatnið er leitt stystu leið niður í jarðveginn
af ógegndræpu yfirborði svo sem gatna
bílastæða og þaka, í stað þess að leiða það
brott í frárennslislögnum.
Í byggðinni þurfti því bæði græn opin
svæði og svæði sem tækju við regnvatninu
og veittu því í áföngum niður holtið.
Lausnin fólst í samnýtingu grænna svæða
sem mæta þessum þörfum, en gefa um
leið óvenju gott tækifæri fyrir gróðurríkt
umhverfi.
Innleiðingin skiptir miklu máli þegar
farnar eru nýjar leiðir sem þessar.
Skipulagsskilmálar festa blágrænu lausn-
irnar í sessi en útbúnir hafa verið bæklingar
fyrir hönnuði og byggingaraðila til að
einfalda yfirsýn um nýjungar. Einnig hafa
verið útbúnir bæklingar um umhverfismál-
in fyrir íbúa en sérstök áhersla er lögð á að
börnin í hverfinu skilji og skynji umhverfið
í gegnum skólastarfið.
Lærdómurinn úr Urriðaholtinu er sá
að ramma- og eða aðalskipulag sé rétti
vettvangurinn til að skipuleggja inn-
leiðingu. Gott samstarf sveitarstjórnar-
fólks, embættismanna og sérfræðinga á
fjölbreyttum fagsviðum og traust samvinnu
við þróunaraðila með langtímahagsmuni í
huga, hafi verið lykill farsællar innleiðingar
í Urriðaholtinu að sögn Halldóru.
Fjörlegar umræður
Fjörlegar umræður voru síðan í pall-
borði þar sem þau Aldís Ingimarsdóttir,
stundakennari í HR, Borgþór Magnússon,
forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, Eysteinn Haraldsson, bæjar-
verkfræðingur í Garðabæ, Sigurbjörg
Sæmundsdóttir deildarstjóri í
umhverfisráðuneytinu og Sigurður Ingi
Skarphéðinsson, tæknistjóri fráveitu hjá OR
ræddu um ávinning og áskoranir af inn-
leiðingu sjálfbærs vatnafars eða blágrænna
lausna í byggð.
Í lokaorðum fundarstjóra, Gunnars
Einarssonar bæjarstjóra í Garðabæ kom
fram að auka þurfi kennslu á þessu sviði
og efla vitund og skilning almennings á
blágrænum lausnum og hvað þær þýddu.
Hingað til hefði ákveðinn vani og íhalds-
semi verið ríkjandi varðandi hönnun
Hugmyndir nemenda að innleiðingu blágrænna lausna við Háskóla Íslands