Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 1
Tabula Gratulatoria
3
Viðtalið
8
Sjálfbært vatnafar
10
Íslenski útveggurinn
6
Nýr forseti VON
13
3 . t b l . 1 8 . á r g . 2 0 1 2
Viðurkenningar fyrir
lokaverkefni
4
Í byrjun maímánaðar voru tilkynnt úrslit
í samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir
Elliðaárósa og hjólaleið um norðurenda
Geirsnefs. Höfundar vinningstillögunnar
eru Hans-Olav Andersen og Sigríður
Magnúsdóttir, arkitektar á Teiknistofunni
Tröð. „Einfalt en jafnframt frumlegt og
djarft form einkennir tillöguna,“ segir í áliti
dómnefndar. „Styrkur tillögunnar er tví-
mælalaust einfalt og sterkt burðarform, sem
felur í sér nýstárlega nálgun viðfangsefnis-
ins.“ Dómnefndin reiknar með að mann-
virkið geti orðið ákveðið kennileiti og vakið
áhuga fólks til útivistar á svæðinu.
Elliðaárósabrýrnar eru tvær, mynda sam-
fellda heild og hafa sama burðarvirki. Í
texta með tillögunni segir m.a.: „Þríhyrndur
grunnflötur er teygður upp í þrívítt form,
hyrnu. Formið er dregið upp úr miðju
flatarins af fjórða horninu. Bitarnir þrír
tengjast saman í toppi hyrnunnar og tylla
sér á einfaldar undirstöður við árbakkann.
Þetta er burðarvirki brúarinnar sem ber
Nýjar göngu- og hjólabrýr
lárétt þunnbyggt brúargólfið með stögum.
Leitast er við að lágmarka efnisnotkun með
því að gefa brúnni stöðugt grunnform, sem
jafnframt er sérkenni brúarinnar.“
Með samþykkt borgarstjórnar á nýrri
hjólreiðaáætlun árið 2010 var lagður
grunnur að neti hjólastíga í borginni.
Tilgangur samkeppninnar var að fá fram
frjóar og áhugaverðar en jafnframt raun-
hæfar hugmyndir um þessa nýju hjólaleið
sem tengjast mun neti hjólastíga í borginni.
Gangi áætlanir eftir má búast við að nýja
göngu- og hjólaleiðin verði tilbúin í haust.
Hún mun stytta leiðina milli Grafarvogs og
miðborgar umtalsvert eða um 0,7 km.