Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 13
VERKTÆKNI / 13
fráveitukerfa en fara þyrfti fram meiri
kostnaðargreining á mismunandi lausnum.
Betra þverfaglegt samstarf þurfi milli ólíkra
fagaðila og síðast en ekki síst þurfi að efla
vitund og ábyrgð atvinnulífsins á mikil-
vægi umhverfisvænna launa. Í raun ætti
atvinnulífið að vera þar í fararbroddi.
Allar upplýsingar um fyrirlestra, slóð
á stutt myndband um sjálfbært vatnafar
og annað efni málþingsins má nálgast á
vef Urriðaholts, www.urridaholt.is undir
Málþing 23. apríl 2012.
Höfundar eru verkfræðingarnir: Sveinn Torfi Þórólfsson,
prófessor hjá NTNU, Hrund Ólöf Andradóttir, dósent í HÍ og
Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri ALTA.
Blágrænar lausnir voru innleiddar í fyrsta sinn í byggð á Íslandi í Urriðaholti í Garðabæ
Bílskúrshurðir
Héðins hurðir hafa sýnt sig og sannað í áranna rás.
Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta
tryggir langan lífdaga.
fyrir íslenskar aðstæður
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Dr. Hilmar Bragi Janusson, framkvæmda-
stjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs
hjá Össuri hf., tekur við starfi forseta
Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Háskóla Íslands frá 1. júlí nk. Hilmar
Bragi hefur í 20 ár verið í forystu rann-
sókna- og þróunarstarfs Össurar, sem
er eitt framsæknasta fyrirtæki í íslensku
atvinnulífi og annað af tveimur stærstu
fyrirtækjum í heimi á sínu sviði, að því er
segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands.
Nýr forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
Þar er vitnað í orð Kristínar Ingólfsdóttur
rektors HÍ sem segir að það gríðarlega
mikinn feng fyrir skólann að fá til starfa
mann með slíka reynslu og tengsl. „Í sókn
skólans, og við uppbyggingu kennslu– og
vísindastarfs, leggjum við mikla áherslu á
að efla nýsköpun og tengsl við atvinnulífið.
Hilmar verður lykilmaður í því starfi,” segir
Kristín.
Hilmar Bragi er starfi Háskóla Íslands vel
kunnugur. Hann situr m.a. í háskólaráði
og var í stefnunefnd skólans fyrir árin
2011-2016. Hann situr einnig í Vísinda- og
tækniráði ásamt stjórnum fyrirtækja og
hefur setið í stjórn Rannsóknasjóðs.
Þess má geta að Hilmar var í hópi þeirra
einstaklinga sem hlutu Aldarviðurkenningu
VFÍ á afmælishátíð félagsins í Hörpu 19.
apríl.