Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 6
6 / VERKTÆKNI
Undirritaður hefur undanfarið lesið
greinar og hlustað á fyrirlestra sem
snerta raka, húsasótt og sveppi og
fleiri vandamál í íslenskum húsum.
Niðurstaða allra hefur verið að um sé
að ræða alvarlegt vandamál og kemur
það síst af öllu á óvart.
Fyrirlestrar Björns Marteinssonar verkfræð-
ings og arkitekts hafa borið af enda byggja
þeir á áratuga langri rannsóknasögu og
traustri þekkingu á eðli rannsóknarvinnu
Í sumum öðrum greinum eða fyrirlestr-
um var grunnurinn ekki mjög vísindalegur.
Það er til dæmis ekki mjög vísindalegt að
fullyrða að við höfum sömu prósentutöluna
af skemmdum og nágrannar okkar sem
búa við álíka veðurfar. Það eru oft allt aðrir
hlutir en veðurfarið sem ráða úrslitum, til
dæms byggingarefni eða byggingaraðferðir,
lifnaðarhættir o.fl. og þar greinum við
okkur stundum mjög frá nágrannaþjóð-
unum sem getur bæði verið kostur og galli.
Það hefur þó komið mér á óvart að eitt
aðalvandamálið hefur ekki verið nefnt
beint á nafn en það er sjálfur „íslenski
útveggurinn“.
Hinn hefðbundni íslenski útveggur
sem er steyptur, einangraður að innan og
pússaður er í eðli sínu vitlaust uppbyggður.
Aðal rakasperran sem er steypan sjálf er
vitlausu megin við einangrunina, veggurinn
er útbíaður í kuldabrúm og stíf samtenging
innveggja og platna með innihita við
útveggina sem fylgja eftir útihita veldur
þvingunarspennum sem rífa útvegginn í
sundur og valda lekum sprungum út um
allt sem hafa kostað þjóðina milljarða.
Á árunum 1977 til 1980 vann undirrit-
aður ásamt mörgum öðrum við rannsóknir
á steyptum húsum á Rannsóknarstofnum
byggingariðnaðarins (Rb). Rannsóknin
beindist einkum að alkaliskemmdum
og frostskemmdum en það var einnig
horft á aðrar skemmdir. Á bak við
þessar rannsóknir stóð merkileg nefnd;
Steinsteypunefnd. Í henni voru allir sem
komu með beinum hætti að gerð stein-
steypu, notkun hennar og eftirliti. Menn
skyldu ætla að slík nefnd hefði tilhneigingu
til að sópa öllu undir teppið en því fór
fjarri.
Á árunum 1978-1979 var gripið
mjög harkalega inn í steypuiðnaðinn.
Hvalfjarðarefnið sem var álitið skaðvaldur
var bannað af borgarverkfræðingi. Hafin
var íblöndum kísilryks í íslenskt sement í
Sementsverksmiðju Íslands og skrifaður
var nýr kafli í byggingarreglugerð sem tók
af öll tvímæli um leyfileg efni í steypu. Að
auki fórum við sem störfuðum á Rb út um
Íslenski útveggurinn
Hönnunarmistök í hundrað ár
allt land og kynntum þetta mál og raunar
mörg fleiri sem snertu byggingar eins og
þakhalla, gler, sprungu- og rakavandamál
og margt fleira.
Og alkalivandamálið hvarf en rakavanda-
málið í húsunum ekki enda var ekki tekið
á því af sömu festu og alkalivandamálinu,
því miður.
Í bók sem undirritaður skrifaði til að lýsa
þessum rannsóknum „Steypuskemmdir –
ástandskönnun“ og gefin var út 1979 og
aftur 1987 var gerð grein fyrir flestum þeim
vandamálum sem fundust í íslenskum
húsum. Undirritaður ætlar ekki að fjalla um
frost- og alkaliskemmdir þó rannsóknin
hafi einkum beinst að þeim heldur þau
vandamál sem tengdust hefðbundna
útveggnum íslenska.
Í bókinni er hvað eftir annað bent á að
stakar sprungur í útveggjum sem valdið
hafa miklu tjóni vegna leka skrifist á
reikning hönnuða bæði arkitekta, sem ráða
legu einangrunar, og verkfræðinga sem
eiga að leysa vandamálin sem arkitekt-
arnir skapa. Í bókinni eru birt línurit
fyrir burðarþolshönnuði til að ákveða
járnamagn í útveggjum til að ná vissri
sprunguvídd og koma í veg fyrir leka. Sú
staðreynd að löngu eftir þetta voru enn
byggðir ójárnbentir eða lítt bentir útveggir
er verkfræðistéttinni til skammar. Í dag
liggja fyrir upplýsingar um samband leka
og sprunguvídda og allt frá 1979 hefur
samband bendiprósentu og sprunguvídda
verið þekkt á Íslandi.
1979 skrifaði undirritaður einnig skýrslu
um rakastreymi í steinsteypu. Í þessari
skýrslu voru birtar niðurstöður útreikninga
sem Óskar Valdimarsson, núverandi for-
stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, vann sem
lokaverkefni í HÍ undir leiðsögn undir-
ritaðs.
Niðurstöður þessarar skýrslu voru
sláandi. Það var reikningsleg rakaþétting
á skilum einangrunar og steypta veggjar-
ins að vetrarlagi í hefðbundnum íslenskum
útvegg sem var einangraður að innan og
pússaður. Að vísu ekki mikið vatnsmagn
en raki samt. Breytingar sem höfðu verið
gerðar áratugina þar á undan höfðu verið
til baga. Það var mjög slæmt að tapa
rakaviðnáminu sem fólst í olíumálningunni
innan á veggjum. Og aukin einangrunar-
þykkt var ekki til bóta. Engin reikningsleg
rakaþétting kom fram í vegg einangruðum
að utan. Hefðbundni íslenski útveggurinn
leggur því grunn að myglumyndun í sjálfri
uppbyggingu veggsins. Að auki skapa