Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 4
4 / VERKTÆKNI
Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík, sem
haldinn var 11. maí, voru afhentar viður-
kenningar Tæknifræðingafélags Íslands
fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Önundur
Jónasson, formaður TFÍ og Oddný Harð-
ardóttir, fjármálaráðherra og starfandi
iðnaðarráðherra afhentu nemendum
viðurkenningarnar. Fimm verkefni hlutu
viðurkenningu að þessu sinni en þau voru
unnin á síðastliðnu ári
Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni
Afmælisgjöf til VFÍ Árlegur Tæknidagur Tækni- og verkfræðideildar HR var haldinn 11.
maí. Gestum og gangandi var boðið að
heimsækja skólann og kynna sér afrakstur
verklegra og hagnýtra námskeiða og hið
öfluga starf sem unnið er innan deildar-
innar. Tæknidagurinn hófst á málþingi
sem bar yfirskriftina: Íslenskt atvinnulíf
kallar á tæknimenntun. Frummælendur
voru Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra
og starfandi iðnaðarráðherra, Kristinn
Andersen, formaður VFÍ, Orri Hauksson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
og Pétur Reimarsson forstöðumaður
stefnumótunar og samskiptasviðs Samtaka
atvinnulífsins.
Á Tæknideginum tók Kristinn Andersen
formaður VFÍ við afmælisgjöf til félagsins
frá Tækni- og verkfræðideild HR. Guðrún
Sævarsdóttir, deildarforseti afhenti gjöfina
og óskaði félaginu alls hins besta á 100 ára
afmælinu.
Söguganga VFÍ fór fram í blíðskaparveðri
og þótti takast vel. Stefán Pálsson sagn-
fræðingur fræddi hópinn um merkilega
staði í Laugardalnum og nágrenni. Eftir
tveggja klukkustunda göngu var boðið upp
á hressingu í Verkfræðingahúsi. Ganga um
þetta svæði Reykjavíkur er vel við hæfi á
100 ára afmæli VFÍ því það tengist sögu
og þróun Reykjavíkur með margvíslegum
hætti, ekki hvað síst á sviði verkfræði og
Hér fyrir neðan má sjá heiti
verkefnanna sem um ræðir og nöfn
nemenda.
Styrkingar á timburbitum með stáli,
glertrefjum og basalti.
Andri Gunnarsson.
Göngubrú á Hringbraut úr timbri.
Marinó Gunnarsson.
Adaptive muscle stimulation device for
stroke recovery.
Steinar Rúnarsson.
tækniþróunar. Hagnýting jarðhita, vega-
lagning, sundlaugagerð og þróun skipu-
lagsmála er þar allt innan seilingar.
Söguganga VFÍ
Líkanagerð og vindgangatilraunir fyrir
vélfugl.
Fannar Andrason og Kristján Orri
Magnússon.
Hönnun og smíði á gönguhermi fyrir
fötluð börn.
Hjálmar Þorvaldsson.