Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.06.2012, Blaðsíða 10
10 / VERKTÆKNI Málþing um sjálfbært vatnafar. - Lífsgæði í blágrænu umhverfi: Íslenskt sýnidæmi í Urriðaholti í Garðabæ Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð, öðru nafni “blágrænar lausnir”, var haldið í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ þann 24. apríl 2012. Málþingið var haldið á vegum Garðabæjar, Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet í Þrándheimi (NTNU), Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Urriðaholts ehf. og Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ). Það var vel sótt en það sátu um 80 manns. Pétur Kristjánsson formaður VAFRÍ kynnti félagið sem stofnað var 2009. Hlutverk þess er að stuðla að bættum vatnsgæðum og öruggum vistvænum veitum og eru allir velkomnir í félagið. Pétur minnti á að vatn er mikilvægasta auðlind jarðarinnar, sem vel þurfi að fara með. Það sé verkefni mannfólksins og vísindaheimsins í dag og í framtíðinni að skapa grundvöll fyrir sjálf- bærum lifnaðarháttum sem samtímis geta boðið upp á viðunandi lífsgæði. Mikilvægt sé að Jörðinni sé skilað, kynslóð fram af kynslóð, óskaddaðri og að minnsta kosti ekki í verra ástandi en tekið er við henni. Umfjöllun þessa málþings um sjálfbært vatnafar, blágrænar lausnir, sé nýjung í meðhöndlun ofanvatns en það er einmitt einn af mikilvægum þáttum þess að koma á sjálfbærum lifnaðarháttum. Sjálfbært vatnafar Sveinn Þórólfsson prófessor hjá NTNU, ræddi um sjálfbært vatnafar í nútíð og framtíð. Sveinn útskýrði hvaða áhrif þétt- býlið hefur á náttúrulegt vatnafar borga og bæja. Þétting yfirborðs valdi því að regnvatn á ekki lengur greiða leið niður í jarðveginn, en er flutt úr byggðinni í fráveitukerfum. Það veldur því að vötn og lækir geta þornað upp og votlendi hverfur. Í miklum rigningum og asahláku, annar fráveitan síðan ekki regnvatninu, sem getur valdið flóðum og eyðileggingu. Sveinn lýsti tæknilega muninum á hefð- bundnum fráveitulausnum og lausnum sem byggja á sjálfbæru vatnafari. Blágrænar lausnir eru hluti þeirra innviða sem nauðsynlegir eru fyrir sjálfbærni í byggð en einnig til að takast á við flóð, sem munu aukast verulega á ákveðnum svæðum vegna breytinga á loftslagi. Blágrænar lausnir gefa líka einstakt tækifæri til að nýta regnvatn „það bláa“ til að auka gróður „það græna“ í byggðu umhverfi og sam- tvinna því náttúrulega. Sveinn lýsti verkefnum á sviði sjálfbærs vatnafars í Bergen og Þrándheimi, sem hann hefur staðið að síðustu áratugi og hvernig hann hefur tengt þau kennslu sinni og rannsóknum. Kennslu og rannsóknir þurfi til að þróa áfram hagkvæmustu leiðir við innleiðingu blágrænna lausna. Sveinn kom að skipulagi blágrænu lausnanna í Urriðaholti og benti á að Urriðaholtið væri gott sýnidæmi um vel heppnaða inn- leiðingu blágrænna lausna. Það væri vegna heildstæðrar nálgunar strax á skipulagsstigi, sem sé lykilatriði farsællar innleiðingar. Sveinn benti á að hérlendis þurfi að setja lög og reglugerðir og vinna leiðbeiningar um hönnun og rekstur sjálfbærra fráveitu- kerfa. Einnig væri mikilvægt að innleiða sjálfbært vatnafar í allri byggð. Fræða þurfii unga fólkið í skólum landsins um hringrás vatns, mikilvægustu auðlind jarðarinnar. frh á bls 12. Ný stefna frá röri til blágrænna lausna

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.06.2012)
https://timarit.is/issue/363452

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.06.2012)

Aðgerðir: