Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.08.2013, Síða 10

Fréttatíminn - 16.08.2013, Síða 10
H erdís Storgaard er í hugum margra samnefnari fyrir slysavarnir barna enda hefur hún undanfarin 22 ár stýrt verkefninu Árvekni - slysavarnir barna og opnaði Miðstöð slysavarna barna. Nú eru blikur á lofti varðandi framtíð verkefnisins, Herdís ósk- aði eftir fundi með heilbrigðisráð- herra og í vikunni fóru þau saman yfir stöðuna. Til stendur að leggja niður Miðstöðina um áramótin og búa auglýsa nýja stöðu slysa- og ofbeldisvarnafulltrúa hjá Land- læknisembættinu, stöðu sem Her- dísi hugnast ekki. „Ég ætla ekki að sækja um þessa stöðu. Slysavarnir barna eru stór og viðamikill mála- flokkur og mér finnst furðulegt að ætla að slengja honum saman við of- beldisvarnir. Það er alls ekki nóg að einn starfsmaður sinni þessu öllu. Þar að auki skiptir máli að þetta sé grasrótarstarf en ekki of tengt stjórnsýslunni,“ segir Herdís. Þetta álit sitt hefur hún einnig kynnt fyr- ir landlækni. Hún reiknar með því að fá svar frá heilbrigðisráðuneyt- inu um miðjan september um hvert framhaldið verður. „Það er betra að vita þetta sem fyrst til að ég geti til- kynnt heilsugæslunni ef ég hætti með námskeiðin mín og fólk geti gert ráðstafanir,“ segir hún. Ókeypis námskeið fyrir foreldra Herdís stýrði Forvarnahúsi Sjóvá um tíma en við eigendaskipti um 2010 var Forvarnahúsið lagt nið- ur. Henni var boðin önnur staða en hún kaus að einbeita sér áfram að slysavörnum barna. 2011 gerði hún samning við Landlæknisemb- ættið og opnaði Miðstöð slysavarna barna í Borgartúni þar sem er búið að innrétta Öruggasta heimilið. „Ég er í nánu samstarfi við heilsu- gæsluna og öllum sem eiga von á barni eða hafa nýlega eignast barn er boðið á ókeypis 90 mínútna nám- skeið. Í byrjun var aðsóknin dræm en núna eru biðlistar. Stjórnsýslan virðist ekki sjá tilgang með þess- um námskeiðum en það allra mikil- vægasta er að ná til fólks þannig að það breyti hegðun sinni þegar því er sýnt mikilvægi þess. Það er ekki nóg að lesa bara upplýsingar á net- inu, eins og virðist vera stefnan hjá stjórnvöldum,“ segir hún. Fyrsta árið sem hún rak Miðstöð slysavarna barna, árið 2011, fékk hún 4 milljónir frá Landlæknisemb- ættinu samkvæmt samningi. Í árs- lok gerði embættið annan samning við hana fyrir árið 2012, aftur upp á 4 milljónir. „Ég benti þeim á að þetta væri ekki nóg en embættið hafði ekki meira fé til að láta miðstöðina hafa. Þá leitaði ég til velferðarráðu- neytisins og Guðbjartur Hannesson ákvað að bæta við tveimur milljón- um. Í lok árs 2012 vildi Læknisemb- ættið ekki endurnýja samninginn. Ég fór þá á fund Guðbjarts sem sagð- ist vera tilbúinn til að láta Landlækn- isembættið hafa 4 milljónir á móti þeim 4 millljónum sem embættið hafði til slysavarna barna, gegn því að ég færi að vinna þar. Mín laun á þessu ári koma því frá Landlæknis- Ég fæ að meðaltali 17 fyrirspurnir á hverjum degi og hluti þeirra kemur frá opinberri stjórn sýslu.  Velferð Herdís storgaard segir litla Virðingu borna fyrir slysaVörnum barna Slysavarnir barna í fjársvelti Að óbreyttu hættir Herdís Storgaard störfum fyrir Land- læknisembættið um áramótin. Þar stendur til að auglýsa nýja stöðu slysa- og ofbeldis- varnafulltrúa sem Herdísi hugnast ekki. Herdís segir litla virðingu borna fyrir slysavörnum barna, málaflokkurinn sé fjársveltur og það er nú í höndum heil- brigðisráðherra og landlæknis hvort hún heldur áfram störfum. Herdís Storgaard hefur starfað að slysavörnum barna á Íslandi í 22 ár og einnig liðsinnt erlendum stjórnvöldum við að fyrirbyggja slys. Hún segist ekki búin að missa neistann. Mynd/Hari 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 8 6 4 2 0 Heimild: Slysavarnafélagið Landsbjörg Banaslys barna embættinu en rekstur á húsinu er fjármagnaður með styrkjum,“ seg- ir Herdís. Að óbreyttu lýkur þessu starfi hennar um áramótin. „Ég er ekki vongóð,“ segir hún. Nýjar tegundir banaslysa Herdís segir sorglegt hversu lítil virðing sé borin fyrir slysavörnum barna og hún hafi alla tíð þurft að berjast mikið fyrir þeim litlu pen- ingum sem varið hafi verið í mála- flokkinn. Herdís byrjaði að vinna að slysavörnum barna eftir að ríkis- stjórnin fór í sérstakt átak í að efla slysavarnirnar árið 1991. Frá því þá hefur banaslysum barna á Íslandi fækkað um 65% en þeim hefur aft- ur fjölgað á síðustu tveimur árum. Flest slysin voru drukknunarslys og eru þau orðin afar fátíð í dag eftir að reglur um eftirlit á sundstöðum voru hertar og aldursviðmið barna sem fara ein í sund hækkað. „Nú eru komin ný slys, í landbúnaði og í frítíma þar sem börn eru á farar- tækjum. Þetta eru ekki bara dauða- slys en frítími er orðinn öðruvísi en hann var og mun áhættusæknari. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að stunda áhættusam iðju en það verður að meta hættuna. Dauðaslys eiga sér vart stað í sundi lengur. Þau gerast í fríinu,“ segir hún. Meðal annarra verkefna sem Her- dís sinnir í slysavörnum barna er að halda námskeið fyrir hjúkrunar- fræðinga á ung- og smábarnadeild- um sem og ljósmæður. Með haust- inu hefjast einnig námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í grunnskólum sem Herdís leggur áherslu á að ljúka fyrir áramót. Þá bendir hún á tvískinnunginn í því að yfirvöld vilji ekki fjármagna málaflokkinn en nýta sér samt þjónustu hennar. „Stór hluti af starfi mínu er ráðgjöf. Ég fæ að meðaltali 17 fyrirspurnir á hverjum degi og hluti þeirra kemur frá opinberri stjórnsýslu.“ Virðingarleysi gagnvart starfinu Í kring um 1998 fékk Evrópusam- bandið flest aðildarríki og nokkur að auki til að taka saman upplýsing- ar um slysavarnastarf í landinu. Í framhaldinu var fulltrúum þriggja landa boðið að halda fyrirlestur og fór Herdís þá út og sagði frá starfi sínu á Íslandi. Á síðasta ári voru kynntar niðurstöður rannsóknar á slysavörnum barna í 31 landi Evr- ópu og var Ísland þar í öðru sæti. Þar var þó gagnrýnt að fjárveitingar til málefnisins hefði dregist saman eftir efnahagshrunið. En árangur- inn sem náðst hefur í málaflokknum er ótvíræður og Herdís undrast að leggja eigi verkefnið niður. „Mér finnst þetta í raun virðingarleysi gagnvart því sem ég hef gert. Það er enginn hvati fyrir því að standa sig vel. Skilaboðin sem ég er að fá eru að árangur skiptir ekki máli. Eftir að niðurstöður evrópsku rann- sóknarinnar voru kynntar var eng- inn sem sagði „Gott hjá þér.“ Ég hef hins vegar fengið fyrirspurnir frá öðrum löndum. Ég tók út kennslu- efni vegna öryggis barna í bílum fyrir yfirvöld í Ástralíu og nýlega aðstoðaði ég spænska heilbrigðis- ráðuneytið við slysavarnir í sund- laugum.“ Herdís segir margt óunnið þeg- ar kemur að slysavörnum barna á Íslandi en hún fer ekki í ný verk- efni að svo stöddu. „Það getur verið lýjandi að vinna í þessum málaf lokki. Ég hef mætt mikilli andstöðu og oft þurft að hjóla í stjórnvöld til að koma málum áfram. En ég er ekki búin að missa neistann. Mér finnst enn eins gam- an að mæta í vinnuna og þegar ég byrjaði. Þetta starf gefur líka mikið. Framhaldið er nú í höndum annarra,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 2013 * það sem af er ári 10 fréttaskýring Helgin 16.-18. ágúst 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.